Er svartsýnn á að viðræðurnar skili niðurstöðu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. janúar 2019 11:19 Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR Vísir/Vilhelm Formaður Verkalýðsfélags Akraness er ekki bjartsýnn á að kjaraviðræðurnar nú komi til með að skila niðurstöðu. Annar fundur Verkalýðsfélags Akraness, Grindavíkur, Eflingar og VR við Samtök atvinnulífsins, í þessari viku, var haldin nú fyrir hádegi. Samningsaðilar munu hittast þrisvar sinnum í þessari viku en á mánudag sögðu forystumenn verkalýðsfélaganna fjögurra og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að staðan í viðræðunum yrði endurmetin í lok vikunnar með tilliti til hvað einhver árangur hefði náðst. Um mánuður er liðinn frá því að kjarasamningar á almennum vinnumarkaði losnuðu. Hörður Guðbrandsson, formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur sagði fyrir fundinn í morgun hægan gang í viðræðum. „Þetta er voðalega rólegt finnst mér en auðvitað eru menn að ræða saman og á meðan það er, er sjálfsagt að halda áfram.“Hvað verður uppi á borðunum í dag? „Það er verið að fara yfir önnur mál en launaliðinn, sagði Hörður Guðbrandsson, formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur fyrir fundinn í morgun. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness segir en bera mikið á mikið á milli samningaðila í viðræðunum. „Það er alveg ljóst, eins og ég hef sagt áður, að það ber töluvert á milli ennþá og við verðum að vona að við náum einhverjum skrefum áfram því að það er alveg ljóst að við getum ekki staðið í þessum sporum mjög lengi það er alveg ljóst. Ertu Bjartsýnn? Nei veistu það ég er ekkert alltof bjartsýnn, ég ætla bara að vera heiðarlegur með það, ég ætla samt að vona það besta en gera ráð fyrir því versta,“ sagði Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Gert var ráð fyrir að fundinum í dag myndi ljúka nú í hádeginu en næstu fundur er áætlaður á föstudag og segist Vilhjálmur reikna með að þá mundi einhverjar línur vera farnar að skýrast hvað Samtök atvinnulífsins varðar. Hann ítrekar að aðkoma stjórnvalda skipti gríðarlegu máli í þessum viðræðum til að geta séð heildar myndina. Hægt sé að auka ráðstöfunartekjur fólks með margvíslegum kerfisbreytingum bæði með því að létta skattbyrði og draga úr kostnaði almennings í fjármálakerfinu.Þannig að þið eru ekki að horfa á beinar prósentu eða krónutölu launahækkanir? „Nei, það er alveg klárt mál að það er samspil þarna á milli. Við getum sett dæmið þannig upp að við erum að berjast núna fyrir því að lágmarkslaun verði hér 425.000.- krónur. Það myndi strax skipta máli ef að við værum að draga úr þessum gríðarlega kostnaði fjármálakerfisins sem að í mínum huga er bara þannig uppbyggt að það rekur ryksugubarkann ofan í launaumslag launafólks um hver einustu mánaðamót og sogar stóran hluta ráðstöfunartekna fólksins í burtu. Ef við náum að draga úr þessu þá skiptir að það sjálfsögðu máli,“ segir Vilhjálmur. Þú ert búinn að vera lengi í þessu. Heldur þú að þú sjáir fram á breytingar í þessum kjarasamningsviðræðum? „Ef núna, þá aldrei,“ sagði Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Kjaramál Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Formaður Verkalýðsfélags Akraness er ekki bjartsýnn á að kjaraviðræðurnar nú komi til með að skila niðurstöðu. Annar fundur Verkalýðsfélags Akraness, Grindavíkur, Eflingar og VR við Samtök atvinnulífsins, í þessari viku, var haldin nú fyrir hádegi. Samningsaðilar munu hittast þrisvar sinnum í þessari viku en á mánudag sögðu forystumenn verkalýðsfélaganna fjögurra og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að staðan í viðræðunum yrði endurmetin í lok vikunnar með tilliti til hvað einhver árangur hefði náðst. Um mánuður er liðinn frá því að kjarasamningar á almennum vinnumarkaði losnuðu. Hörður Guðbrandsson, formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur sagði fyrir fundinn í morgun hægan gang í viðræðum. „Þetta er voðalega rólegt finnst mér en auðvitað eru menn að ræða saman og á meðan það er, er sjálfsagt að halda áfram.“Hvað verður uppi á borðunum í dag? „Það er verið að fara yfir önnur mál en launaliðinn, sagði Hörður Guðbrandsson, formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur fyrir fundinn í morgun. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness segir en bera mikið á mikið á milli samningaðila í viðræðunum. „Það er alveg ljóst, eins og ég hef sagt áður, að það ber töluvert á milli ennþá og við verðum að vona að við náum einhverjum skrefum áfram því að það er alveg ljóst að við getum ekki staðið í þessum sporum mjög lengi það er alveg ljóst. Ertu Bjartsýnn? Nei veistu það ég er ekkert alltof bjartsýnn, ég ætla bara að vera heiðarlegur með það, ég ætla samt að vona það besta en gera ráð fyrir því versta,“ sagði Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Gert var ráð fyrir að fundinum í dag myndi ljúka nú í hádeginu en næstu fundur er áætlaður á föstudag og segist Vilhjálmur reikna með að þá mundi einhverjar línur vera farnar að skýrast hvað Samtök atvinnulífsins varðar. Hann ítrekar að aðkoma stjórnvalda skipti gríðarlegu máli í þessum viðræðum til að geta séð heildar myndina. Hægt sé að auka ráðstöfunartekjur fólks með margvíslegum kerfisbreytingum bæði með því að létta skattbyrði og draga úr kostnaði almennings í fjármálakerfinu.Þannig að þið eru ekki að horfa á beinar prósentu eða krónutölu launahækkanir? „Nei, það er alveg klárt mál að það er samspil þarna á milli. Við getum sett dæmið þannig upp að við erum að berjast núna fyrir því að lágmarkslaun verði hér 425.000.- krónur. Það myndi strax skipta máli ef að við værum að draga úr þessum gríðarlega kostnaði fjármálakerfisins sem að í mínum huga er bara þannig uppbyggt að það rekur ryksugubarkann ofan í launaumslag launafólks um hver einustu mánaðamót og sogar stóran hluta ráðstöfunartekna fólksins í burtu. Ef við náum að draga úr þessu þá skiptir að það sjálfsögðu máli,“ segir Vilhjálmur. Þú ert búinn að vera lengi í þessu. Heldur þú að þú sjáir fram á breytingar í þessum kjarasamningsviðræðum? „Ef núna, þá aldrei,“ sagði Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Kjaramál Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira