Bréf Guðna til aðildarfélaganna: Legg áherslu á góð og fagleg vinnubrögð Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. janúar 2019 12:00 Guðni Bergsson. vísir/vilhelm Það styttist í ársþing KSÍ þar sem meðal annars verður kosið um formann. Geir Þorsteinsson, fyrrum formaður sambandsins, býður sig fram gegn sitjandi formanni, Guðna Bergssyni. Geir hefur áður sent aðildarfélögum KSÍ, sem kjósa formann, bréf með sínum áherslum og nú hefur Guðni gert slíkt hið sama. Formaðurinn fer um víðan völl í bréfi sínu. Talar um það sem hann hefur gert og það sem er fram undan. Hér að neðan má sjá bréf Guðna í heild sinni. Ársþing KSÍ verður haldið 9. febrúar.Kæru félagar!Í tilefni af komandi ársþingi og kosningu til formanns, vil ég fara aðeins yfir helstu verkefni sem KSÍ hefur unnið að undir minni forystu sl. tvö ár. Margt hefur áunnist á þessum tíma en enn er ýmislegt ógert. Verkefnið er skýrt; að halda áfram að styrkja rekstur KSÍ aðildarfélögunum okkar til góða og efla fótboltann í landinu með markvissum hætti.KSÍ á mikið undir góðum tengslum við fólkið í landinu og að það ríki almennt traust til sambandsins. Ég hef lagt áherslu á góð og fagleg vinnubrögð sem og gegnsæi, því til marks birtum við meðal annars laun mín sem formanns sem ekki var gert áður.Stjórnarmenn og starfsfólk KSÍ hafa farið í skipulagðar heimsóknir til aðildarfélaganna og átt samtöl við aðildarfélögin um þeirra starfsemi og hvernig við þjónum þeim sem best. Sérstakur markaðsstjóri deildanna, Hulda Birna Baldursdóttur, var ráðin í sérverkefni síðasta vor til þess að samræma alla markaðssetningu deildanna.Innan KSÍ var farið í stefnumótun og skipurit sambandsins bætt með nýju knattspyrnusviði og markaðssviði ásamt innanlandssviði . Einnig jukum við áherslu á samfélagsmálin þar sem við fengum m.a. hvatningarverðlaun ÖBÍ fyrir verkefni sem við unnum með Parkinson samtökunum. Við jöfnuðum stigabónus kvenna- og karlalandsliðanna og almennt hefur ímynd KSÍ hafi styrkst á undanförnum tveimur árum.Við höfum aukið tekjur okkar og þá sérstaklega það fé sem KSÍ aflar sjálft, með því að fjölga tekjustofnum, meðal annars með vörumerkjasamningum og útleigu til tónleikahalds. KSÍ hefur látið aðildarfélögin njóta þessa í auknum framlögum og þjónustu. Við erum enn bara með 6 styrktaraðila eins og samkomulag við deildasamtökin ÍTF kveður á um. Mig langar einnig til að kanna til hlítar hvernig við getum aðstoðað aðildarfélögin við að finna styrktaraðila, t.d. með öflugri markaðsráðgjöf og sérfræðiþekkingu í þeim efnum. KSÍ hefur á að skipa reynslumiklu fólki sem getur verið aðildarfélögum um allt land til ráðgjafar og aðstoðar, sérstaklega þegar nýtt fólk kemur til starfa í knattspyrnudeildum, hvort sem um starfsmenn eða sjálfboðaliða sé að ræða.Á þessum tveimur árum höfum farið á tvö stórmót og komumst í úrslitakeppni HM í fótbolta fyrsta sinn. Við greiddum út 75% af hagnaði af HM til aðildarfélaganna á árinu í stað 50% af hagnaði eins og gert var eftir EM. Þetta gera ekki önnur knattspyrnusambönd í kringum okkur. Heildarframlög KSÍ til aðildarfélaganna námu tæpum 400 milljónum króna á síðasta ári, fyrir utan að allur dómarakostnaður í deildarkeppni er greiddur af KSÍ.Þá erum við að vinna að spennandi tillögum um jöfnun ferðakostnaðar sem koma sérstaklega aðildarfélögunum á landsbyggðinni vel. Við fórum í útbreiðsluátak í sumar og erum að gefa „köldum“ svæðum fótboltans og útbreiðslumálum aukinn gaum.Einnig erum við að fylgja því eftir að frumvarp um endurgreiðslu virðisaukaskatts á byggingarkostnaði íþróttamannvirkja verði að veruleika. Það er okkur öllum mikið hagsmunamál.Við höfum einnig unnið ötullega að tillögum um endurbyggingu Laugardalsvallar og horfum til þess að ákvörðun verði tekin í því sambandi á árinu 2019.Ég legg áherslu á að í aðdraganda kosninga til formanns KSÍ horfum við á málefnin sem frambjóðendur standa fyrir. Menn eru ekki alltaf sammála eins og gengur í stórri hreyfingu og þannig var það einnig þegar ég tók við fyrir tveimur árum. Við teljum hins vegar að okkur hafi orðið vel ágengt við að sætta málin með hagsmuni allra aðildarfélaga sambandsins að leiðarljósi.Ég hef einnig átt mjög gott og náið samstarf með forsvarsmönnum UEFA og formönnum knattspyrnusambanda Norðurlanda og reynt eftir fremsta megni að efla ímynd KSÍ innan UEFA og FIFA. Það var því góð viðurkenning á okkar árangri að ég var beðinn um að taka þátt í fyrstu stefnumótun UEFA sem kynnt verður nú í febrúar ásamt því að eiga sæti í aganefnd FIFA.Ég tel okkur vera á réttri leið með KSÍ. Við höfum þegar hrundið mörgu í framkvæmd á þessum tveimur árum og margt er í góðum farvegi. Allt sem við gerum snýr að framgangi fótboltans í heild sinni og velferð aðildarfélaganna. Verkefnin sem hér eru talin upp eru bara brot af því góða starfi sem unnið er hér í knattspyrnusambandinu, af frábæru starfsfólki sem vinnur sín verk með góða stjórn á bak við sig. Ég vil gjarnan fá umboð til þess að leiða það starf áfram og byggja upp íslenskan fótbolta sem formaður KSÍ.Með kærri kveðju,Guðni Bergssonformaður KSÍd Laugardalsvöllur Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Mikil togstreita hefur myndast Geir Þorsteinsson býður sig fram til formanns KSÍ en gegndi þeirri stöðu á árunum 2007-17. Hann vill efla félögin í landinu og breyta skipulagi KSÍ. Hann segir nauðsynlegt að lægja öldurnar í íslenskum fótbolta. 7. janúar 2019 08:00 Guðni: Ekkert sem kallar á að Geir bjóði sig fram Guðni Bergsson, formaður KSÍ, furðar sig á því að Geir Þorsteinsson skuli bjóða sig fram til formanns KSÍ tveimur árum eftir að hann steig frá borði. 9. janúar 2019 12:00 Guðni vonast eftir málefnalegri baráttu um formannsstöðuna Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var í viðtali við Hörð Magnússon í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem leitað var viðbragða hans við framboði Geirs Þorsteinssonar. 5. janúar 2019 19:58 Guðni: Ekki átti ég nú von á að fara í formannsslag við heiðursformann sambandsins Guðni Bergsson, formaður KSÍ, viðurkennir það á Twitter reikningi sínum að hann hafi ekki átt von á því að vera fara í formannskjör á móti Geir Þorsteinssyni. 7. janúar 2019 13:15 Geir: Átök innan hreyfingarinnar sem eru ekki á yfirborðinu Geir Þorsteinsson segir að það þurfi að gera róttækar breytingar á KSÍ og íslenskum fótbolta. 5. janúar 2019 13:16 Geir vill breyta skipulagi íslenskrar knattspyrnu Geir Þorsteinsson mun bjóða sig fram til formanns KSÍ á ársþingi sambandsins í febrúar. Hann ræddi ákvörðun sína við Hörð Magnússon í kvöldfréttum Stöðvar 2. 5. janúar 2019 19:40 Guðni hvatti Geir til að hætta við Guðni Bergsson, formaður KSÍ, hefur staðfest að hann hafi hvatt Geir Þorsteinsson til þess að hætta við að bjóða sig fram gegn honum. 9. janúar 2019 10:45 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sjá meira
Það styttist í ársþing KSÍ þar sem meðal annars verður kosið um formann. Geir Þorsteinsson, fyrrum formaður sambandsins, býður sig fram gegn sitjandi formanni, Guðna Bergssyni. Geir hefur áður sent aðildarfélögum KSÍ, sem kjósa formann, bréf með sínum áherslum og nú hefur Guðni gert slíkt hið sama. Formaðurinn fer um víðan völl í bréfi sínu. Talar um það sem hann hefur gert og það sem er fram undan. Hér að neðan má sjá bréf Guðna í heild sinni. Ársþing KSÍ verður haldið 9. febrúar.Kæru félagar!Í tilefni af komandi ársþingi og kosningu til formanns, vil ég fara aðeins yfir helstu verkefni sem KSÍ hefur unnið að undir minni forystu sl. tvö ár. Margt hefur áunnist á þessum tíma en enn er ýmislegt ógert. Verkefnið er skýrt; að halda áfram að styrkja rekstur KSÍ aðildarfélögunum okkar til góða og efla fótboltann í landinu með markvissum hætti.KSÍ á mikið undir góðum tengslum við fólkið í landinu og að það ríki almennt traust til sambandsins. Ég hef lagt áherslu á góð og fagleg vinnubrögð sem og gegnsæi, því til marks birtum við meðal annars laun mín sem formanns sem ekki var gert áður.Stjórnarmenn og starfsfólk KSÍ hafa farið í skipulagðar heimsóknir til aðildarfélaganna og átt samtöl við aðildarfélögin um þeirra starfsemi og hvernig við þjónum þeim sem best. Sérstakur markaðsstjóri deildanna, Hulda Birna Baldursdóttur, var ráðin í sérverkefni síðasta vor til þess að samræma alla markaðssetningu deildanna.Innan KSÍ var farið í stefnumótun og skipurit sambandsins bætt með nýju knattspyrnusviði og markaðssviði ásamt innanlandssviði . Einnig jukum við áherslu á samfélagsmálin þar sem við fengum m.a. hvatningarverðlaun ÖBÍ fyrir verkefni sem við unnum með Parkinson samtökunum. Við jöfnuðum stigabónus kvenna- og karlalandsliðanna og almennt hefur ímynd KSÍ hafi styrkst á undanförnum tveimur árum.Við höfum aukið tekjur okkar og þá sérstaklega það fé sem KSÍ aflar sjálft, með því að fjölga tekjustofnum, meðal annars með vörumerkjasamningum og útleigu til tónleikahalds. KSÍ hefur látið aðildarfélögin njóta þessa í auknum framlögum og þjónustu. Við erum enn bara með 6 styrktaraðila eins og samkomulag við deildasamtökin ÍTF kveður á um. Mig langar einnig til að kanna til hlítar hvernig við getum aðstoðað aðildarfélögin við að finna styrktaraðila, t.d. með öflugri markaðsráðgjöf og sérfræðiþekkingu í þeim efnum. KSÍ hefur á að skipa reynslumiklu fólki sem getur verið aðildarfélögum um allt land til ráðgjafar og aðstoðar, sérstaklega þegar nýtt fólk kemur til starfa í knattspyrnudeildum, hvort sem um starfsmenn eða sjálfboðaliða sé að ræða.Á þessum tveimur árum höfum farið á tvö stórmót og komumst í úrslitakeppni HM í fótbolta fyrsta sinn. Við greiddum út 75% af hagnaði af HM til aðildarfélaganna á árinu í stað 50% af hagnaði eins og gert var eftir EM. Þetta gera ekki önnur knattspyrnusambönd í kringum okkur. Heildarframlög KSÍ til aðildarfélaganna námu tæpum 400 milljónum króna á síðasta ári, fyrir utan að allur dómarakostnaður í deildarkeppni er greiddur af KSÍ.Þá erum við að vinna að spennandi tillögum um jöfnun ferðakostnaðar sem koma sérstaklega aðildarfélögunum á landsbyggðinni vel. Við fórum í útbreiðsluátak í sumar og erum að gefa „köldum“ svæðum fótboltans og útbreiðslumálum aukinn gaum.Einnig erum við að fylgja því eftir að frumvarp um endurgreiðslu virðisaukaskatts á byggingarkostnaði íþróttamannvirkja verði að veruleika. Það er okkur öllum mikið hagsmunamál.Við höfum einnig unnið ötullega að tillögum um endurbyggingu Laugardalsvallar og horfum til þess að ákvörðun verði tekin í því sambandi á árinu 2019.Ég legg áherslu á að í aðdraganda kosninga til formanns KSÍ horfum við á málefnin sem frambjóðendur standa fyrir. Menn eru ekki alltaf sammála eins og gengur í stórri hreyfingu og þannig var það einnig þegar ég tók við fyrir tveimur árum. Við teljum hins vegar að okkur hafi orðið vel ágengt við að sætta málin með hagsmuni allra aðildarfélaga sambandsins að leiðarljósi.Ég hef einnig átt mjög gott og náið samstarf með forsvarsmönnum UEFA og formönnum knattspyrnusambanda Norðurlanda og reynt eftir fremsta megni að efla ímynd KSÍ innan UEFA og FIFA. Það var því góð viðurkenning á okkar árangri að ég var beðinn um að taka þátt í fyrstu stefnumótun UEFA sem kynnt verður nú í febrúar ásamt því að eiga sæti í aganefnd FIFA.Ég tel okkur vera á réttri leið með KSÍ. Við höfum þegar hrundið mörgu í framkvæmd á þessum tveimur árum og margt er í góðum farvegi. Allt sem við gerum snýr að framgangi fótboltans í heild sinni og velferð aðildarfélaganna. Verkefnin sem hér eru talin upp eru bara brot af því góða starfi sem unnið er hér í knattspyrnusambandinu, af frábæru starfsfólki sem vinnur sín verk með góða stjórn á bak við sig. Ég vil gjarnan fá umboð til þess að leiða það starf áfram og byggja upp íslenskan fótbolta sem formaður KSÍ.Með kærri kveðju,Guðni Bergssonformaður KSÍd
Laugardalsvöllur Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Mikil togstreita hefur myndast Geir Þorsteinsson býður sig fram til formanns KSÍ en gegndi þeirri stöðu á árunum 2007-17. Hann vill efla félögin í landinu og breyta skipulagi KSÍ. Hann segir nauðsynlegt að lægja öldurnar í íslenskum fótbolta. 7. janúar 2019 08:00 Guðni: Ekkert sem kallar á að Geir bjóði sig fram Guðni Bergsson, formaður KSÍ, furðar sig á því að Geir Þorsteinsson skuli bjóða sig fram til formanns KSÍ tveimur árum eftir að hann steig frá borði. 9. janúar 2019 12:00 Guðni vonast eftir málefnalegri baráttu um formannsstöðuna Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var í viðtali við Hörð Magnússon í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem leitað var viðbragða hans við framboði Geirs Þorsteinssonar. 5. janúar 2019 19:58 Guðni: Ekki átti ég nú von á að fara í formannsslag við heiðursformann sambandsins Guðni Bergsson, formaður KSÍ, viðurkennir það á Twitter reikningi sínum að hann hafi ekki átt von á því að vera fara í formannskjör á móti Geir Þorsteinssyni. 7. janúar 2019 13:15 Geir: Átök innan hreyfingarinnar sem eru ekki á yfirborðinu Geir Þorsteinsson segir að það þurfi að gera róttækar breytingar á KSÍ og íslenskum fótbolta. 5. janúar 2019 13:16 Geir vill breyta skipulagi íslenskrar knattspyrnu Geir Þorsteinsson mun bjóða sig fram til formanns KSÍ á ársþingi sambandsins í febrúar. Hann ræddi ákvörðun sína við Hörð Magnússon í kvöldfréttum Stöðvar 2. 5. janúar 2019 19:40 Guðni hvatti Geir til að hætta við Guðni Bergsson, formaður KSÍ, hefur staðfest að hann hafi hvatt Geir Þorsteinsson til þess að hætta við að bjóða sig fram gegn honum. 9. janúar 2019 10:45 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sjá meira
Mikil togstreita hefur myndast Geir Þorsteinsson býður sig fram til formanns KSÍ en gegndi þeirri stöðu á árunum 2007-17. Hann vill efla félögin í landinu og breyta skipulagi KSÍ. Hann segir nauðsynlegt að lægja öldurnar í íslenskum fótbolta. 7. janúar 2019 08:00
Guðni: Ekkert sem kallar á að Geir bjóði sig fram Guðni Bergsson, formaður KSÍ, furðar sig á því að Geir Þorsteinsson skuli bjóða sig fram til formanns KSÍ tveimur árum eftir að hann steig frá borði. 9. janúar 2019 12:00
Guðni vonast eftir málefnalegri baráttu um formannsstöðuna Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var í viðtali við Hörð Magnússon í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem leitað var viðbragða hans við framboði Geirs Þorsteinssonar. 5. janúar 2019 19:58
Guðni: Ekki átti ég nú von á að fara í formannsslag við heiðursformann sambandsins Guðni Bergsson, formaður KSÍ, viðurkennir það á Twitter reikningi sínum að hann hafi ekki átt von á því að vera fara í formannskjör á móti Geir Þorsteinssyni. 7. janúar 2019 13:15
Geir: Átök innan hreyfingarinnar sem eru ekki á yfirborðinu Geir Þorsteinsson segir að það þurfi að gera róttækar breytingar á KSÍ og íslenskum fótbolta. 5. janúar 2019 13:16
Geir vill breyta skipulagi íslenskrar knattspyrnu Geir Þorsteinsson mun bjóða sig fram til formanns KSÍ á ársþingi sambandsins í febrúar. Hann ræddi ákvörðun sína við Hörð Magnússon í kvöldfréttum Stöðvar 2. 5. janúar 2019 19:40
Guðni hvatti Geir til að hætta við Guðni Bergsson, formaður KSÍ, hefur staðfest að hann hafi hvatt Geir Þorsteinsson til þess að hætta við að bjóða sig fram gegn honum. 9. janúar 2019 10:45
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti