Vettvangsferð verður farin á Búlluna í máli gegn lögreglumanni Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 25. janúar 2019 06:45 Skýrsla réttarmeinafræðings um orsök áverkanna styður lýsingu í ákæru og framburður sjónarvotta við Búlluna einnig. Fréttablaðið/GVA Aðalmeðferð hófst í Héraðsdómi Reykjaness í gær í máli lögreglumanns sem ákærður hefur verið vegna handtöku við Hamborgarabúlluna í Kópavogi vorið 2017, en hinn handtekni tvífótbrotnaði við handtökuna. Ekki bar öllum sem gáfu skýrslu fyrir dómi saman um hvort lögreglumaðurinn skellti hurð lögreglubílsins af afli á fót eða fætur hins handtekna eða hvort hann eins og byggt er á í ákæru beitti eingöngu lögreglukylfu á fætur mannsins eins og hann hélt sjálfur fram fyrir dómi. Með tilliti til breytilegs framburðar vitna og ólíks sjónarhorns sem sjónarvottar höfðu af atburðum ákvað dómari að farin skuli vettvangsferð að Hamborgarabúllunni í Kópavogi og atburðirnir sviðsettir í því skyni að varpa betra ljósi á framburð vitna af því sem gerðist. Skýrsla réttarmeinafræðings um orsök áverkanna styður lýsingu í ákæru og framburður sjónarvotta við Búlluna einnig. Einn þeirra sagði engan vafa leika á því að fætur mannsins hefðu verið milli stafs og hurðar þegar hurðinni var skellt á fætur mannsins en kylfu hefði einnig verið beitt. „Þetta var ítrekað, bæði kylfan og hurðin. Ég var ekkert að telja [höggin] en þetta var ítrekað.“ Lögreglumaðurinn sagði sjálfur í sinni skýrslu að notkun piparúða hafi ekki verið möguleg inni í bílnum og hann því gripið til kylfunnar eins og verklag geri ráð fyrir til að koma fótum mannsins inn í bílinn. Hann sagðist telja að fótbrotin hefðu komið til af þriðja kylfuhögginu og spörkum mannsins sjálfs í innréttingu bílhurðarinnar. Hann sagðist aldrei hafa séð fætur mannsins fyrir utan bílinn þegar hann reyndi að loka dyrunum. Yfirmaður hins ákærða hjá lögreglunni kom einnig fyrir dóm og kvað ákærða hafa brugðist hárrétt við með notkun kylfunnar og ákvörðun um að grípa til hennar hefði verið í samræmi við verklagsreglur um valdbeitingu hjá lögreglunni. Vettvangsferð dómara að Hamborgarabúllunni verður farin í næstu viku og verður aðalmeðferð framhaldið að henni lokinni. Birtist í Fréttablaðinu Kópavogur Lögreglumál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Aðalmeðferð hófst í Héraðsdómi Reykjaness í gær í máli lögreglumanns sem ákærður hefur verið vegna handtöku við Hamborgarabúlluna í Kópavogi vorið 2017, en hinn handtekni tvífótbrotnaði við handtökuna. Ekki bar öllum sem gáfu skýrslu fyrir dómi saman um hvort lögreglumaðurinn skellti hurð lögreglubílsins af afli á fót eða fætur hins handtekna eða hvort hann eins og byggt er á í ákæru beitti eingöngu lögreglukylfu á fætur mannsins eins og hann hélt sjálfur fram fyrir dómi. Með tilliti til breytilegs framburðar vitna og ólíks sjónarhorns sem sjónarvottar höfðu af atburðum ákvað dómari að farin skuli vettvangsferð að Hamborgarabúllunni í Kópavogi og atburðirnir sviðsettir í því skyni að varpa betra ljósi á framburð vitna af því sem gerðist. Skýrsla réttarmeinafræðings um orsök áverkanna styður lýsingu í ákæru og framburður sjónarvotta við Búlluna einnig. Einn þeirra sagði engan vafa leika á því að fætur mannsins hefðu verið milli stafs og hurðar þegar hurðinni var skellt á fætur mannsins en kylfu hefði einnig verið beitt. „Þetta var ítrekað, bæði kylfan og hurðin. Ég var ekkert að telja [höggin] en þetta var ítrekað.“ Lögreglumaðurinn sagði sjálfur í sinni skýrslu að notkun piparúða hafi ekki verið möguleg inni í bílnum og hann því gripið til kylfunnar eins og verklag geri ráð fyrir til að koma fótum mannsins inn í bílinn. Hann sagðist telja að fótbrotin hefðu komið til af þriðja kylfuhögginu og spörkum mannsins sjálfs í innréttingu bílhurðarinnar. Hann sagðist aldrei hafa séð fætur mannsins fyrir utan bílinn þegar hann reyndi að loka dyrunum. Yfirmaður hins ákærða hjá lögreglunni kom einnig fyrir dóm og kvað ákærða hafa brugðist hárrétt við með notkun kylfunnar og ákvörðun um að grípa til hennar hefði verið í samræmi við verklagsreglur um valdbeitingu hjá lögreglunni. Vettvangsferð dómara að Hamborgarabúllunni verður farin í næstu viku og verður aðalmeðferð framhaldið að henni lokinni.
Birtist í Fréttablaðinu Kópavogur Lögreglumál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira