Sambýliskona meints höfuðpaurs fær ekki bílinn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. janúar 2019 19:09 Rannsókn lögreglu á málinu hefur staðið yfir í nokkurn tíma. Fréttablaðið/Ernir Lögreglan þarf ekki að aflétta haldi á bifreið sambýliskonu mannsins sem talinn er vera höfuðpaurinn í Euro Market málinu svokallaða. Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms þess efnis í gær. Lagt var hald á bifreiðina þegar sambýlismaður konunnar, ásamt fjórum öðrum pólskum ríkisborgurum, voru handteknir í afar umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar í samvinnu við pólsk og hollensk lögregluyfirvöld, fyrir um ári síðan. Benti lögmaður konunnar á þá staðreynd að langt væri liðið frá því að lagt hafi verið hald á bílinn, auk annars bíls í eigu fjölskyldunnar, og því hefði konan engan bíl til umráða hér á landi. Auðvelt væri að sannreyna hvernig konan hafi greitt fyrir bílinn auk þess sem að lögreglu stæði til boða vægari úrræði til þess að koma í veg fyrir að konan eða maðurinn myndu losa sig við bílinn. Í greinargerð lögreglu sem lagð var fyrir héraðsdóms segir að konan njóti réttarstöðu sakbornings í tengslum við peningaþvætti við fasteignakaup þar sem greiðslur við kaupsamning og afsal hafi alfarið verið fjármagnaðar með reiðufé, auk fleiri tilvika, þar sem umrædd bifreið komi meðal annars við sögu. Lögregla telji að rökstuddur grunur sé að sala á bílnum hafi verið málamyndunargjörningur. Þáttur konunnar í þessum málum sé til rannsóknar en hún segist hafa tekið við miklu fjármagni frá fjölskyldu sinni, þar á meðal móður, afa og bróður. Þá er einnig til rannsóknar þriggja milljóna króna millifærsla til þriðja aðila sem konan segir að gæti hafa tengst múrvinnu en að öðru leyti bar hún við minnisleysi um millifærsluna vegna bílslyss sem hún varð fyrir. Lögreglan telur þessar skýringar vera ótrúverðugar. Þá segir einnig að rannsókn lögreglu í Euro Market málinu sé á lokametrunum en hún sé umfangsmikil og teygi sig til nokkura ríkja í samvinnu við erlend lögregluyfirvöld. Lagðist lögreglan gekk því að haldi hennar á bifreiðinni yrði aflétt. Héraðsdómur féllst á röksemdir lögreglunnar og Landsréttur staðfesti úrskurðinn í gær, sem fyrr segir. Dómsmál Tengdar fréttir Staðsetningarbúnaður settur á eiganda Euro Market Eigandi Euromarket var handtekinn í viðamiklum aðgerðum lögreglu- og tollyfirvalda í desember síðastliðnum grunaður um aðild að alþjóðlegum glæpasamtökum sem hafa stundað peningaþvætti á Íslandi. 7. febrúar 2018 14:17 Meintur höfuðpaur í Euro Market-málinu verður ekki framseldur til Póllands Lögmaður mannsins fagnar niðurstöðunni en bendir á að enn bóli ekki á ákæru í málinu. 9. október 2018 19:11 Ráðuneytið gerir aðra tilraun til að framselja manninn til Póllands Dómsmálaráðuneytið hyggst freista þess að nýju að framselja meintan höfuðpaur í Euromarket-málinu svokallaða til Póllands að kröfu þarlendra yfirvalda. 15. október 2018 06:00 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Lögreglan þarf ekki að aflétta haldi á bifreið sambýliskonu mannsins sem talinn er vera höfuðpaurinn í Euro Market málinu svokallaða. Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms þess efnis í gær. Lagt var hald á bifreiðina þegar sambýlismaður konunnar, ásamt fjórum öðrum pólskum ríkisborgurum, voru handteknir í afar umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar í samvinnu við pólsk og hollensk lögregluyfirvöld, fyrir um ári síðan. Benti lögmaður konunnar á þá staðreynd að langt væri liðið frá því að lagt hafi verið hald á bílinn, auk annars bíls í eigu fjölskyldunnar, og því hefði konan engan bíl til umráða hér á landi. Auðvelt væri að sannreyna hvernig konan hafi greitt fyrir bílinn auk þess sem að lögreglu stæði til boða vægari úrræði til þess að koma í veg fyrir að konan eða maðurinn myndu losa sig við bílinn. Í greinargerð lögreglu sem lagð var fyrir héraðsdóms segir að konan njóti réttarstöðu sakbornings í tengslum við peningaþvætti við fasteignakaup þar sem greiðslur við kaupsamning og afsal hafi alfarið verið fjármagnaðar með reiðufé, auk fleiri tilvika, þar sem umrædd bifreið komi meðal annars við sögu. Lögregla telji að rökstuddur grunur sé að sala á bílnum hafi verið málamyndunargjörningur. Þáttur konunnar í þessum málum sé til rannsóknar en hún segist hafa tekið við miklu fjármagni frá fjölskyldu sinni, þar á meðal móður, afa og bróður. Þá er einnig til rannsóknar þriggja milljóna króna millifærsla til þriðja aðila sem konan segir að gæti hafa tengst múrvinnu en að öðru leyti bar hún við minnisleysi um millifærsluna vegna bílslyss sem hún varð fyrir. Lögreglan telur þessar skýringar vera ótrúverðugar. Þá segir einnig að rannsókn lögreglu í Euro Market málinu sé á lokametrunum en hún sé umfangsmikil og teygi sig til nokkura ríkja í samvinnu við erlend lögregluyfirvöld. Lagðist lögreglan gekk því að haldi hennar á bifreiðinni yrði aflétt. Héraðsdómur féllst á röksemdir lögreglunnar og Landsréttur staðfesti úrskurðinn í gær, sem fyrr segir.
Dómsmál Tengdar fréttir Staðsetningarbúnaður settur á eiganda Euro Market Eigandi Euromarket var handtekinn í viðamiklum aðgerðum lögreglu- og tollyfirvalda í desember síðastliðnum grunaður um aðild að alþjóðlegum glæpasamtökum sem hafa stundað peningaþvætti á Íslandi. 7. febrúar 2018 14:17 Meintur höfuðpaur í Euro Market-málinu verður ekki framseldur til Póllands Lögmaður mannsins fagnar niðurstöðunni en bendir á að enn bóli ekki á ákæru í málinu. 9. október 2018 19:11 Ráðuneytið gerir aðra tilraun til að framselja manninn til Póllands Dómsmálaráðuneytið hyggst freista þess að nýju að framselja meintan höfuðpaur í Euromarket-málinu svokallaða til Póllands að kröfu þarlendra yfirvalda. 15. október 2018 06:00 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Staðsetningarbúnaður settur á eiganda Euro Market Eigandi Euromarket var handtekinn í viðamiklum aðgerðum lögreglu- og tollyfirvalda í desember síðastliðnum grunaður um aðild að alþjóðlegum glæpasamtökum sem hafa stundað peningaþvætti á Íslandi. 7. febrúar 2018 14:17
Meintur höfuðpaur í Euro Market-málinu verður ekki framseldur til Póllands Lögmaður mannsins fagnar niðurstöðunni en bendir á að enn bóli ekki á ákæru í málinu. 9. október 2018 19:11
Ráðuneytið gerir aðra tilraun til að framselja manninn til Póllands Dómsmálaráðuneytið hyggst freista þess að nýju að framselja meintan höfuðpaur í Euromarket-málinu svokallaða til Póllands að kröfu þarlendra yfirvalda. 15. október 2018 06:00