Nota göturnar eins og „skíðasvigbraut í Bláfjöllum“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. janúar 2019 10:56 Það kyngdi niður snjó á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Vísir/Egill Umferðin gekk afar hægt á höfuðborgarsvæðinu í morgun, líkt og undanfarna daga, en að sögn yfirlögregluþjóns hjá umferðardeild er svigakstur ökumanna sem reyna að komast fram fyrir röðina einna hvimleiðastur þegar færðin er þung. Þá hefur borið á seinkunum á strætisvagnaferðum en farþegar á leið 15 úr Vesturbæ þurftu að bíða í nær fjörutíu mínútur eftir vagni á níunda tímanum.Engar tilkynningar þrátt fyrir tafir Guðmundur Heiðar Helgason upplýsingafulltrúi Strætó segir í samtali við Vísi að margir samverkandi þættir valdi iðulega seinkunum sem þessum. Mikill snjór og umferðarteppa í efri byggðum hafi til dæmis áhrif á leiðarkerfi um alla borg. „Snjórinn og færðin hægir á öllu, maður sér það alveg. Þetta verður allt miklu, miklu þyngra þannig að við þurfum að biðja alla í umferðinni að sýna þolinmæði og gefa sér extra tíma því þetta gengur allt hægar á svona dögum,“ segir Guðmundur. „Heilt yfir, í dag og í gær, eru seinkanir mjög algengar. Sérstaklega á annatímanum. Við hvetjum fólk til að nýta sér tæknina þegar það fer út og fylgjast með bílnum í rauntíma, því það eru góðar líkur á því að áætlun sumra leiða eigi eftir að raskast svolítið. Sérstaklega þegar við erum ekki með forgang eins og í Mosfellsbæ og Grafarvogi.“ Þá tekur Guðmundur undir það að betur mætti huga að tilkynningum um tafir á höfuðborgarsvæðinu en engar slíkar hafa verið birtar á miðlum Strætó það sem af er morgni, þrátt fyrir töluverðar seinkanir á leiðum.Viðbúið er að einhverjar tafir verði á ferðum strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu í dag.Vísir/vilhelmSvigaksturinn hvimleiðastur Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að umferðin í morgun hafi verið svipuð og undanfarna daga: mjög hæg. Engin slys hafi þó orðið í snjónum í morgun. „Það sem er hvimleiðast eru þeir ökumenn sem eru óþolinmóðari en aðrir og stunda svigakstur á akreinum, líkt og þeir væru á skíðasvigbraut í Bláfjöllum, og það veldur óþægindum. Það er samt vitað að þeir komast ekkert fyrr í endamarkið, þeir stoppa bara á næstu ljósum og bíða eins og aðrir. Þetta er hvimleiður akstur og óþarfaakstur miðað við þessar aðstæður.“ Rigningin á morgun stoppar stutt Áfram verður vetrarlegt á landinu í dag. Á morgun nálgast svo lægð sunnan úr hafi og skil hennar ganga inn á land. Hvessir þá af suðaustri og fer að snjóa, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Lægðinni fylgir hlýtt loft, sem hækkar hita upp fyrir frostmark, og því er von á rigningu við suðurströndina. Hlýindin standa þó stutt því á föstudag snýst í norðaustanátt með snjókomu eða éljum og kólnar aftur í veðri. Samgöngur Veður Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Umferðin gekk afar hægt á höfuðborgarsvæðinu í morgun, líkt og undanfarna daga, en að sögn yfirlögregluþjóns hjá umferðardeild er svigakstur ökumanna sem reyna að komast fram fyrir röðina einna hvimleiðastur þegar færðin er þung. Þá hefur borið á seinkunum á strætisvagnaferðum en farþegar á leið 15 úr Vesturbæ þurftu að bíða í nær fjörutíu mínútur eftir vagni á níunda tímanum.Engar tilkynningar þrátt fyrir tafir Guðmundur Heiðar Helgason upplýsingafulltrúi Strætó segir í samtali við Vísi að margir samverkandi þættir valdi iðulega seinkunum sem þessum. Mikill snjór og umferðarteppa í efri byggðum hafi til dæmis áhrif á leiðarkerfi um alla borg. „Snjórinn og færðin hægir á öllu, maður sér það alveg. Þetta verður allt miklu, miklu þyngra þannig að við þurfum að biðja alla í umferðinni að sýna þolinmæði og gefa sér extra tíma því þetta gengur allt hægar á svona dögum,“ segir Guðmundur. „Heilt yfir, í dag og í gær, eru seinkanir mjög algengar. Sérstaklega á annatímanum. Við hvetjum fólk til að nýta sér tæknina þegar það fer út og fylgjast með bílnum í rauntíma, því það eru góðar líkur á því að áætlun sumra leiða eigi eftir að raskast svolítið. Sérstaklega þegar við erum ekki með forgang eins og í Mosfellsbæ og Grafarvogi.“ Þá tekur Guðmundur undir það að betur mætti huga að tilkynningum um tafir á höfuðborgarsvæðinu en engar slíkar hafa verið birtar á miðlum Strætó það sem af er morgni, þrátt fyrir töluverðar seinkanir á leiðum.Viðbúið er að einhverjar tafir verði á ferðum strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu í dag.Vísir/vilhelmSvigaksturinn hvimleiðastur Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að umferðin í morgun hafi verið svipuð og undanfarna daga: mjög hæg. Engin slys hafi þó orðið í snjónum í morgun. „Það sem er hvimleiðast eru þeir ökumenn sem eru óþolinmóðari en aðrir og stunda svigakstur á akreinum, líkt og þeir væru á skíðasvigbraut í Bláfjöllum, og það veldur óþægindum. Það er samt vitað að þeir komast ekkert fyrr í endamarkið, þeir stoppa bara á næstu ljósum og bíða eins og aðrir. Þetta er hvimleiður akstur og óþarfaakstur miðað við þessar aðstæður.“ Rigningin á morgun stoppar stutt Áfram verður vetrarlegt á landinu í dag. Á morgun nálgast svo lægð sunnan úr hafi og skil hennar ganga inn á land. Hvessir þá af suðaustri og fer að snjóa, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Lægðinni fylgir hlýtt loft, sem hækkar hita upp fyrir frostmark, og því er von á rigningu við suðurströndina. Hlýindin standa þó stutt því á föstudag snýst í norðaustanátt með snjókomu eða éljum og kólnar aftur í veðri.
Samgöngur Veður Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira