Málamiðlun demókrata og repúblikana í útgjaldadeilu líklega andvana fædd Kjartan Kjartansson skrifar 22. janúar 2019 22:49 Schumer (t.v.) og McConnell (t.h.), leiðtogar demókrata og repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings. Vísir/EPA Leiðtogar repúblikana og demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings hafa náð samkomulagi um að greiða atkvæði um tvö frumvörp sem myndu fjármagna rekstur alríkisstofnana sem hafa verið lokaðar í mánuð vegna kröfu Donalds Trump forseta um landamæramúr. Hvorugt þeirra er þó talið eiga sér viðreisnar von í þinginu. Fjármögnun um fjórðungs alríkisstofnana rann út rétt fyrir jól. Bandaríkjaþing samþykkti ekki áframhaldandi framlög til þeirra þar sem Trump forseti hótaði að synja þeim samþykkis. Ástæðan var sú að í frumvarpi sem öldungadeildin samþykkti var ekki að finna 5,7 milljarða dollara fjárveitingu sem Trump vildi fyrir múr á landamærunum að Mexíkó. Þrátefli hefur ríkt síðan. Demókratar í fulltrúadeildinni hafa lagt fram frumvörp til að fjármagna stofnanirnar en repúblikanar, sem ráða öldungadeildinni, hafa neitað að taka þau til atkvæðagreiðslu í efri deildinni. Demókratar hafa hafnað því alfarið að samþykkja fjármagn til landamæramúrs sem Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, kallar „ósiðlegan“. Nú hafa Mitch McConnell og Chuck Schumer, leiðtogar flokkanna í öldungadeildinni, samþykkt málamiðlun þar sem tvö frumvörp verða lögð fyrir deildina á fimmtudag. Annars vegar er frumvarp með fjárveitingunni sem Trump krefst og hins vegar frumvarp sem myndi fjármagna rekstur stofnananna til 8. febrúar.Tengdu óvinsælar aðgerðir við „málamiðlunartillöguna“ Fréttaskýrendum ber þó saman um að sú málamiðlun sé að líkindum andvanda fædd þar sem hvorugt frumvarpið sé líklegt til að hljóta náð fyrir augum þingheims. Frumvarp repúblikana er það sem Trump forseti kynnti í ávarpi um helgina og var af sumum lýst sem tilraun til málamiðlunar af hálfu forsetans. Það fól í sér að fólk sem kom ólöglega til Bandaríkjanna sem börn fengi tímabundna vernd fyrir brottvísun. Trump afnam áætlun Baracks Obama, fyrrverandi forseta, um vernd fyrir þann hóp innflytjenda fyrir tveimur árum. Síðan hefur þó komið í ljós að Hvíta húsið bætti við öðrum málum sem eru óvinsæl á meðal demókrata við frumvarpið. Fyrir utan fjárveitinguna til landamæramúrsins fólst í því breytingar á lögum um hælisleitendur sem myndu gera fólki mun erfiðara að sækja um hæli í Bandaríkjunum, að sögn New York Times. Þar á meðal var lagabreyting um að börn innan átján ára frá Mið-Ameríku mættu ekki sækja um hæli á landamærunum að Mexíkó. Þó að repúblikanar hafi meirihluta í öldungadeildinni þurfa þeir að reiða sig á stuðning nokkurra þingmanna demókrata til að samþykkja frumvarpið sem forsetanum þóknast. Engar líkur eru á að fulltrúadeildin, þar sem demókratar hafa meirihluta, samþykkti frumvarpið jafnvel þó að það kæmist í gegnum öldungadeildina. Að sama skapi er lítil von til þess að frumvarpið um tímabundna fjármögnun ríkisstofnana án framlags til múrsins verði samþykkt í öldungadeildinni þar sem repúblikanar halda enn tryggð við Trump forseta í deilunni. Atkvæðagreiðslur um frumvörpin tvö eiga að fara fram á fimmtudag. Fátt bendir því til að lausn á deilunni sé í sjónmáli. Átta hundruð þúsund alríkisstarfsmenn sitja því enn annað hvort heima hjá sér eða neyðast til þess að vinna launalaust þar til annað hvort Trump eða demókratar láta undan um landamæramúrinn. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump setur fram málamiðlunartillögu til þess að binda enda á lokun alríkisstofnana Demókratar þykja ekki líklegir til þess að samþykkja nýjasta útspil Trump í baráttunni um landamæramúrinn. 19. janúar 2019 21:50 Trump hefnir sín á Pelosi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sent Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar, bréf þar sem hann segist ekki geta leyft henni að fara í opinbert ferðalag á flugvélum ríkisins vegna lokunnar alríkisstofnana. 17. janúar 2019 20:38 Demókratar afturkalla boð til Trump um stefnuræðu Til stóð að Trump forseti flytti stefnuræðu 29. janúar, Forseti fulltrúadeildarinnar segir það ekki hægt vegna lokunar alríkisstofnana sem enn stendur yfir. 16. janúar 2019 16:23 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Leiðtogar repúblikana og demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings hafa náð samkomulagi um að greiða atkvæði um tvö frumvörp sem myndu fjármagna rekstur alríkisstofnana sem hafa verið lokaðar í mánuð vegna kröfu Donalds Trump forseta um landamæramúr. Hvorugt þeirra er þó talið eiga sér viðreisnar von í þinginu. Fjármögnun um fjórðungs alríkisstofnana rann út rétt fyrir jól. Bandaríkjaþing samþykkti ekki áframhaldandi framlög til þeirra þar sem Trump forseti hótaði að synja þeim samþykkis. Ástæðan var sú að í frumvarpi sem öldungadeildin samþykkti var ekki að finna 5,7 milljarða dollara fjárveitingu sem Trump vildi fyrir múr á landamærunum að Mexíkó. Þrátefli hefur ríkt síðan. Demókratar í fulltrúadeildinni hafa lagt fram frumvörp til að fjármagna stofnanirnar en repúblikanar, sem ráða öldungadeildinni, hafa neitað að taka þau til atkvæðagreiðslu í efri deildinni. Demókratar hafa hafnað því alfarið að samþykkja fjármagn til landamæramúrs sem Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, kallar „ósiðlegan“. Nú hafa Mitch McConnell og Chuck Schumer, leiðtogar flokkanna í öldungadeildinni, samþykkt málamiðlun þar sem tvö frumvörp verða lögð fyrir deildina á fimmtudag. Annars vegar er frumvarp með fjárveitingunni sem Trump krefst og hins vegar frumvarp sem myndi fjármagna rekstur stofnananna til 8. febrúar.Tengdu óvinsælar aðgerðir við „málamiðlunartillöguna“ Fréttaskýrendum ber þó saman um að sú málamiðlun sé að líkindum andvanda fædd þar sem hvorugt frumvarpið sé líklegt til að hljóta náð fyrir augum þingheims. Frumvarp repúblikana er það sem Trump forseti kynnti í ávarpi um helgina og var af sumum lýst sem tilraun til málamiðlunar af hálfu forsetans. Það fól í sér að fólk sem kom ólöglega til Bandaríkjanna sem börn fengi tímabundna vernd fyrir brottvísun. Trump afnam áætlun Baracks Obama, fyrrverandi forseta, um vernd fyrir þann hóp innflytjenda fyrir tveimur árum. Síðan hefur þó komið í ljós að Hvíta húsið bætti við öðrum málum sem eru óvinsæl á meðal demókrata við frumvarpið. Fyrir utan fjárveitinguna til landamæramúrsins fólst í því breytingar á lögum um hælisleitendur sem myndu gera fólki mun erfiðara að sækja um hæli í Bandaríkjunum, að sögn New York Times. Þar á meðal var lagabreyting um að börn innan átján ára frá Mið-Ameríku mættu ekki sækja um hæli á landamærunum að Mexíkó. Þó að repúblikanar hafi meirihluta í öldungadeildinni þurfa þeir að reiða sig á stuðning nokkurra þingmanna demókrata til að samþykkja frumvarpið sem forsetanum þóknast. Engar líkur eru á að fulltrúadeildin, þar sem demókratar hafa meirihluta, samþykkti frumvarpið jafnvel þó að það kæmist í gegnum öldungadeildina. Að sama skapi er lítil von til þess að frumvarpið um tímabundna fjármögnun ríkisstofnana án framlags til múrsins verði samþykkt í öldungadeildinni þar sem repúblikanar halda enn tryggð við Trump forseta í deilunni. Atkvæðagreiðslur um frumvörpin tvö eiga að fara fram á fimmtudag. Fátt bendir því til að lausn á deilunni sé í sjónmáli. Átta hundruð þúsund alríkisstarfsmenn sitja því enn annað hvort heima hjá sér eða neyðast til þess að vinna launalaust þar til annað hvort Trump eða demókratar láta undan um landamæramúrinn.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump setur fram málamiðlunartillögu til þess að binda enda á lokun alríkisstofnana Demókratar þykja ekki líklegir til þess að samþykkja nýjasta útspil Trump í baráttunni um landamæramúrinn. 19. janúar 2019 21:50 Trump hefnir sín á Pelosi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sent Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar, bréf þar sem hann segist ekki geta leyft henni að fara í opinbert ferðalag á flugvélum ríkisins vegna lokunnar alríkisstofnana. 17. janúar 2019 20:38 Demókratar afturkalla boð til Trump um stefnuræðu Til stóð að Trump forseti flytti stefnuræðu 29. janúar, Forseti fulltrúadeildarinnar segir það ekki hægt vegna lokunar alríkisstofnana sem enn stendur yfir. 16. janúar 2019 16:23 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Trump setur fram málamiðlunartillögu til þess að binda enda á lokun alríkisstofnana Demókratar þykja ekki líklegir til þess að samþykkja nýjasta útspil Trump í baráttunni um landamæramúrinn. 19. janúar 2019 21:50
Trump hefnir sín á Pelosi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sent Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar, bréf þar sem hann segist ekki geta leyft henni að fara í opinbert ferðalag á flugvélum ríkisins vegna lokunnar alríkisstofnana. 17. janúar 2019 20:38
Demókratar afturkalla boð til Trump um stefnuræðu Til stóð að Trump forseti flytti stefnuræðu 29. janúar, Forseti fulltrúadeildarinnar segir það ekki hægt vegna lokunar alríkisstofnana sem enn stendur yfir. 16. janúar 2019 16:23