Lagaákvæði um merki KSÍ var breytt á ársþingi sambandsins í dag og orðalag þess um útlit fjarlægt. Það gerir stjórn KSÍ þar af leiðandi heimilt að breyta útliti merkisins, sé vilji til þess.
Áður var útlit merkis KSÍ lýst í lögum: „[...] sýnir fánaveifu og knött fyrir ofan KSÍ skammstöfunina. Merkið er í íslensku fánalitunum, grunnurinn er hvítur, bókstafir bláir, fánaveifa blá, hvít og rauð, og knöttur blár og hvítur.“
Þessi hluti greinarinnar hefur nú verið fjarlægður og hljómar grein 1.3 í lögum KSÍ eftir breytinguna nú svo:
„Merki KSÍ er eign KSÍ og verndað af vörumerkjarétti. Merki KSÍ er íslensku fánalitunum.“
Heimilt að breyta merki KSÍ

Tengdar fréttir

Guðni og Geir báðir bjartsýnir
Vísir ræddi við frambjóðendur í formannskjöri KSÍ skömmu fyrir ársþing sambandsins í dag.

ÍTF fær fulltrúa í stjórn KSÍ
Lagabreytingatillögur stjórnar KSÍ voru samþykktar á ársþingi KSÍ sem gerir til að mynda það að verkum að formaður ÍTF á nú sæti í stjórn KSÍ.

Í beinni: Ársþing KSÍ
Bein textalýsingi frá blaðamanni Vísis á ársþingi KSÍ í Reykjavík. Á fundinum var kosið á milli Guðna Bergssonar og Geirs Þorsteinssonar í formannskjöri sambandsins.