Cohen frestar vitnisburði og ber fyrir sig hótanir Trump Kjartan Kjartansson skrifar 23. janúar 2019 19:35 Trump hefur ítrekað hvatt til þess að tengdafaðir Michael Cohen verði rannsakaður. Cohen er lykilvitni í málum sem varða forsetann. Vísir/EPA Vitnisburði Michaels Cohen, fyrrverandi lögmanns Donalds Trump Bandaríkjaforseta, fyrir þingnefnd hefur verið frestað að ósk hans. Ber hann fyrir sig hótanir forsetans í garð fjölskyldu sinnar undanfarna daga og vikur. Cohen hafði samþykkt að koma fyrir eftirlitsnefnd fulltrúardeildar Bandaríkjaþings 7. febrúar. Hann var áður persónulegur lögmaður Trump og var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir skattsvik, meinsæri og brot á kosningalögum í desember. Cohen hefur fullyrt að hafa framið glæpi að fyrirskipan Trump sjálfs. Í yfirlýsingu sem Lanny Davis, lögmaður Cohen, sendi frá sér í dag kemur fram að vitnisburði Cohen hafi verið frestað að ráði lögmanns. Vísar hann til „áframhaldandi hótana“ Trump forseta og Rudy Giuliani, lögmanns hans, gegn fjölskyldu Cohen auk samvinnu hans við yfirvöld. „Þetta er tími sem herra Cohen verður að setja fjölskyldu sína og öryggi hennar í fyrsta sæti,“ segir í yfirlýsingu Davis. Virðist lögmaðurinn vísa til nokkurra opinberra yfirlýsinga Trump þar sem forsetinn hefur hvatt til þess að tengdafaðir Cohen verði rannsakaður. Yfirlýsingarnar hafa vakið upp spurningar um hvort að forsetinn sé með þeim að reyna að hafa áhrif á vitni í máli sem varðar hann. „Fylgist með tengdaföðurnum!“ tísti Trump á föstudag þegar hann sakaði Cohen um að ljúga til að reyna að stytta fangelsisdóm sinn. Giuliani, lögmaður Trump, varði ummæli Trump um tengdaföðurinn og gaf í skyn að hann hefði tengsl við skipulagða glæpastarfsemi í New York.Per Lanny Davis, Michael Cohen's trip to Capitol Hill will be postponed to a later date. pic.twitter.com/YeEE3BLPBp— Emily Jane Fox (@emilyjanefox) January 23, 2019 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Sérstakur saksóknari hafnar umfjöllun Buzzfeed News um lygar Michael Cohen Embætti sérstaks saksóknara bandaríska dómsmálaráðuneytisins, sem Robert Mueller gegnir, hefur svarað umfjöllun bandaríska vefmiðilsins Buzzfeed News um lygar Michael Cohen og sagt umfjöllunina vera ranga. 19. janúar 2019 09:47 Fyrrverandi lögmaður Trump mun bera vitni fyrir þingnefnd Michael Cohen hefur samþykkt að bera vitni fyrir nefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. 10. janúar 2019 21:07 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Vitnisburði Michaels Cohen, fyrrverandi lögmanns Donalds Trump Bandaríkjaforseta, fyrir þingnefnd hefur verið frestað að ósk hans. Ber hann fyrir sig hótanir forsetans í garð fjölskyldu sinnar undanfarna daga og vikur. Cohen hafði samþykkt að koma fyrir eftirlitsnefnd fulltrúardeildar Bandaríkjaþings 7. febrúar. Hann var áður persónulegur lögmaður Trump og var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir skattsvik, meinsæri og brot á kosningalögum í desember. Cohen hefur fullyrt að hafa framið glæpi að fyrirskipan Trump sjálfs. Í yfirlýsingu sem Lanny Davis, lögmaður Cohen, sendi frá sér í dag kemur fram að vitnisburði Cohen hafi verið frestað að ráði lögmanns. Vísar hann til „áframhaldandi hótana“ Trump forseta og Rudy Giuliani, lögmanns hans, gegn fjölskyldu Cohen auk samvinnu hans við yfirvöld. „Þetta er tími sem herra Cohen verður að setja fjölskyldu sína og öryggi hennar í fyrsta sæti,“ segir í yfirlýsingu Davis. Virðist lögmaðurinn vísa til nokkurra opinberra yfirlýsinga Trump þar sem forsetinn hefur hvatt til þess að tengdafaðir Cohen verði rannsakaður. Yfirlýsingarnar hafa vakið upp spurningar um hvort að forsetinn sé með þeim að reyna að hafa áhrif á vitni í máli sem varðar hann. „Fylgist með tengdaföðurnum!“ tísti Trump á föstudag þegar hann sakaði Cohen um að ljúga til að reyna að stytta fangelsisdóm sinn. Giuliani, lögmaður Trump, varði ummæli Trump um tengdaföðurinn og gaf í skyn að hann hefði tengsl við skipulagða glæpastarfsemi í New York.Per Lanny Davis, Michael Cohen's trip to Capitol Hill will be postponed to a later date. pic.twitter.com/YeEE3BLPBp— Emily Jane Fox (@emilyjanefox) January 23, 2019
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Sérstakur saksóknari hafnar umfjöllun Buzzfeed News um lygar Michael Cohen Embætti sérstaks saksóknara bandaríska dómsmálaráðuneytisins, sem Robert Mueller gegnir, hefur svarað umfjöllun bandaríska vefmiðilsins Buzzfeed News um lygar Michael Cohen og sagt umfjöllunina vera ranga. 19. janúar 2019 09:47 Fyrrverandi lögmaður Trump mun bera vitni fyrir þingnefnd Michael Cohen hefur samþykkt að bera vitni fyrir nefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. 10. janúar 2019 21:07 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Sérstakur saksóknari hafnar umfjöllun Buzzfeed News um lygar Michael Cohen Embætti sérstaks saksóknara bandaríska dómsmálaráðuneytisins, sem Robert Mueller gegnir, hefur svarað umfjöllun bandaríska vefmiðilsins Buzzfeed News um lygar Michael Cohen og sagt umfjöllunina vera ranga. 19. janúar 2019 09:47
Fyrrverandi lögmaður Trump mun bera vitni fyrir þingnefnd Michael Cohen hefur samþykkt að bera vitni fyrir nefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. 10. janúar 2019 21:07