Sambýliskona meints höfuðpaurs fær ekki bílinn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. janúar 2019 19:09 Rannsókn lögreglu á málinu hefur staðið yfir í nokkurn tíma. Fréttablaðið/Ernir Lögreglan þarf ekki að aflétta haldi á bifreið sambýliskonu mannsins sem talinn er vera höfuðpaurinn í Euro Market málinu svokallaða. Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms þess efnis í gær. Lagt var hald á bifreiðina þegar sambýlismaður konunnar, ásamt fjórum öðrum pólskum ríkisborgurum, voru handteknir í afar umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar í samvinnu við pólsk og hollensk lögregluyfirvöld, fyrir um ári síðan. Benti lögmaður konunnar á þá staðreynd að langt væri liðið frá því að lagt hafi verið hald á bílinn, auk annars bíls í eigu fjölskyldunnar, og því hefði konan engan bíl til umráða hér á landi. Auðvelt væri að sannreyna hvernig konan hafi greitt fyrir bílinn auk þess sem að lögreglu stæði til boða vægari úrræði til þess að koma í veg fyrir að konan eða maðurinn myndu losa sig við bílinn. Í greinargerð lögreglu sem lagð var fyrir héraðsdóms segir að konan njóti réttarstöðu sakbornings í tengslum við peningaþvætti við fasteignakaup þar sem greiðslur við kaupsamning og afsal hafi alfarið verið fjármagnaðar með reiðufé, auk fleiri tilvika, þar sem umrædd bifreið komi meðal annars við sögu. Lögregla telji að rökstuddur grunur sé að sala á bílnum hafi verið málamyndunargjörningur. Þáttur konunnar í þessum málum sé til rannsóknar en hún segist hafa tekið við miklu fjármagni frá fjölskyldu sinni, þar á meðal móður, afa og bróður. Þá er einnig til rannsóknar þriggja milljóna króna millifærsla til þriðja aðila sem konan segir að gæti hafa tengst múrvinnu en að öðru leyti bar hún við minnisleysi um millifærsluna vegna bílslyss sem hún varð fyrir. Lögreglan telur þessar skýringar vera ótrúverðugar. Þá segir einnig að rannsókn lögreglu í Euro Market málinu sé á lokametrunum en hún sé umfangsmikil og teygi sig til nokkura ríkja í samvinnu við erlend lögregluyfirvöld. Lagðist lögreglan gekk því að haldi hennar á bifreiðinni yrði aflétt. Héraðsdómur féllst á röksemdir lögreglunnar og Landsréttur staðfesti úrskurðinn í gær, sem fyrr segir. Dómsmál Tengdar fréttir Staðsetningarbúnaður settur á eiganda Euro Market Eigandi Euromarket var handtekinn í viðamiklum aðgerðum lögreglu- og tollyfirvalda í desember síðastliðnum grunaður um aðild að alþjóðlegum glæpasamtökum sem hafa stundað peningaþvætti á Íslandi. 7. febrúar 2018 14:17 Meintur höfuðpaur í Euro Market-málinu verður ekki framseldur til Póllands Lögmaður mannsins fagnar niðurstöðunni en bendir á að enn bóli ekki á ákæru í málinu. 9. október 2018 19:11 Ráðuneytið gerir aðra tilraun til að framselja manninn til Póllands Dómsmálaráðuneytið hyggst freista þess að nýju að framselja meintan höfuðpaur í Euromarket-málinu svokallaða til Póllands að kröfu þarlendra yfirvalda. 15. október 2018 06:00 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Fleiri fréttir Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Sjá meira
Lögreglan þarf ekki að aflétta haldi á bifreið sambýliskonu mannsins sem talinn er vera höfuðpaurinn í Euro Market málinu svokallaða. Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms þess efnis í gær. Lagt var hald á bifreiðina þegar sambýlismaður konunnar, ásamt fjórum öðrum pólskum ríkisborgurum, voru handteknir í afar umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar í samvinnu við pólsk og hollensk lögregluyfirvöld, fyrir um ári síðan. Benti lögmaður konunnar á þá staðreynd að langt væri liðið frá því að lagt hafi verið hald á bílinn, auk annars bíls í eigu fjölskyldunnar, og því hefði konan engan bíl til umráða hér á landi. Auðvelt væri að sannreyna hvernig konan hafi greitt fyrir bílinn auk þess sem að lögreglu stæði til boða vægari úrræði til þess að koma í veg fyrir að konan eða maðurinn myndu losa sig við bílinn. Í greinargerð lögreglu sem lagð var fyrir héraðsdóms segir að konan njóti réttarstöðu sakbornings í tengslum við peningaþvætti við fasteignakaup þar sem greiðslur við kaupsamning og afsal hafi alfarið verið fjármagnaðar með reiðufé, auk fleiri tilvika, þar sem umrædd bifreið komi meðal annars við sögu. Lögregla telji að rökstuddur grunur sé að sala á bílnum hafi verið málamyndunargjörningur. Þáttur konunnar í þessum málum sé til rannsóknar en hún segist hafa tekið við miklu fjármagni frá fjölskyldu sinni, þar á meðal móður, afa og bróður. Þá er einnig til rannsóknar þriggja milljóna króna millifærsla til þriðja aðila sem konan segir að gæti hafa tengst múrvinnu en að öðru leyti bar hún við minnisleysi um millifærsluna vegna bílslyss sem hún varð fyrir. Lögreglan telur þessar skýringar vera ótrúverðugar. Þá segir einnig að rannsókn lögreglu í Euro Market málinu sé á lokametrunum en hún sé umfangsmikil og teygi sig til nokkura ríkja í samvinnu við erlend lögregluyfirvöld. Lagðist lögreglan gekk því að haldi hennar á bifreiðinni yrði aflétt. Héraðsdómur féllst á röksemdir lögreglunnar og Landsréttur staðfesti úrskurðinn í gær, sem fyrr segir.
Dómsmál Tengdar fréttir Staðsetningarbúnaður settur á eiganda Euro Market Eigandi Euromarket var handtekinn í viðamiklum aðgerðum lögreglu- og tollyfirvalda í desember síðastliðnum grunaður um aðild að alþjóðlegum glæpasamtökum sem hafa stundað peningaþvætti á Íslandi. 7. febrúar 2018 14:17 Meintur höfuðpaur í Euro Market-málinu verður ekki framseldur til Póllands Lögmaður mannsins fagnar niðurstöðunni en bendir á að enn bóli ekki á ákæru í málinu. 9. október 2018 19:11 Ráðuneytið gerir aðra tilraun til að framselja manninn til Póllands Dómsmálaráðuneytið hyggst freista þess að nýju að framselja meintan höfuðpaur í Euromarket-málinu svokallaða til Póllands að kröfu þarlendra yfirvalda. 15. október 2018 06:00 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Fleiri fréttir Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Sjá meira
Staðsetningarbúnaður settur á eiganda Euro Market Eigandi Euromarket var handtekinn í viðamiklum aðgerðum lögreglu- og tollyfirvalda í desember síðastliðnum grunaður um aðild að alþjóðlegum glæpasamtökum sem hafa stundað peningaþvætti á Íslandi. 7. febrúar 2018 14:17
Meintur höfuðpaur í Euro Market-málinu verður ekki framseldur til Póllands Lögmaður mannsins fagnar niðurstöðunni en bendir á að enn bóli ekki á ákæru í málinu. 9. október 2018 19:11
Ráðuneytið gerir aðra tilraun til að framselja manninn til Póllands Dómsmálaráðuneytið hyggst freista þess að nýju að framselja meintan höfuðpaur í Euromarket-málinu svokallaða til Póllands að kröfu þarlendra yfirvalda. 15. október 2018 06:00