Getur Robert Whittaker varið titilinn sinn á heimavelli? Pétur Marinó Jónsson skrifar 9. febrúar 2019 13:00 Whittaker í hans síðasta bardaga. Vísir/Getty UFC 234 fer fram um helgina í Ástralíu. Í aðalbardaga kvöldsins mætir heimamaðurinn Robert Whittaker Bandaríkjamanninum Kelvin Gastelum. Robert Whittaker hefur farið hamförum á undanförum árum. Niðurskurðurinn í 77 kg veltivigt var of erfiður fyrir Whittaker og ákvað því að fara upp í 84 kg millivigt. Þar hefur hann blómstrað, unnið alla átta bardaga sína og er ríkjandi meistari. Whittaker hefur sýnt að hann er nánast gallalaus. Hann er einn tæknilegasti bardagamaðurinn í UFC í dag, bardagar hans eru mjög skemmtilegir og þá er hann grjótharður eins og hann sýndi í bardögunum tveimur gegn Yoel Romero. Gallinn gæti verið sá að hann tók ansi miklar barsmíðar gegn Romero sem gæti haft áhrif á getu Whittaker til að taka við höggum í dag. Whittaker stóð af sér þung högg Romero og þó ástandið hafi verið slæmt á tímabili tókst honum að vinna Romero eftir dómaraákvörðun. Spurningin er hvort Whittaker sé sami bardagamaður eftir þessar 10 lotur gegn hinum hættulega Yoel Romero. Hann er samt bara 28 ára gamall og ætti að eiga nóg eftir undir öllum eðlilegum kringumstæðum. Hann er líka gott dæmi um bardagamann sem þarf ekki að vera risastór í flokknum sínum en er samt bestur. Utan búrsins er hann fyrirmyndar samborgari. Þriggja barna faðir sem kemur alltaf vel fyrir og er aldrei í neinu veseni utan búrsins. Þrátt fyrir að vera með allan pakkann er hann enn frekar óþekktur utan MMA heimsins á meðan vandræðagemsar eins og Conor McGregor og Jon Jones eigna sér fyrirsagnirnar. Whittaker mætir í nótt Kelvin Gastelum sem var einnig þyngdarflokki neðar en hefur gert það afar gott í millivigtinni. Líkt og Whittaker er Gastelum á besta aldri og ætti þetta því að verða hörku bardagi hjá tveimur frábærum bardagamönnum. UFC 234 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en bein útsending hefst kl. 3 í nótt. MMA Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Sjá meira
UFC 234 fer fram um helgina í Ástralíu. Í aðalbardaga kvöldsins mætir heimamaðurinn Robert Whittaker Bandaríkjamanninum Kelvin Gastelum. Robert Whittaker hefur farið hamförum á undanförum árum. Niðurskurðurinn í 77 kg veltivigt var of erfiður fyrir Whittaker og ákvað því að fara upp í 84 kg millivigt. Þar hefur hann blómstrað, unnið alla átta bardaga sína og er ríkjandi meistari. Whittaker hefur sýnt að hann er nánast gallalaus. Hann er einn tæknilegasti bardagamaðurinn í UFC í dag, bardagar hans eru mjög skemmtilegir og þá er hann grjótharður eins og hann sýndi í bardögunum tveimur gegn Yoel Romero. Gallinn gæti verið sá að hann tók ansi miklar barsmíðar gegn Romero sem gæti haft áhrif á getu Whittaker til að taka við höggum í dag. Whittaker stóð af sér þung högg Romero og þó ástandið hafi verið slæmt á tímabili tókst honum að vinna Romero eftir dómaraákvörðun. Spurningin er hvort Whittaker sé sami bardagamaður eftir þessar 10 lotur gegn hinum hættulega Yoel Romero. Hann er samt bara 28 ára gamall og ætti að eiga nóg eftir undir öllum eðlilegum kringumstæðum. Hann er líka gott dæmi um bardagamann sem þarf ekki að vera risastór í flokknum sínum en er samt bestur. Utan búrsins er hann fyrirmyndar samborgari. Þriggja barna faðir sem kemur alltaf vel fyrir og er aldrei í neinu veseni utan búrsins. Þrátt fyrir að vera með allan pakkann er hann enn frekar óþekktur utan MMA heimsins á meðan vandræðagemsar eins og Conor McGregor og Jon Jones eigna sér fyrirsagnirnar. Whittaker mætir í nótt Kelvin Gastelum sem var einnig þyngdarflokki neðar en hefur gert það afar gott í millivigtinni. Líkt og Whittaker er Gastelum á besta aldri og ætti þetta því að verða hörku bardagi hjá tveimur frábærum bardagamönnum. UFC 234 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en bein útsending hefst kl. 3 í nótt.
MMA Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn