Drottningin biðlar til Breta um að finna „sameiginlega leið“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. janúar 2019 10:35 Svo virðist sem Brexit hafi hreyft við Elísabetu II Englandsdrottningu. vísir/getty Elísabet II Englandsdrottning hefur biðlað til þjóðar sinnar um að virða ólík sjónarmið og að finna „sameiginlega leið.“ Stjórnmálaskýrendur segja hana vísa til umræðunnar um Brexit með ummælum sínum en drottningin lét þessi orð falla á 100 ára afmælisfögnuði félagasamtaka kvenna í Sandringham. „Að leggja áherslu á þolinmæði, vináttu, sterkt samfélag og að huga að þörfum annarra er eins mikilvægt í dag og það var þegar samtökin voru stofnuð fyrir öllum þessum árum. Að sjálfsögðu glímir hver kynslóð við sínar áskoranir og tækifæri. En á sama tíma og við leitum að svörum í nútímanum þá kýs ég þær leiðir sem hafa reynst vel, eins og að tala vel um aðra og að virða ólík sjónarmið; að sameinast um að finna sameiginlega leið og að missa aldrei sjónar á heildarmyndinni,“ sagði drottningin á afmælisfögnuðinum.Endurómur frá jólum Þessi orð hennar enduróma hátíðarávarp hennar til bresku þjóðarinnar um síðustu jól þar sem hún bað um að ágreiningurinn yrði lagður til hliðar. Þá, líkt og nú, voru stjórnmálaskýrendur á því að drottningin væri að vísa til Brexit en í síðustu viku hafnaði breska þingið útgöngusamningi sem ríkisstjórn Theresu May hafði náð við Evrópusambandið. Alls óljóst er því hvernig útgöngu Breta úr sambandinu verður háttað en stefnt er á að þingið greiði atkvæði um annan samning í næstu viku. Bretar eiga svo að ganga úr ESB þann 29. mars. Nicholas Witchell, fréttamaður BBC sem sérhæfir sig í fréttaflutningi af konungsfjölskyldunni, segir lítinn efa varðandi það að drottningin hafi verið að senda skilaboð. „Það er óhugsandi að þjóðhöfðingi myndi segja eitthvað í þessa átt án þess að það væri séð sem vísun í ástandið í stjórnmálum landsins,“ segir Witchell. Sem þjóðhöfðingi er drottningin hlutlaus þegar kemur að breskum stjórnmálum og tjáir sig vanalega ekki um umdeild málefni. Svo virðist sem að Brexit hafi þó hreyft við henni ef marka má orð hennar núna sem og um jólin. Bretland Brexit Evrópusambandið Kóngafólk Tengdar fréttir Þingforseti vekur aðdáun í Evrópu í miðju Brexit-ölduróti Eina röðin og reglan í breskum stjórnmálum um þessar mundir er sögð koma úr munni Johns Bercow, forseta þingsins, að mati evrópskra fjölmiðla. 17. janúar 2019 12:05 May leitar leiða til þess að losa um Brexit-hnútinn Theresa May, forsætisráðherra Breta, mun í dag kynna næstu skref varðandi Brexit eftir að breska þingið hafnaði útgöngusamningnum sem ríkisstjórn hennar og Evrópusambandið náðu samkomulagi um á síðasta ári. 21. janúar 2019 13:38 Besta leiðin til að koma í veg fyrir Brexit án samnings er að semja Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, kom fyrir fulltrúadeild Breska þingsins í dag og ræddi áform ríkisstjórnarinnar í Brexit málinu. 21. janúar 2019 19:33 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Sjá meira
Elísabet II Englandsdrottning hefur biðlað til þjóðar sinnar um að virða ólík sjónarmið og að finna „sameiginlega leið.“ Stjórnmálaskýrendur segja hana vísa til umræðunnar um Brexit með ummælum sínum en drottningin lét þessi orð falla á 100 ára afmælisfögnuði félagasamtaka kvenna í Sandringham. „Að leggja áherslu á þolinmæði, vináttu, sterkt samfélag og að huga að þörfum annarra er eins mikilvægt í dag og það var þegar samtökin voru stofnuð fyrir öllum þessum árum. Að sjálfsögðu glímir hver kynslóð við sínar áskoranir og tækifæri. En á sama tíma og við leitum að svörum í nútímanum þá kýs ég þær leiðir sem hafa reynst vel, eins og að tala vel um aðra og að virða ólík sjónarmið; að sameinast um að finna sameiginlega leið og að missa aldrei sjónar á heildarmyndinni,“ sagði drottningin á afmælisfögnuðinum.Endurómur frá jólum Þessi orð hennar enduróma hátíðarávarp hennar til bresku þjóðarinnar um síðustu jól þar sem hún bað um að ágreiningurinn yrði lagður til hliðar. Þá, líkt og nú, voru stjórnmálaskýrendur á því að drottningin væri að vísa til Brexit en í síðustu viku hafnaði breska þingið útgöngusamningi sem ríkisstjórn Theresu May hafði náð við Evrópusambandið. Alls óljóst er því hvernig útgöngu Breta úr sambandinu verður háttað en stefnt er á að þingið greiði atkvæði um annan samning í næstu viku. Bretar eiga svo að ganga úr ESB þann 29. mars. Nicholas Witchell, fréttamaður BBC sem sérhæfir sig í fréttaflutningi af konungsfjölskyldunni, segir lítinn efa varðandi það að drottningin hafi verið að senda skilaboð. „Það er óhugsandi að þjóðhöfðingi myndi segja eitthvað í þessa átt án þess að það væri séð sem vísun í ástandið í stjórnmálum landsins,“ segir Witchell. Sem þjóðhöfðingi er drottningin hlutlaus þegar kemur að breskum stjórnmálum og tjáir sig vanalega ekki um umdeild málefni. Svo virðist sem að Brexit hafi þó hreyft við henni ef marka má orð hennar núna sem og um jólin.
Bretland Brexit Evrópusambandið Kóngafólk Tengdar fréttir Þingforseti vekur aðdáun í Evrópu í miðju Brexit-ölduróti Eina röðin og reglan í breskum stjórnmálum um þessar mundir er sögð koma úr munni Johns Bercow, forseta þingsins, að mati evrópskra fjölmiðla. 17. janúar 2019 12:05 May leitar leiða til þess að losa um Brexit-hnútinn Theresa May, forsætisráðherra Breta, mun í dag kynna næstu skref varðandi Brexit eftir að breska þingið hafnaði útgöngusamningnum sem ríkisstjórn hennar og Evrópusambandið náðu samkomulagi um á síðasta ári. 21. janúar 2019 13:38 Besta leiðin til að koma í veg fyrir Brexit án samnings er að semja Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, kom fyrir fulltrúadeild Breska þingsins í dag og ræddi áform ríkisstjórnarinnar í Brexit málinu. 21. janúar 2019 19:33 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Sjá meira
Þingforseti vekur aðdáun í Evrópu í miðju Brexit-ölduróti Eina röðin og reglan í breskum stjórnmálum um þessar mundir er sögð koma úr munni Johns Bercow, forseta þingsins, að mati evrópskra fjölmiðla. 17. janúar 2019 12:05
May leitar leiða til þess að losa um Brexit-hnútinn Theresa May, forsætisráðherra Breta, mun í dag kynna næstu skref varðandi Brexit eftir að breska þingið hafnaði útgöngusamningnum sem ríkisstjórn hennar og Evrópusambandið náðu samkomulagi um á síðasta ári. 21. janúar 2019 13:38
Besta leiðin til að koma í veg fyrir Brexit án samnings er að semja Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, kom fyrir fulltrúadeild Breska þingsins í dag og ræddi áform ríkisstjórnarinnar í Brexit málinu. 21. janúar 2019 19:33