Hvað slær klukkan? Þorbjörg Gunnlaugsdóttir skrifar 31. janúar 2019 07:00 Stóra klukkumálið er svo spennandi því það kynnir ekki bara til leiks þá hugmynd að klukkan geti verið það sem við viljum að hún sé. Klukkuumræðan býður okkur jafnframt þá nýju heimsmynd að hægt sé að breyta því sem hingað til hefur verið greypt í stein. Þegar það er orðið matsatriði hvað klukkan er þá breytast líka væntingarnar um hvað má setja á óskalistann. Ef við fáum nýja klukku, þá myndi ég líka vilja nýja krónu. Og svo myndi ég biðja um annað veður á Íslandi. Að allar fjórar árstíðir væru á dagskrá á einu og sama árinu og jafnvel í réttri röð. Krafan yrði jafnræði milli árstíða. Á Íslandi höfum við dálítið verið að vinna með leikskipulagið haust-vetur-haust eða þegar illa árar, haust í haust. Haustið er eins og freki kallinn í umræðunni sem heldur alltaf að það sé komið að honum, þó hinir hafi ekkert fengið að tala. Öll vitum við að veðrið leikur þýðingarmikið hlutverk í alls konar samhengi, t.d. bara í mannlegum samskiptum. Rigningin hefur það hlutverk að sætta elskendur eins og bíómyndirnar kenna okkur. Í rigningu er misskilningi eytt. Flugvélin var ekki farin eftir allt saman og elskendurnir kyssast fyrir utan flugstöðina í hellidembu. Blaut (og alltaf illa klædd). Eins og ég var sár í sumar þegar haustið frekjaðist inn á okkur með óréttláta rigninguna er ég núna svífandi hamingjusöm með að veturinn stígur á sviðið, á réttum tíma, og af miklum elegans. Veturinn er bestur þegar hann losar sig við feimnina. Kaldur og snjóþungur er veturinn í sínum rétta ham. Loforðið um að á eftir vetri komi vor myndi gera meira fyrir mig en hvort klukkan slær 13 eða 14. Allt hefur sinn tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Stóra klukkumálið er svo spennandi því það kynnir ekki bara til leiks þá hugmynd að klukkan geti verið það sem við viljum að hún sé. Klukkuumræðan býður okkur jafnframt þá nýju heimsmynd að hægt sé að breyta því sem hingað til hefur verið greypt í stein. Þegar það er orðið matsatriði hvað klukkan er þá breytast líka væntingarnar um hvað má setja á óskalistann. Ef við fáum nýja klukku, þá myndi ég líka vilja nýja krónu. Og svo myndi ég biðja um annað veður á Íslandi. Að allar fjórar árstíðir væru á dagskrá á einu og sama árinu og jafnvel í réttri röð. Krafan yrði jafnræði milli árstíða. Á Íslandi höfum við dálítið verið að vinna með leikskipulagið haust-vetur-haust eða þegar illa árar, haust í haust. Haustið er eins og freki kallinn í umræðunni sem heldur alltaf að það sé komið að honum, þó hinir hafi ekkert fengið að tala. Öll vitum við að veðrið leikur þýðingarmikið hlutverk í alls konar samhengi, t.d. bara í mannlegum samskiptum. Rigningin hefur það hlutverk að sætta elskendur eins og bíómyndirnar kenna okkur. Í rigningu er misskilningi eytt. Flugvélin var ekki farin eftir allt saman og elskendurnir kyssast fyrir utan flugstöðina í hellidembu. Blaut (og alltaf illa klædd). Eins og ég var sár í sumar þegar haustið frekjaðist inn á okkur með óréttláta rigninguna er ég núna svífandi hamingjusöm með að veturinn stígur á sviðið, á réttum tíma, og af miklum elegans. Veturinn er bestur þegar hann losar sig við feimnina. Kaldur og snjóþungur er veturinn í sínum rétta ham. Loforðið um að á eftir vetri komi vor myndi gera meira fyrir mig en hvort klukkan slær 13 eða 14. Allt hefur sinn tíma.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar