„Þegar ég lét vita þá var þetta allt annað líf“ Elín Margrét Böðvarsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 30. janúar 2019 21:04 Embla Kristínardóttir er hér í hvítri treyju Keflavíkurliðsins í bikarúrlistaleik gegn Njarðvík. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta og afrekskona í sundi, sem urðu fyrir kynferðisofbeldi af hálfu þjálfara, óttast að ofbeldi gegn börnum muni alltaf koma til með að viðgangast. Þau vilja þó gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir það. Íslensk körfuboltakona segist vona að íþróttahreyfingin hér á landi sé að vakna. Karen Leach átti sér þann draum að keppa á Ólympíuleikunum í sundi fyrir hönd Írlands. Það var þjálfarinn hennar sem kom í veg fyrir að sá draumur yrði að veruleika. „Í stað þess að láta draum minn rætast rústaði hann lífi mínu. Hann rústaði lífi mínu og fjölskyldu minnar. Hann misnotaði mig kynferðislega, líkamlega og tilfinningalega þegar ég var lítil stúlka á aldrinum tíu til sautján ára,“ segir Karen. „Hann skildi við mig sem litla, dána stúlku á ferð um þennan heim og það hefur tekið mig mörg ár að jafna mig á því sem hann gerði mér.“ Collin Harris, fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta, hefur líkt og Karen verið ötull við að fara um heiminn til að deila reynslu sinni í von um að geta haft áhrif til hins betra. Hann var einnig beittur ofbeldi af þjálfara sínum. „Við munum aldrei leysa vandann. Við erum bara að reyna að ganga úr skugga um að það að spila íþrótt, hvort sem það er á grunnstigi eða í atvinnumennsku, verði mun öruggara og að fólk geti verið í rónni,“ segir Colin. Körfuboltakonan Embla Kristínardóttir hefur áður sagt sögu sína í fjölmiðlum en henni var nauðgað af öðrum íþróttamanni þegar hún var á táningsaldri. Hún hvetur aðra þolendur til að láta vita af ofbeldi. „Ég lét ekki vita. Íþróttafélagið mitt vissi í rauninni ekki neitt af þessu en það er miklu betra að geta fengið hjálpina, eins og frá íþróttafélaginu, skólanum, fjölskyldu. Eins og þegar ég lét vita þá var þetta allt annað líf, gekk miklu betur,“ segir Embla. Íþróttir Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Þjálfarinn gerði draum um Ólympíuleika að algjörri martröð Karen Leach var misnotuð af sundþjálfara sínum frá því hún var tíu ára og þangað til hún varð 17 ára. 30. janúar 2019 17:30 Embla segir frá því þegar henni var nauðgað á fjórtánda aldursári af frjálsíþróttamanni Segir heimabæ sinn Keflavík hafa tvístrast vegna málsins hún lögð í einelti. 18. janúar 2018 19:33 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta og afrekskona í sundi, sem urðu fyrir kynferðisofbeldi af hálfu þjálfara, óttast að ofbeldi gegn börnum muni alltaf koma til með að viðgangast. Þau vilja þó gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir það. Íslensk körfuboltakona segist vona að íþróttahreyfingin hér á landi sé að vakna. Karen Leach átti sér þann draum að keppa á Ólympíuleikunum í sundi fyrir hönd Írlands. Það var þjálfarinn hennar sem kom í veg fyrir að sá draumur yrði að veruleika. „Í stað þess að láta draum minn rætast rústaði hann lífi mínu. Hann rústaði lífi mínu og fjölskyldu minnar. Hann misnotaði mig kynferðislega, líkamlega og tilfinningalega þegar ég var lítil stúlka á aldrinum tíu til sautján ára,“ segir Karen. „Hann skildi við mig sem litla, dána stúlku á ferð um þennan heim og það hefur tekið mig mörg ár að jafna mig á því sem hann gerði mér.“ Collin Harris, fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta, hefur líkt og Karen verið ötull við að fara um heiminn til að deila reynslu sinni í von um að geta haft áhrif til hins betra. Hann var einnig beittur ofbeldi af þjálfara sínum. „Við munum aldrei leysa vandann. Við erum bara að reyna að ganga úr skugga um að það að spila íþrótt, hvort sem það er á grunnstigi eða í atvinnumennsku, verði mun öruggara og að fólk geti verið í rónni,“ segir Colin. Körfuboltakonan Embla Kristínardóttir hefur áður sagt sögu sína í fjölmiðlum en henni var nauðgað af öðrum íþróttamanni þegar hún var á táningsaldri. Hún hvetur aðra þolendur til að láta vita af ofbeldi. „Ég lét ekki vita. Íþróttafélagið mitt vissi í rauninni ekki neitt af þessu en það er miklu betra að geta fengið hjálpina, eins og frá íþróttafélaginu, skólanum, fjölskyldu. Eins og þegar ég lét vita þá var þetta allt annað líf, gekk miklu betur,“ segir Embla.
Íþróttir Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Þjálfarinn gerði draum um Ólympíuleika að algjörri martröð Karen Leach var misnotuð af sundþjálfara sínum frá því hún var tíu ára og þangað til hún varð 17 ára. 30. janúar 2019 17:30 Embla segir frá því þegar henni var nauðgað á fjórtánda aldursári af frjálsíþróttamanni Segir heimabæ sinn Keflavík hafa tvístrast vegna málsins hún lögð í einelti. 18. janúar 2018 19:33 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Þjálfarinn gerði draum um Ólympíuleika að algjörri martröð Karen Leach var misnotuð af sundþjálfara sínum frá því hún var tíu ára og þangað til hún varð 17 ára. 30. janúar 2019 17:30
Embla segir frá því þegar henni var nauðgað á fjórtánda aldursári af frjálsíþróttamanni Segir heimabæ sinn Keflavík hafa tvístrast vegna málsins hún lögð í einelti. 18. janúar 2018 19:33