Ákærður lögreglumaður var að elta mann sem gekk berserksgang á gröfu Birgir Olgeirsson skrifar 31. janúar 2019 16:46 Lögreglumaðurinn er sagður ekki hafa gætt lögmætra aðferða þegar bíllinn var þvingaður af veginum. Vísir/Vilhelm Mál sem lögreglumaður er ákærður fyrir á Suðurlandi tengist manni sem gekk berserksgang með tveggja tonna gröfu við heimilið sitt í maí í fyrra. Lögreglumaðurinn er ákærður fyrir að hafa ekki gætt lögmætra aðferða þegar hann ók þrívegis á vinstra afturhorn bifreiðar mannsins til að stöðva för hans á Þjórsárdalsvegi. Á Facebook-síðunni Lögga á vakt er fjallað um málið í dag en þar er vísað í færslu frá lögreglunni á Suðurlandi frá þrettánda maí í fyrra sem sagði frá útkalli lögreglu í Biskupstungum vegna ölvaðs manns sem þar gekk berserksgang með tveggja tonna gröfu við heimili sitt. Í tilkynningu lögreglu kom fram að á vettvangi mættu lögreglumenn manninum á bíl og voru honum gefin stöðvunarmerki sem hann sinnti ekki heldur ók á undan lögreglu áleiðis eftir Skálholtsvegi og upp í Þjórsárdal. Sagði í tilkynningu lögreglunnar að reynt hafi verið að komast fram fyrir bifreið mannsins en maðurinn þvingaði lögreglubifreiðina út fyrir veg. Í ljósi ástands mannsins, aksturslags og þeirrar almennu umferðar sem þarna á leið um var ákveðið að beita lögreglubifreiðinni til að stöðva akstur mannsins. Var það gert á Þjórsárdalsvegi en við það valt bifreið mannsins. Samkvæmt ákærunni var lögreglumaðurinn á 95 kílómetra hraða á klukkustund þegar hann ók þrívegis á bifreið mannsins með þeim afleiðingum að hún snerist á veginum, fór út af honum, valt tvær veltur og endaði á réttum kili. Hlaut maðurinn brot á sjöunda hálslið og tíu sentímetra langt sár á hnakka sem var opið inn að höfuðkúpu. Maðurinn sem um ræðir skipaði á þessum tíma annað sæti á lista Nýs afls fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Bláskógabyggð en ákveðið var að víkja honum af lista í kjölfar málsins. Bláskógabyggð Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglumaður sakaður um að beita ólögmætum aðferðum við að þvinga bíl af veginum Ökumaðurinn brotnaði á hálslið og hlaut langt sár á hnakka sem var opið inn að höfuðkúpu. 28. janúar 2019 14:08 Mannlegur harmleikur í Bláskógabyggð Ákvörðun verður tekin í kvöld um framboð manns sem skipar annað sætið á lista Nýs afls í Bláskógabyggð fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 26. maí. 14. maí 2018 18:45 Nýtt afl óskar eftir því að Ingvar Örn stigi til hliðar Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nýju afli í Bláskógabyggð. 14. maí 2018 21:55 Formaður Landssambands lögreglumanna undrandi á ákæru á hendur lögreglumanni Snorri Magnússon tjáði sig um ákæru héraðssaksóknara á hendur lögreglumanni á Suðurlandi í dag. 28. janúar 2019 20:24 Töldu ekki tilefni til að bregðast við vegna ákæru Fullyrða að ökumaðurinn hafi verið ölvaður undir stýri. 29. janúar 2019 10:25 Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Fleiri fréttir Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Sjá meira
Mál sem lögreglumaður er ákærður fyrir á Suðurlandi tengist manni sem gekk berserksgang með tveggja tonna gröfu við heimilið sitt í maí í fyrra. Lögreglumaðurinn er ákærður fyrir að hafa ekki gætt lögmætra aðferða þegar hann ók þrívegis á vinstra afturhorn bifreiðar mannsins til að stöðva för hans á Þjórsárdalsvegi. Á Facebook-síðunni Lögga á vakt er fjallað um málið í dag en þar er vísað í færslu frá lögreglunni á Suðurlandi frá þrettánda maí í fyrra sem sagði frá útkalli lögreglu í Biskupstungum vegna ölvaðs manns sem þar gekk berserksgang með tveggja tonna gröfu við heimili sitt. Í tilkynningu lögreglu kom fram að á vettvangi mættu lögreglumenn manninum á bíl og voru honum gefin stöðvunarmerki sem hann sinnti ekki heldur ók á undan lögreglu áleiðis eftir Skálholtsvegi og upp í Þjórsárdal. Sagði í tilkynningu lögreglunnar að reynt hafi verið að komast fram fyrir bifreið mannsins en maðurinn þvingaði lögreglubifreiðina út fyrir veg. Í ljósi ástands mannsins, aksturslags og þeirrar almennu umferðar sem þarna á leið um var ákveðið að beita lögreglubifreiðinni til að stöðva akstur mannsins. Var það gert á Þjórsárdalsvegi en við það valt bifreið mannsins. Samkvæmt ákærunni var lögreglumaðurinn á 95 kílómetra hraða á klukkustund þegar hann ók þrívegis á bifreið mannsins með þeim afleiðingum að hún snerist á veginum, fór út af honum, valt tvær veltur og endaði á réttum kili. Hlaut maðurinn brot á sjöunda hálslið og tíu sentímetra langt sár á hnakka sem var opið inn að höfuðkúpu. Maðurinn sem um ræðir skipaði á þessum tíma annað sæti á lista Nýs afls fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Bláskógabyggð en ákveðið var að víkja honum af lista í kjölfar málsins.
Bláskógabyggð Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglumaður sakaður um að beita ólögmætum aðferðum við að þvinga bíl af veginum Ökumaðurinn brotnaði á hálslið og hlaut langt sár á hnakka sem var opið inn að höfuðkúpu. 28. janúar 2019 14:08 Mannlegur harmleikur í Bláskógabyggð Ákvörðun verður tekin í kvöld um framboð manns sem skipar annað sætið á lista Nýs afls í Bláskógabyggð fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 26. maí. 14. maí 2018 18:45 Nýtt afl óskar eftir því að Ingvar Örn stigi til hliðar Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nýju afli í Bláskógabyggð. 14. maí 2018 21:55 Formaður Landssambands lögreglumanna undrandi á ákæru á hendur lögreglumanni Snorri Magnússon tjáði sig um ákæru héraðssaksóknara á hendur lögreglumanni á Suðurlandi í dag. 28. janúar 2019 20:24 Töldu ekki tilefni til að bregðast við vegna ákæru Fullyrða að ökumaðurinn hafi verið ölvaður undir stýri. 29. janúar 2019 10:25 Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Fleiri fréttir Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Sjá meira
Lögreglumaður sakaður um að beita ólögmætum aðferðum við að þvinga bíl af veginum Ökumaðurinn brotnaði á hálslið og hlaut langt sár á hnakka sem var opið inn að höfuðkúpu. 28. janúar 2019 14:08
Mannlegur harmleikur í Bláskógabyggð Ákvörðun verður tekin í kvöld um framboð manns sem skipar annað sætið á lista Nýs afls í Bláskógabyggð fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 26. maí. 14. maí 2018 18:45
Nýtt afl óskar eftir því að Ingvar Örn stigi til hliðar Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nýju afli í Bláskógabyggð. 14. maí 2018 21:55
Formaður Landssambands lögreglumanna undrandi á ákæru á hendur lögreglumanni Snorri Magnússon tjáði sig um ákæru héraðssaksóknara á hendur lögreglumanni á Suðurlandi í dag. 28. janúar 2019 20:24
Töldu ekki tilefni til að bregðast við vegna ákæru Fullyrða að ökumaðurinn hafi verið ölvaður undir stýri. 29. janúar 2019 10:25
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent