Pure Icelandic sheep Guðrún Vilmundardóttir skrifar 24. janúar 2019 07:30 Þar sem ég gekk til vinnu í gærmorgun skrikaði mér fótur í hálkunni á leiðinni yfir Lækjargötu. Vinsamlegur ferðamaður forðaði mér frá falli. Rifjaðist þá upp rúmlega tuttugu ára gamalt atvik, þegar enginn gangandi vegfarandi var á ferð. Yfirleitt nokkurs staðar. Minnir mig. Ég átti gasalega fínt skósítt þungt ullarpils, loðfóðraðan plast-jakka með miklum boðungum – og hafði ég í tilefni kvöldsins fengið lánaðan forláta skinnhatt hjá ömmu, „pure Icelandic sheep,“ var bróderað innan í fóðrið. Í þessari múnderíngu arkaði ég af stað á vinafund. Leið mín lá yfir gönguljósin á Hringbraut. Tugir bíla námu staðar og ég skundaði yfir, eini gangandi vegfarandinn í augsýn. Þá rann ég í hálkunni. Kollsteyptist. Eins og í teiknimynd. Fætur upp í loft svo ullarpilsið hvolfdist yfir loðfóðraða plastjakkann en hrundi svo einhvern veginn aftur niður um mig miðja svo ég fékk giska mjúka lendingu, flötum beinum, með skósítt pilsið upp um mig og „pure Icelandic sheep“ ofan í augum. Ég sá ekki bofs. Ég hélt náttúrlega að þetta væri mitt síðasta. Þegar ég rankaði við mér var allt svart svo ég gerði ráð fyrir að vera í yfirliði. Leið svo nokkur stund. Fór ég þá að greina umhverfishljóð. Upp úr því hafði ég rænu á því að ýta pure Icelandic sheep frá augunum. Þar sem ég áttaði mig á aðstæðum í skjannabirtu bílljósanna tók ég umsvifalaust þá einörðu ákvörðun að nú væri best að láta eins og ekkert hefði í skorist. Stóð upp, hristi niður um mig pilsið, lagaði hattinn og arkaði af stað. Held ég fái mér brodda undir skóna. Og taki fram hattinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund skrifar Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki og jafnrétti á vinnustað Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Þar sem ég gekk til vinnu í gærmorgun skrikaði mér fótur í hálkunni á leiðinni yfir Lækjargötu. Vinsamlegur ferðamaður forðaði mér frá falli. Rifjaðist þá upp rúmlega tuttugu ára gamalt atvik, þegar enginn gangandi vegfarandi var á ferð. Yfirleitt nokkurs staðar. Minnir mig. Ég átti gasalega fínt skósítt þungt ullarpils, loðfóðraðan plast-jakka með miklum boðungum – og hafði ég í tilefni kvöldsins fengið lánaðan forláta skinnhatt hjá ömmu, „pure Icelandic sheep,“ var bróderað innan í fóðrið. Í þessari múnderíngu arkaði ég af stað á vinafund. Leið mín lá yfir gönguljósin á Hringbraut. Tugir bíla námu staðar og ég skundaði yfir, eini gangandi vegfarandinn í augsýn. Þá rann ég í hálkunni. Kollsteyptist. Eins og í teiknimynd. Fætur upp í loft svo ullarpilsið hvolfdist yfir loðfóðraða plastjakkann en hrundi svo einhvern veginn aftur niður um mig miðja svo ég fékk giska mjúka lendingu, flötum beinum, með skósítt pilsið upp um mig og „pure Icelandic sheep“ ofan í augum. Ég sá ekki bofs. Ég hélt náttúrlega að þetta væri mitt síðasta. Þegar ég rankaði við mér var allt svart svo ég gerði ráð fyrir að vera í yfirliði. Leið svo nokkur stund. Fór ég þá að greina umhverfishljóð. Upp úr því hafði ég rænu á því að ýta pure Icelandic sheep frá augunum. Þar sem ég áttaði mig á aðstæðum í skjannabirtu bílljósanna tók ég umsvifalaust þá einörðu ákvörðun að nú væri best að láta eins og ekkert hefði í skorist. Stóð upp, hristi niður um mig pilsið, lagaði hattinn og arkaði af stað. Held ég fái mér brodda undir skóna. Og taki fram hattinn.
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun