Stúdentar mega ekki hafa það gott Elísabet Brynjarsdóttir skrifar 21. janúar 2019 07:00 Á síðasta ári fór Stúdentaráð Háskóla Íslands af stað með verkefni í samstarfi við Reykjavíkurborg og Íbúa ses. Verkefnið nefndist Háskólinn okkar og snerist í stuttu máli um að auka lýðræðislega þátttöku innan veggja Háskólans í málefnum stúdenta og að gera hagsmunabaráttu stúdenta aðgengilegri og gagnsærri. Meginmarkmið okkar með því verkefni var að efla stúdenta í hagsmunabaráttu sem varðar okkur öll, hvetja til lýðræðislegrar þátttöku, tengja stúdenta saman á vettvangi þar sem hægt er að rökræða málefni og forgangsraða þeim. Allt er þetta í þágu stúdenta með það að leiðarljósi að bæta háskólann og umhverfi okkar. Með þessu vonaðist Stúdentaráð sömuleiðis til að standa fyrir aðgengilegri hagsmunabaráttu. Verkefnið Ódýrara að lifa sem námsmaður var sigur úr býtum og næst kom Lánasjóðurinn okkar - raunverulegur stuðningur við nemendur. Þessi tvö málefni tengjast óneitanlega, þar sem takmörkuð framfærsla lánasjóðsins og skerðing frítekjumarksins hefur áhrif á lífsgæði okkar og því viljum við umhverfi þar sem er ódýrara að vera námsmaður, til dæmis með sérstökum afsláttum fyrir stúdenta. Stúdentaráð lagði því af stað í mikla undirbúningsvinnu. Ákveðið var að einblína á úthlutunarreglur Lánasjóðsins, þar sem þeim er breytt árlega og við höfum þar raunverulegt tækifæri til áhrifa. Leitast var eftir samstarfi við Landsamtök íslenskra stúdenta (LÍS) þar sem þetta er málefni sem snertir alla stúdenta Íslands. Herferðin er því farin fyrir hönd allra stúdenta Íslands undir formerkjum LÍS. Herferðin sem fer nú af stað snýst um að hækka frítekjumarkið, sem myndi valda minni skerðingu á framfærslu námsmanna, og því að framfærslan hækki. Þetta eru gífurlegir hagsmunir stúdenta sem eru að veði hér, þar sem raunverulegur fjárhagslegur stuðningur gerir stúdentum kleift að eyða tíma í lærdóm og menntun. Við skulum heldur ekki gleyma því að þetta eru lán, sem stúdentar þurfa að borga til baka. Það mætti halda að miðað við uppbyggingu sjóðsins að stúdentar megi ekki hafa það gott. Stúdentar mega ekki fá lán sem myndi raunverulega framfleyta þeim. Lán, sem er borgað til baka. Stúdentar þurfa að velja á milli þess að læra eða lifa. Það er kominn tími til breytinga. Fyrir hönd Stúdentaráðs, Elísabet Brynjarsdóttir Forseti StúdentaráðsÞessi grein er hluti af greinaröð herferðar Landssamtaka íslenskra stúdenta um bættan Lánasjóð íslenskra námsmanna. Berjumst saman fyrir #betraLÍN Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Á síðasta ári fór Stúdentaráð Háskóla Íslands af stað með verkefni í samstarfi við Reykjavíkurborg og Íbúa ses. Verkefnið nefndist Háskólinn okkar og snerist í stuttu máli um að auka lýðræðislega þátttöku innan veggja Háskólans í málefnum stúdenta og að gera hagsmunabaráttu stúdenta aðgengilegri og gagnsærri. Meginmarkmið okkar með því verkefni var að efla stúdenta í hagsmunabaráttu sem varðar okkur öll, hvetja til lýðræðislegrar þátttöku, tengja stúdenta saman á vettvangi þar sem hægt er að rökræða málefni og forgangsraða þeim. Allt er þetta í þágu stúdenta með það að leiðarljósi að bæta háskólann og umhverfi okkar. Með þessu vonaðist Stúdentaráð sömuleiðis til að standa fyrir aðgengilegri hagsmunabaráttu. Verkefnið Ódýrara að lifa sem námsmaður var sigur úr býtum og næst kom Lánasjóðurinn okkar - raunverulegur stuðningur við nemendur. Þessi tvö málefni tengjast óneitanlega, þar sem takmörkuð framfærsla lánasjóðsins og skerðing frítekjumarksins hefur áhrif á lífsgæði okkar og því viljum við umhverfi þar sem er ódýrara að vera námsmaður, til dæmis með sérstökum afsláttum fyrir stúdenta. Stúdentaráð lagði því af stað í mikla undirbúningsvinnu. Ákveðið var að einblína á úthlutunarreglur Lánasjóðsins, þar sem þeim er breytt árlega og við höfum þar raunverulegt tækifæri til áhrifa. Leitast var eftir samstarfi við Landsamtök íslenskra stúdenta (LÍS) þar sem þetta er málefni sem snertir alla stúdenta Íslands. Herferðin er því farin fyrir hönd allra stúdenta Íslands undir formerkjum LÍS. Herferðin sem fer nú af stað snýst um að hækka frítekjumarkið, sem myndi valda minni skerðingu á framfærslu námsmanna, og því að framfærslan hækki. Þetta eru gífurlegir hagsmunir stúdenta sem eru að veði hér, þar sem raunverulegur fjárhagslegur stuðningur gerir stúdentum kleift að eyða tíma í lærdóm og menntun. Við skulum heldur ekki gleyma því að þetta eru lán, sem stúdentar þurfa að borga til baka. Það mætti halda að miðað við uppbyggingu sjóðsins að stúdentar megi ekki hafa það gott. Stúdentar mega ekki fá lán sem myndi raunverulega framfleyta þeim. Lán, sem er borgað til baka. Stúdentar þurfa að velja á milli þess að læra eða lifa. Það er kominn tími til breytinga. Fyrir hönd Stúdentaráðs, Elísabet Brynjarsdóttir Forseti StúdentaráðsÞessi grein er hluti af greinaröð herferðar Landssamtaka íslenskra stúdenta um bættan Lánasjóð íslenskra námsmanna. Berjumst saman fyrir #betraLÍN
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar