Lofar bók fyrir næstu jól Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 26. janúar 2019 10:00 Sólveig, sæl og ánægð með heiðurinn, við athöfnina í Bókasafni Seltjarnarness. Mynd/Jón Svavarsson Þetta er mikill heiður og gladdi mig virkilega,“ segir Sólveig Pálsdóttir rithöfundur eftir að hafa verið útnefnd bæjarlistamaður Seltjarnarness 2019. Á bókasafni bæjarins, þar sem Sólveig tók við viðurkenningarskjali og einnar milljónar króna starfslaunum, er sýning um líf hennar og starf. „Þar eru myndir úr öllum mínum heimum, leikhúsinu, kennslunni, rithöfundarstarfinu og sem formaður menningarnefndar Seltjarnarness. Við sem þar störfuðum saman komum mörgum verkefnum á koppinn,“ segir hún og nefnir sem dæmi menningarhátíð, skráningu listaverka í eigu bæjarins og útgáfu bókar um þau, ásamt uppsetningu útilistaverksins Bollasteins, eftir Ólöfu Nordal. „Ég hætti í nefndinni 2010 eftir átta ár og sneri mér að því að skrifa glæpasögur. Leikarinn kom út árið 2012 og fékk svo góðar viðtökur að ég hélt áfram. Nú eru bækurnar orðnar fjórar, sú síðasta, Refurinn, kom út í nóvember 2017.“ Að sjálfsögðu er Sólveig með sögu í smíðum. „Hún kemur út fyrir næstu jól,“ segir hún glaðlega en kveðst ekkert rembast við að gefa út bækur með fyrirfram ákveðnu millibili. „Ég verð að leyfa hugmyndunum að setjast í mér og þroskast,“ segir hún og nefnir að Refurinn hafi tekið sinn tíma. Aðstæður sem geta skapast þegar manneskja hefur ekki tungumál til að tjá sig á, í ræðu eða riti, sóttu á mig, enda stóðu þær mér nærri, bæði út frá reynslu minni sem kennari og svo eru margir í minni fjölskyldu af erlendum uppruna. Ég vildi láta þannig settan einstakling mæta hráum, íslenskum veruleika og það var jafnvægislist.“ Bækur Sólveigar hafa verið gefnar út erlendis og nú vinnur breskt kvikmyndafyrirtæki að því að fjármagna sjónvarpsþáttaröð sem byggð er á Refnum. Sólveig er einmitt stödd í London þegar þetta spjall okkar fer fram gegnum síma. Hún segir aðalerindið þar vera að fylgja dóttur sinni, Áslaugu Torfadóttur, því fyrsta bók í hennar þýðingu úr íslensku á ensku sé að koma út, Mörk eftir Þóru Karítas Árnadóttur. „En ég ætla líka að hitta fólkið sem stendur í því að reyna að koma Refnum í breskt sjónvarp og frétta hvernig gengur.“ Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Tímamót Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Sjá meira
Þetta er mikill heiður og gladdi mig virkilega,“ segir Sólveig Pálsdóttir rithöfundur eftir að hafa verið útnefnd bæjarlistamaður Seltjarnarness 2019. Á bókasafni bæjarins, þar sem Sólveig tók við viðurkenningarskjali og einnar milljónar króna starfslaunum, er sýning um líf hennar og starf. „Þar eru myndir úr öllum mínum heimum, leikhúsinu, kennslunni, rithöfundarstarfinu og sem formaður menningarnefndar Seltjarnarness. Við sem þar störfuðum saman komum mörgum verkefnum á koppinn,“ segir hún og nefnir sem dæmi menningarhátíð, skráningu listaverka í eigu bæjarins og útgáfu bókar um þau, ásamt uppsetningu útilistaverksins Bollasteins, eftir Ólöfu Nordal. „Ég hætti í nefndinni 2010 eftir átta ár og sneri mér að því að skrifa glæpasögur. Leikarinn kom út árið 2012 og fékk svo góðar viðtökur að ég hélt áfram. Nú eru bækurnar orðnar fjórar, sú síðasta, Refurinn, kom út í nóvember 2017.“ Að sjálfsögðu er Sólveig með sögu í smíðum. „Hún kemur út fyrir næstu jól,“ segir hún glaðlega en kveðst ekkert rembast við að gefa út bækur með fyrirfram ákveðnu millibili. „Ég verð að leyfa hugmyndunum að setjast í mér og þroskast,“ segir hún og nefnir að Refurinn hafi tekið sinn tíma. Aðstæður sem geta skapast þegar manneskja hefur ekki tungumál til að tjá sig á, í ræðu eða riti, sóttu á mig, enda stóðu þær mér nærri, bæði út frá reynslu minni sem kennari og svo eru margir í minni fjölskyldu af erlendum uppruna. Ég vildi láta þannig settan einstakling mæta hráum, íslenskum veruleika og það var jafnvægislist.“ Bækur Sólveigar hafa verið gefnar út erlendis og nú vinnur breskt kvikmyndafyrirtæki að því að fjármagna sjónvarpsþáttaröð sem byggð er á Refnum. Sólveig er einmitt stödd í London þegar þetta spjall okkar fer fram gegnum síma. Hún segir aðalerindið þar vera að fylgja dóttur sinni, Áslaugu Torfadóttur, því fyrsta bók í hennar þýðingu úr íslensku á ensku sé að koma út, Mörk eftir Þóru Karítas Árnadóttur. „En ég ætla líka að hitta fólkið sem stendur í því að reyna að koma Refnum í breskt sjónvarp og frétta hvernig gengur.“
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Tímamót Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“