Prinsessa vill verða forsætisráðherra Samúel Karl Ólason skrifar 8. febrúar 2019 09:05 Taílenska prinsessan Ubolratana Mahidol. Vísir/AP Taílenska prinsessan Ubolratana Mahidol hefur boðið sig fram til embættis forsætisráðherra fyrir flokkinn Raksa Chart. Löng hefð hefur verið fyrir því að konungsfjölskyldan haldi sig frá stjórnmálum í landinu og hefur þessi ákvörðun prinsessunnar sett kosningabaráttuna í ákveðið uppnám, samkvæmt AP fréttaveitunni.Ubolratana er elsta systir konungs Taílands og fer hún nú gegn þeim frambjóðanda sem her landsins styður. Sá gengur undir nafninu Prayuth Chan-ocha og starfar hann nú sem forsætisráðherra eftir að hann leiddi valdarán gegn síðustu ríkisstjórn Taílands árið 2014. Hann leiðir Palang Pracharat flokkinn sem AP segir lengi hafa verið talinn ganga erinda hersins. Hingað til hefur Prayuth flokkurinn verið talinn líklegastur til að bera sigur úr bítum í kosningunum sem fram fara þann 24. mars og þá sérstaklega vegna stjórnarskrárbreytinga og breytinga á lögum um kosningar sem flokkurinn hefur gert í kjölfar valdaránsins. Þær breytingar hafa leitt til þess að öðrum flokkum reynist erfitt að ná völdum án stuðningar hersins. Ubolratana hefur þó gert bandalag við Thakshin Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra Taílands sem herinn velti úr sessi, og hefur ákvörðun hennar breytt aðstæðum í landinu verulega. Prinsessan hefur þó lengi synt gegn straumnum, ef svo má að orði komast, varðandi hefðir konungsfjölskyldunnar. Hún giftist Bandaríkjamanninum Peter Jensen árið 1972 og afsalaði sér með því öllum konunglegum titlum. Ubolratana kynntist Jensen þegar hún var við nám í Massachusetts Institute of Technology eða MIT og bjó hún í Bandaríkjunum í rúm 25 ár.Hún fór þó aftur til Taílands eftir skilnað hennar og Jensen þar sem konungsfjölskyldan tók henni með opnum örmum á nýjan leik. Konungsfjölskyldan er talin heilög í Taílandi en hún hefur farið gegn ýmsum hefðum henni tengdri og þykir mjög vinsæl þar í landi. Hún hefur einnig sungið og leikið í kvikmyndum. Kóngafólk Taíland Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Taílenska prinsessan Ubolratana Mahidol hefur boðið sig fram til embættis forsætisráðherra fyrir flokkinn Raksa Chart. Löng hefð hefur verið fyrir því að konungsfjölskyldan haldi sig frá stjórnmálum í landinu og hefur þessi ákvörðun prinsessunnar sett kosningabaráttuna í ákveðið uppnám, samkvæmt AP fréttaveitunni.Ubolratana er elsta systir konungs Taílands og fer hún nú gegn þeim frambjóðanda sem her landsins styður. Sá gengur undir nafninu Prayuth Chan-ocha og starfar hann nú sem forsætisráðherra eftir að hann leiddi valdarán gegn síðustu ríkisstjórn Taílands árið 2014. Hann leiðir Palang Pracharat flokkinn sem AP segir lengi hafa verið talinn ganga erinda hersins. Hingað til hefur Prayuth flokkurinn verið talinn líklegastur til að bera sigur úr bítum í kosningunum sem fram fara þann 24. mars og þá sérstaklega vegna stjórnarskrárbreytinga og breytinga á lögum um kosningar sem flokkurinn hefur gert í kjölfar valdaránsins. Þær breytingar hafa leitt til þess að öðrum flokkum reynist erfitt að ná völdum án stuðningar hersins. Ubolratana hefur þó gert bandalag við Thakshin Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra Taílands sem herinn velti úr sessi, og hefur ákvörðun hennar breytt aðstæðum í landinu verulega. Prinsessan hefur þó lengi synt gegn straumnum, ef svo má að orði komast, varðandi hefðir konungsfjölskyldunnar. Hún giftist Bandaríkjamanninum Peter Jensen árið 1972 og afsalaði sér með því öllum konunglegum titlum. Ubolratana kynntist Jensen þegar hún var við nám í Massachusetts Institute of Technology eða MIT og bjó hún í Bandaríkjunum í rúm 25 ár.Hún fór þó aftur til Taílands eftir skilnað hennar og Jensen þar sem konungsfjölskyldan tók henni með opnum örmum á nýjan leik. Konungsfjölskyldan er talin heilög í Taílandi en hún hefur farið gegn ýmsum hefðum henni tengdri og þykir mjög vinsæl þar í landi. Hún hefur einnig sungið og leikið í kvikmyndum.
Kóngafólk Taíland Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira