Nektarmálverk og brjóstabylting Nanna Hermannsdóttir skrifar 22. janúar 2019 10:55 Ætli ein mest deilda frétt helgarinnar hafi ekki verið sú að opinber stofnun hafi tekið tillit til beiðni starfsmanna og fjarlægt listaverk af nöktum konum af skrifstofum yfirmanna. Myndirnar höfðu valdið starfsmönnum óþægindum. Þó mig hafi klæjað í puttana hef ég ekki nennt að svara þeim röddum sem vilja stimpla þetta sem viðkvæmni hjá starfsmönnunum. Í morgunútvarpi Rásar 2 í gærmorgun tengdi listamaðurinn Goddur ákvörðun stofnunarinnar við frelsun geirvörtunnar og feminíska baráttu. Sambærileg rök komu fram í Kastljósi gærkvöldsins frá safnstjóra Listasafns Reykjavíkur, Ólöfu Sigurðardóttur. Þá fóru fingurnir að hreyfast á lyklaborðinu.Ég vil því vekja athygli á eftirfarandi: Það er sorglegt að heyra einhvern nota nafn brjóstabyltingarinnar til þess að réttlæta sjónarmið sem hún snerist í raun gegn.#FreeTheNipple snýst um að rétt kvenna til að stjórna því hvernig brjóst þeirra eru sýnd og skilgreind. Brjóstabyltingin snýst ekki um að karlar megi núna hafa naktar konur á skrifstofunni sinni ef undirmönnum þeirra og samstarfsfélögum finnist það óþægilegt. Verkefnið Demoncrazy (sem Goddur vísar í), gengur jafnframt út á að berbrjósta ungar konur ögri þeirri jakkafataklæddu, miðaldra og karlkyns ímynd valdsins sem þær hafa alist upp við. Markmiðið er ekki að ýta undir valdaójafnvægi með því að ögra kvenkyns starfsmönnum. Vandamálið er ekki listin, heldur staðsetning listarinnar, þær aðstæður og umhverfi sem hún er sýnd í. Alveg eins og þú ferð kannski ber að ofan í sund - en ert ekki ber að ofan í vinnunni. Líklega hvorugt þó ef þú ert kona. List sem veldur starfsfólki óþægindum á ekki heima uppi á vegg hjá yfirmönnum þeirra. Að kalla þetta ritskoðun sýnir að viðkomandi hefur ekki skilið um hvað málið snýst í raun. Hvort er mikilvægara: réttur fólks til þess að líða vel í sínu starfsumhverfi eða réttur yfirmanna til þess að velja listaverk á skrifstofuna sína?Höfundur er nemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein #FreeTheNipple Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Ætli ein mest deilda frétt helgarinnar hafi ekki verið sú að opinber stofnun hafi tekið tillit til beiðni starfsmanna og fjarlægt listaverk af nöktum konum af skrifstofum yfirmanna. Myndirnar höfðu valdið starfsmönnum óþægindum. Þó mig hafi klæjað í puttana hef ég ekki nennt að svara þeim röddum sem vilja stimpla þetta sem viðkvæmni hjá starfsmönnunum. Í morgunútvarpi Rásar 2 í gærmorgun tengdi listamaðurinn Goddur ákvörðun stofnunarinnar við frelsun geirvörtunnar og feminíska baráttu. Sambærileg rök komu fram í Kastljósi gærkvöldsins frá safnstjóra Listasafns Reykjavíkur, Ólöfu Sigurðardóttur. Þá fóru fingurnir að hreyfast á lyklaborðinu.Ég vil því vekja athygli á eftirfarandi: Það er sorglegt að heyra einhvern nota nafn brjóstabyltingarinnar til þess að réttlæta sjónarmið sem hún snerist í raun gegn.#FreeTheNipple snýst um að rétt kvenna til að stjórna því hvernig brjóst þeirra eru sýnd og skilgreind. Brjóstabyltingin snýst ekki um að karlar megi núna hafa naktar konur á skrifstofunni sinni ef undirmönnum þeirra og samstarfsfélögum finnist það óþægilegt. Verkefnið Demoncrazy (sem Goddur vísar í), gengur jafnframt út á að berbrjósta ungar konur ögri þeirri jakkafataklæddu, miðaldra og karlkyns ímynd valdsins sem þær hafa alist upp við. Markmiðið er ekki að ýta undir valdaójafnvægi með því að ögra kvenkyns starfsmönnum. Vandamálið er ekki listin, heldur staðsetning listarinnar, þær aðstæður og umhverfi sem hún er sýnd í. Alveg eins og þú ferð kannski ber að ofan í sund - en ert ekki ber að ofan í vinnunni. Líklega hvorugt þó ef þú ert kona. List sem veldur starfsfólki óþægindum á ekki heima uppi á vegg hjá yfirmönnum þeirra. Að kalla þetta ritskoðun sýnir að viðkomandi hefur ekki skilið um hvað málið snýst í raun. Hvort er mikilvægara: réttur fólks til þess að líða vel í sínu starfsumhverfi eða réttur yfirmanna til þess að velja listaverk á skrifstofuna sína?Höfundur er nemi.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar