Getur Robert Whittaker varið titilinn sinn á heimavelli? Pétur Marinó Jónsson skrifar 9. febrúar 2019 13:00 Whittaker í hans síðasta bardaga. Vísir/Getty UFC 234 fer fram um helgina í Ástralíu. Í aðalbardaga kvöldsins mætir heimamaðurinn Robert Whittaker Bandaríkjamanninum Kelvin Gastelum. Robert Whittaker hefur farið hamförum á undanförum árum. Niðurskurðurinn í 77 kg veltivigt var of erfiður fyrir Whittaker og ákvað því að fara upp í 84 kg millivigt. Þar hefur hann blómstrað, unnið alla átta bardaga sína og er ríkjandi meistari. Whittaker hefur sýnt að hann er nánast gallalaus. Hann er einn tæknilegasti bardagamaðurinn í UFC í dag, bardagar hans eru mjög skemmtilegir og þá er hann grjótharður eins og hann sýndi í bardögunum tveimur gegn Yoel Romero. Gallinn gæti verið sá að hann tók ansi miklar barsmíðar gegn Romero sem gæti haft áhrif á getu Whittaker til að taka við höggum í dag. Whittaker stóð af sér þung högg Romero og þó ástandið hafi verið slæmt á tímabili tókst honum að vinna Romero eftir dómaraákvörðun. Spurningin er hvort Whittaker sé sami bardagamaður eftir þessar 10 lotur gegn hinum hættulega Yoel Romero. Hann er samt bara 28 ára gamall og ætti að eiga nóg eftir undir öllum eðlilegum kringumstæðum. Hann er líka gott dæmi um bardagamann sem þarf ekki að vera risastór í flokknum sínum en er samt bestur. Utan búrsins er hann fyrirmyndar samborgari. Þriggja barna faðir sem kemur alltaf vel fyrir og er aldrei í neinu veseni utan búrsins. Þrátt fyrir að vera með allan pakkann er hann enn frekar óþekktur utan MMA heimsins á meðan vandræðagemsar eins og Conor McGregor og Jon Jones eigna sér fyrirsagnirnar. Whittaker mætir í nótt Kelvin Gastelum sem var einnig þyngdarflokki neðar en hefur gert það afar gott í millivigtinni. Líkt og Whittaker er Gastelum á besta aldri og ætti þetta því að verða hörku bardagi hjá tveimur frábærum bardagamönnum. UFC 234 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en bein útsending hefst kl. 3 í nótt. MMA Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Sjá meira
UFC 234 fer fram um helgina í Ástralíu. Í aðalbardaga kvöldsins mætir heimamaðurinn Robert Whittaker Bandaríkjamanninum Kelvin Gastelum. Robert Whittaker hefur farið hamförum á undanförum árum. Niðurskurðurinn í 77 kg veltivigt var of erfiður fyrir Whittaker og ákvað því að fara upp í 84 kg millivigt. Þar hefur hann blómstrað, unnið alla átta bardaga sína og er ríkjandi meistari. Whittaker hefur sýnt að hann er nánast gallalaus. Hann er einn tæknilegasti bardagamaðurinn í UFC í dag, bardagar hans eru mjög skemmtilegir og þá er hann grjótharður eins og hann sýndi í bardögunum tveimur gegn Yoel Romero. Gallinn gæti verið sá að hann tók ansi miklar barsmíðar gegn Romero sem gæti haft áhrif á getu Whittaker til að taka við höggum í dag. Whittaker stóð af sér þung högg Romero og þó ástandið hafi verið slæmt á tímabili tókst honum að vinna Romero eftir dómaraákvörðun. Spurningin er hvort Whittaker sé sami bardagamaður eftir þessar 10 lotur gegn hinum hættulega Yoel Romero. Hann er samt bara 28 ára gamall og ætti að eiga nóg eftir undir öllum eðlilegum kringumstæðum. Hann er líka gott dæmi um bardagamann sem þarf ekki að vera risastór í flokknum sínum en er samt bestur. Utan búrsins er hann fyrirmyndar samborgari. Þriggja barna faðir sem kemur alltaf vel fyrir og er aldrei í neinu veseni utan búrsins. Þrátt fyrir að vera með allan pakkann er hann enn frekar óþekktur utan MMA heimsins á meðan vandræðagemsar eins og Conor McGregor og Jon Jones eigna sér fyrirsagnirnar. Whittaker mætir í nótt Kelvin Gastelum sem var einnig þyngdarflokki neðar en hefur gert það afar gott í millivigtinni. Líkt og Whittaker er Gastelum á besta aldri og ætti þetta því að verða hörku bardagi hjá tveimur frábærum bardagamönnum. UFC 234 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en bein útsending hefst kl. 3 í nótt.
MMA Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Sjá meira