Getur Robert Whittaker varið titilinn sinn á heimavelli? Pétur Marinó Jónsson skrifar 9. febrúar 2019 13:00 Whittaker í hans síðasta bardaga. Vísir/Getty UFC 234 fer fram um helgina í Ástralíu. Í aðalbardaga kvöldsins mætir heimamaðurinn Robert Whittaker Bandaríkjamanninum Kelvin Gastelum. Robert Whittaker hefur farið hamförum á undanförum árum. Niðurskurðurinn í 77 kg veltivigt var of erfiður fyrir Whittaker og ákvað því að fara upp í 84 kg millivigt. Þar hefur hann blómstrað, unnið alla átta bardaga sína og er ríkjandi meistari. Whittaker hefur sýnt að hann er nánast gallalaus. Hann er einn tæknilegasti bardagamaðurinn í UFC í dag, bardagar hans eru mjög skemmtilegir og þá er hann grjótharður eins og hann sýndi í bardögunum tveimur gegn Yoel Romero. Gallinn gæti verið sá að hann tók ansi miklar barsmíðar gegn Romero sem gæti haft áhrif á getu Whittaker til að taka við höggum í dag. Whittaker stóð af sér þung högg Romero og þó ástandið hafi verið slæmt á tímabili tókst honum að vinna Romero eftir dómaraákvörðun. Spurningin er hvort Whittaker sé sami bardagamaður eftir þessar 10 lotur gegn hinum hættulega Yoel Romero. Hann er samt bara 28 ára gamall og ætti að eiga nóg eftir undir öllum eðlilegum kringumstæðum. Hann er líka gott dæmi um bardagamann sem þarf ekki að vera risastór í flokknum sínum en er samt bestur. Utan búrsins er hann fyrirmyndar samborgari. Þriggja barna faðir sem kemur alltaf vel fyrir og er aldrei í neinu veseni utan búrsins. Þrátt fyrir að vera með allan pakkann er hann enn frekar óþekktur utan MMA heimsins á meðan vandræðagemsar eins og Conor McGregor og Jon Jones eigna sér fyrirsagnirnar. Whittaker mætir í nótt Kelvin Gastelum sem var einnig þyngdarflokki neðar en hefur gert það afar gott í millivigtinni. Líkt og Whittaker er Gastelum á besta aldri og ætti þetta því að verða hörku bardagi hjá tveimur frábærum bardagamönnum. UFC 234 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en bein útsending hefst kl. 3 í nótt. MMA Mest lesið Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Fleiri fréttir Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Sjá meira
UFC 234 fer fram um helgina í Ástralíu. Í aðalbardaga kvöldsins mætir heimamaðurinn Robert Whittaker Bandaríkjamanninum Kelvin Gastelum. Robert Whittaker hefur farið hamförum á undanförum árum. Niðurskurðurinn í 77 kg veltivigt var of erfiður fyrir Whittaker og ákvað því að fara upp í 84 kg millivigt. Þar hefur hann blómstrað, unnið alla átta bardaga sína og er ríkjandi meistari. Whittaker hefur sýnt að hann er nánast gallalaus. Hann er einn tæknilegasti bardagamaðurinn í UFC í dag, bardagar hans eru mjög skemmtilegir og þá er hann grjótharður eins og hann sýndi í bardögunum tveimur gegn Yoel Romero. Gallinn gæti verið sá að hann tók ansi miklar barsmíðar gegn Romero sem gæti haft áhrif á getu Whittaker til að taka við höggum í dag. Whittaker stóð af sér þung högg Romero og þó ástandið hafi verið slæmt á tímabili tókst honum að vinna Romero eftir dómaraákvörðun. Spurningin er hvort Whittaker sé sami bardagamaður eftir þessar 10 lotur gegn hinum hættulega Yoel Romero. Hann er samt bara 28 ára gamall og ætti að eiga nóg eftir undir öllum eðlilegum kringumstæðum. Hann er líka gott dæmi um bardagamann sem þarf ekki að vera risastór í flokknum sínum en er samt bestur. Utan búrsins er hann fyrirmyndar samborgari. Þriggja barna faðir sem kemur alltaf vel fyrir og er aldrei í neinu veseni utan búrsins. Þrátt fyrir að vera með allan pakkann er hann enn frekar óþekktur utan MMA heimsins á meðan vandræðagemsar eins og Conor McGregor og Jon Jones eigna sér fyrirsagnirnar. Whittaker mætir í nótt Kelvin Gastelum sem var einnig þyngdarflokki neðar en hefur gert það afar gott í millivigtinni. Líkt og Whittaker er Gastelum á besta aldri og ætti þetta því að verða hörku bardagi hjá tveimur frábærum bardagamönnum. UFC 234 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en bein útsending hefst kl. 3 í nótt.
MMA Mest lesið Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Fleiri fréttir Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Sjá meira