Ísland veðjar á þessa fimm afreksþjálfara fyrir framtíðina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2019 17:30 Þessi fimm eru á leiðinni til Noregs en þau eru Arna Þórey Sveinbjörnsdóttir, Hermann Þór Haraldsson, Jón Gunnlaugur Viggósson, Haukur Már Ólafsson og Finnur Freyr Stefánsson. Mynd/ÍSÍ Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur átt fulltrúa í norrænni nefnd um þjálfaramenntun og þróun hennar í allmörg ár. Af því tilefni hefur sambandið veðjað á fimm afreksþjálfara sem fá tækifæri til að sækja sér reynslu og menntun fyrir framtíðina. Framtíðarþjálfararnir í ár koma úr handbolta, körfubolta, golfi, íþróttum fatlaðra og sundi. Að þessu sinni var þar enginn fótboltaþjálfari, fimleikaþjálfari eða frjálsíþróttaþjálfari svo einhverjar íþróttagreinar séu nefndar. Nefndin er nú með verkefni í gangi þar sem fimm afreksþjálfarar frá hverju landi, Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi fá sérstaka fræðslu, bæði í sínum heimalöndum og svo á tveggja daga fræðslufundi í Olympiatoppen í Noregi í lok janúar. Íslensku þjálfararnir sem taka þátt í verkefninu fyrir hönd Íslands eru þau Arna Þórey Sveinbjörnsdóttir (Sundsamband Íslands-SSÍ), Finnur Freyr Stefánsson (Körfuknattleikssamband Íslands-KKÍ), Haukur Már Ólafsson (Golfsamband Íslands-GSÍ), Hermann Þór Haraldsson (Íþróttasamband fatlaðra-ÍF) og Jón Gunnlaugur Viggósson (Handknattleikssamband Íslands-HSÍ). Þjálfararnir fimm sátu fræðslufund í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal föstudaginn 18. janúar síðastliðinn. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Fyrirlesarar á fræðslufundinum á dögunum voru þeir Viðar Halldórsson íþróttafélagsfræðingur og Daði Rafnsson íþróttasálfræðingur. Fulltrúi ÍSÍ í norrænu nefndinni er Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri og mun hann fara með þjálfarahópnum til Noregs seinna í þessum mánuði. Íþróttir Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fleiri fréttir Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Sjá meira
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur átt fulltrúa í norrænni nefnd um þjálfaramenntun og þróun hennar í allmörg ár. Af því tilefni hefur sambandið veðjað á fimm afreksþjálfara sem fá tækifæri til að sækja sér reynslu og menntun fyrir framtíðina. Framtíðarþjálfararnir í ár koma úr handbolta, körfubolta, golfi, íþróttum fatlaðra og sundi. Að þessu sinni var þar enginn fótboltaþjálfari, fimleikaþjálfari eða frjálsíþróttaþjálfari svo einhverjar íþróttagreinar séu nefndar. Nefndin er nú með verkefni í gangi þar sem fimm afreksþjálfarar frá hverju landi, Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi fá sérstaka fræðslu, bæði í sínum heimalöndum og svo á tveggja daga fræðslufundi í Olympiatoppen í Noregi í lok janúar. Íslensku þjálfararnir sem taka þátt í verkefninu fyrir hönd Íslands eru þau Arna Þórey Sveinbjörnsdóttir (Sundsamband Íslands-SSÍ), Finnur Freyr Stefánsson (Körfuknattleikssamband Íslands-KKÍ), Haukur Már Ólafsson (Golfsamband Íslands-GSÍ), Hermann Þór Haraldsson (Íþróttasamband fatlaðra-ÍF) og Jón Gunnlaugur Viggósson (Handknattleikssamband Íslands-HSÍ). Þjálfararnir fimm sátu fræðslufund í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal föstudaginn 18. janúar síðastliðinn. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Fyrirlesarar á fræðslufundinum á dögunum voru þeir Viðar Halldórsson íþróttafélagsfræðingur og Daði Rafnsson íþróttasálfræðingur. Fulltrúi ÍSÍ í norrænu nefndinni er Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri og mun hann fara með þjálfarahópnum til Noregs seinna í þessum mánuði.
Íþróttir Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fleiri fréttir Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Sjá meira