Ofureinföldun Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 22. janúar 2019 07:30 Í nýlegri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða er að finna ævintýralega einföldun á þeim flóknu líffræðilegu ferlum sem eiga sér stað í vistkerfum sjávar við Íslandsstrendur. Í skýrslunni eru víðtækar ályktanir dregnar af einföldum reiknidæmum um afrán hvala sem byggja á tveggja áratuga gömlum gögnum og aðferðum. Í raun sætir það furðu að skýrsluhöfundar hafi ekki vandað betur til verka í útreikningum sínum, til dæmis með víðtækara samráði við sérfræðinga í sjávarlíffræði og vistfræði, og með því að afla sér nýjustu þekkingar á hlutverki hvala í lífkerfum sjávar, enda er sá kafli skýrslunnar sá eini sem í raun krefst vísindalegrar nálgunar og vinnubragða. Aðrir kaflar hennar — sem eru ágætir — byggja ýmist á opinberum gögnum, sögulegu yfirliti eða túlkun höfunda. Ef markmiðið var að færa atvinnuvegaráðuneytinu leiðarvísi að mótun framtíðarskipulags hvalveiða hér á landi þá hefur Hagfræðistofnun mistekist ætlunarverkið, og ráðuneytið fengið í hendurnar plagg sem ætti undir öllum eðlilegum kringumstæðum að hafa lítið sem ekkert vægi í umræðunni um framtíð hvalveiða á Íslandi. Það eru þó ekki aðeins sjálfar niðurstöður skýrslunnar og aðferðir höfunda hennar sem eru vafasamar. Það sem ekki er fjallað um skiptir máli. Í skýrslunni er ekki minnst einu orði á þær miklu breytingar sem eiga sér stað í lífríki hafsins með hlýnun sjávar. Breytingar sem meðal annars taka til útbreiðslu fiskistofna og munu „torvelda mjög allt mat á áhrifum hvalveiða á lífríkið og afrakstur fiskistofna“, eins og segir í frétt Hafrannsóknastofnunar. Óvissuþættirnir eru einfaldlega of margir til þess að hægt sé að horfa fram hjá þeim. Sú staðreynd að það sé gert gerir skýrslu Hagfræðistofnunar að litlu öðru en hugaræfingu um hvalveiðar í heimi sem ekki stendur frammi fyrir hrörnun og breytingu vistkerfa á heimsvísu. Jafnframt er ómögulegt að horfa fram hjá siðferðilegum álitamálum þegar hvalveiðar eru annars vegar. Ef hægt er að velta upp hugmyndum um lagasetningu til að sporna við hryðjuverkastarfsemi róttækra náttúruverndarsinna, líkt og gert er í skýrslunni, þá ætti sannarlega að vera hægt að fjalla um ný vísindi um vitsmuni þessara spendýra og margslungið hegðunarmynstur. Skýrslan dregur óneitanlega dám af þeirri skaðlegu og aldagömlu hugmynd að manneskjan sé á einhvern hátt ofar öðrum lífverum sett. Að náttúran sé auðlind sem óhætt sé að hagnýta út í hið ýtrasta. Blessunarlega eru slíkar hugmyndir á undanhaldi. Það að einblína aðeins á stofnstærð eða heildaráhrif og hundsa velferð hvers einstaklings er vitnisburður um bjagað gildismat, það gengur þvert gegn nútíma þekkingu og á lítið erindi í upplýsta umræðu um samspil mannskepnunnar og náttúrunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Skoðun Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Í nýlegri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða er að finna ævintýralega einföldun á þeim flóknu líffræðilegu ferlum sem eiga sér stað í vistkerfum sjávar við Íslandsstrendur. Í skýrslunni eru víðtækar ályktanir dregnar af einföldum reiknidæmum um afrán hvala sem byggja á tveggja áratuga gömlum gögnum og aðferðum. Í raun sætir það furðu að skýrsluhöfundar hafi ekki vandað betur til verka í útreikningum sínum, til dæmis með víðtækara samráði við sérfræðinga í sjávarlíffræði og vistfræði, og með því að afla sér nýjustu þekkingar á hlutverki hvala í lífkerfum sjávar, enda er sá kafli skýrslunnar sá eini sem í raun krefst vísindalegrar nálgunar og vinnubragða. Aðrir kaflar hennar — sem eru ágætir — byggja ýmist á opinberum gögnum, sögulegu yfirliti eða túlkun höfunda. Ef markmiðið var að færa atvinnuvegaráðuneytinu leiðarvísi að mótun framtíðarskipulags hvalveiða hér á landi þá hefur Hagfræðistofnun mistekist ætlunarverkið, og ráðuneytið fengið í hendurnar plagg sem ætti undir öllum eðlilegum kringumstæðum að hafa lítið sem ekkert vægi í umræðunni um framtíð hvalveiða á Íslandi. Það eru þó ekki aðeins sjálfar niðurstöður skýrslunnar og aðferðir höfunda hennar sem eru vafasamar. Það sem ekki er fjallað um skiptir máli. Í skýrslunni er ekki minnst einu orði á þær miklu breytingar sem eiga sér stað í lífríki hafsins með hlýnun sjávar. Breytingar sem meðal annars taka til útbreiðslu fiskistofna og munu „torvelda mjög allt mat á áhrifum hvalveiða á lífríkið og afrakstur fiskistofna“, eins og segir í frétt Hafrannsóknastofnunar. Óvissuþættirnir eru einfaldlega of margir til þess að hægt sé að horfa fram hjá þeim. Sú staðreynd að það sé gert gerir skýrslu Hagfræðistofnunar að litlu öðru en hugaræfingu um hvalveiðar í heimi sem ekki stendur frammi fyrir hrörnun og breytingu vistkerfa á heimsvísu. Jafnframt er ómögulegt að horfa fram hjá siðferðilegum álitamálum þegar hvalveiðar eru annars vegar. Ef hægt er að velta upp hugmyndum um lagasetningu til að sporna við hryðjuverkastarfsemi róttækra náttúruverndarsinna, líkt og gert er í skýrslunni, þá ætti sannarlega að vera hægt að fjalla um ný vísindi um vitsmuni þessara spendýra og margslungið hegðunarmynstur. Skýrslan dregur óneitanlega dám af þeirri skaðlegu og aldagömlu hugmynd að manneskjan sé á einhvern hátt ofar öðrum lífverum sett. Að náttúran sé auðlind sem óhætt sé að hagnýta út í hið ýtrasta. Blessunarlega eru slíkar hugmyndir á undanhaldi. Það að einblína aðeins á stofnstærð eða heildaráhrif og hundsa velferð hvers einstaklings er vitnisburður um bjagað gildismat, það gengur þvert gegn nútíma þekkingu og á lítið erindi í upplýsta umræðu um samspil mannskepnunnar og náttúrunnar.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar