Lofar bók fyrir næstu jól Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 26. janúar 2019 10:00 Sólveig, sæl og ánægð með heiðurinn, við athöfnina í Bókasafni Seltjarnarness. Mynd/Jón Svavarsson Þetta er mikill heiður og gladdi mig virkilega,“ segir Sólveig Pálsdóttir rithöfundur eftir að hafa verið útnefnd bæjarlistamaður Seltjarnarness 2019. Á bókasafni bæjarins, þar sem Sólveig tók við viðurkenningarskjali og einnar milljónar króna starfslaunum, er sýning um líf hennar og starf. „Þar eru myndir úr öllum mínum heimum, leikhúsinu, kennslunni, rithöfundarstarfinu og sem formaður menningarnefndar Seltjarnarness. Við sem þar störfuðum saman komum mörgum verkefnum á koppinn,“ segir hún og nefnir sem dæmi menningarhátíð, skráningu listaverka í eigu bæjarins og útgáfu bókar um þau, ásamt uppsetningu útilistaverksins Bollasteins, eftir Ólöfu Nordal. „Ég hætti í nefndinni 2010 eftir átta ár og sneri mér að því að skrifa glæpasögur. Leikarinn kom út árið 2012 og fékk svo góðar viðtökur að ég hélt áfram. Nú eru bækurnar orðnar fjórar, sú síðasta, Refurinn, kom út í nóvember 2017.“ Að sjálfsögðu er Sólveig með sögu í smíðum. „Hún kemur út fyrir næstu jól,“ segir hún glaðlega en kveðst ekkert rembast við að gefa út bækur með fyrirfram ákveðnu millibili. „Ég verð að leyfa hugmyndunum að setjast í mér og þroskast,“ segir hún og nefnir að Refurinn hafi tekið sinn tíma. Aðstæður sem geta skapast þegar manneskja hefur ekki tungumál til að tjá sig á, í ræðu eða riti, sóttu á mig, enda stóðu þær mér nærri, bæði út frá reynslu minni sem kennari og svo eru margir í minni fjölskyldu af erlendum uppruna. Ég vildi láta þannig settan einstakling mæta hráum, íslenskum veruleika og það var jafnvægislist.“ Bækur Sólveigar hafa verið gefnar út erlendis og nú vinnur breskt kvikmyndafyrirtæki að því að fjármagna sjónvarpsþáttaröð sem byggð er á Refnum. Sólveig er einmitt stödd í London þegar þetta spjall okkar fer fram gegnum síma. Hún segir aðalerindið þar vera að fylgja dóttur sinni, Áslaugu Torfadóttur, því fyrsta bók í hennar þýðingu úr íslensku á ensku sé að koma út, Mörk eftir Þóru Karítas Árnadóttur. „En ég ætla líka að hitta fólkið sem stendur í því að reyna að koma Refnum í breskt sjónvarp og frétta hvernig gengur.“ Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Tímamót Mest lesið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Icewear styrkir Þjóðhátíð Lífið samstarf Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira
Þetta er mikill heiður og gladdi mig virkilega,“ segir Sólveig Pálsdóttir rithöfundur eftir að hafa verið útnefnd bæjarlistamaður Seltjarnarness 2019. Á bókasafni bæjarins, þar sem Sólveig tók við viðurkenningarskjali og einnar milljónar króna starfslaunum, er sýning um líf hennar og starf. „Þar eru myndir úr öllum mínum heimum, leikhúsinu, kennslunni, rithöfundarstarfinu og sem formaður menningarnefndar Seltjarnarness. Við sem þar störfuðum saman komum mörgum verkefnum á koppinn,“ segir hún og nefnir sem dæmi menningarhátíð, skráningu listaverka í eigu bæjarins og útgáfu bókar um þau, ásamt uppsetningu útilistaverksins Bollasteins, eftir Ólöfu Nordal. „Ég hætti í nefndinni 2010 eftir átta ár og sneri mér að því að skrifa glæpasögur. Leikarinn kom út árið 2012 og fékk svo góðar viðtökur að ég hélt áfram. Nú eru bækurnar orðnar fjórar, sú síðasta, Refurinn, kom út í nóvember 2017.“ Að sjálfsögðu er Sólveig með sögu í smíðum. „Hún kemur út fyrir næstu jól,“ segir hún glaðlega en kveðst ekkert rembast við að gefa út bækur með fyrirfram ákveðnu millibili. „Ég verð að leyfa hugmyndunum að setjast í mér og þroskast,“ segir hún og nefnir að Refurinn hafi tekið sinn tíma. Aðstæður sem geta skapast þegar manneskja hefur ekki tungumál til að tjá sig á, í ræðu eða riti, sóttu á mig, enda stóðu þær mér nærri, bæði út frá reynslu minni sem kennari og svo eru margir í minni fjölskyldu af erlendum uppruna. Ég vildi láta þannig settan einstakling mæta hráum, íslenskum veruleika og það var jafnvægislist.“ Bækur Sólveigar hafa verið gefnar út erlendis og nú vinnur breskt kvikmyndafyrirtæki að því að fjármagna sjónvarpsþáttaröð sem byggð er á Refnum. Sólveig er einmitt stödd í London þegar þetta spjall okkar fer fram gegnum síma. Hún segir aðalerindið þar vera að fylgja dóttur sinni, Áslaugu Torfadóttur, því fyrsta bók í hennar þýðingu úr íslensku á ensku sé að koma út, Mörk eftir Þóru Karítas Árnadóttur. „En ég ætla líka að hitta fólkið sem stendur í því að reyna að koma Refnum í breskt sjónvarp og frétta hvernig gengur.“
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Tímamót Mest lesið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Icewear styrkir Þjóðhátíð Lífið samstarf Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira