Trump lúffar í deilunni um landamæramúrinn í bili Kjartan Kjartansson skrifar 25. janúar 2019 18:54 Trump hefur fram að þessu neitað að samþykkja frumvörp frá þinginu um fjármögnun ríkisstofnana nema hann fái fé fyrir landamæramúr. Vísir/AP Leiðtogar demókrata og repúblikana á Bandaríkjaþingi og Donald Trump forseti hafa náð bráðabirgðasamkomulagi um að opna alríkisstofnanir sem hafa verið lokaðar í rúman mánuð tímabundið á meðan viðræður um fjármögnun landamæramúrs Trump verði haldið áfram. Trump flutti yfirlýsingu um lokun alríkisstofnana við Hvíta húsið nú í kvöld. Hægt er að horfa á það á vefsíðu Washington Post hér. Þar staðfesti Trump að hann myndi skrifa undir frumvarp um að rekstur alríkisstofnana yrði fjármagnaður í þrjár vikur, til 15. febrúar. Hann hefði beðið Mitch McConnell, leiðtoga repúblikana í öldungadeildinni, um að taka frumvarpið til atkvæða strax. Lofaði hann ríkisstarfsmönnum að greiða þeim laun aftur í tímann eins fljótt og hægt er og lofaði þá fyrir tryggð andspænis erfiðleikum. Sagðist Trump hafa fallist á málamiðlunina jafnvel þó að hann hefði öflugan valkost sem hann sagðist vonandi ekki þurfa að nota. Virtist hann þar vísa til heimildar til að lýsa yfir neyðarástandi á suðurlandamærunum sem forsetinn hefur ítrekað hótað að gera síðustu vikur. Málamiðlunin gæti þó orðið skammgóður vermir því Trump sagði nauðsynlegt að reisa múrinn. Samþykki þingið ekki fjárveitingu til múrsins fyrir 15. febrúar verði alríkisstofnunum annað hvort lokað aftur eða hann muni lýsa yfir neyðarástandi á landamærunum og hefja framkvæmdir án samþykkis þess. President Trump says the deal would reopen the government for three weeks, and he will make sure federal workers get back pay "very quickly or soon as possible" https://t.co/Geux68grqc pic.twitter.com/jjQClzUX6x— CNN Politics (@CNNPolitics) January 25, 2019 Röskun á flugi sögð hafa haft áhrif á afstöðu forsetansNew York Times segir að í samkomulaginu felist að fjármagn fyrir alríkisstofnanir sem hafa verið lokaðar frá 22. desember verði tryggt í þrjár vikur. Á þeim tíma fari viðræður fram um múrinn sem Trump vill reisa á suðurlandamærunum og hefur gert að skilyrði fyrir að samþykkja fjárveitingar til fjórðungs alríkisstofnanna. Engin fjárveiting til múrsins er í frumvarpinu. Þingið gæti því fljótt samþykkt útgjaldafrumvörp til að opna ríkisstofnanirnar aftur. Þá verður hægt að greiða um 800.000 ríkisstarfsmönnum laun sem hafa setið heima eða unnið launalaust í 35 daga. Tvö frumvörp sem lögð voru fram voru fram til að opna ríkisstofnanirnar voru felld í öldungadeildinni í gær. Frumvarp repúblikana sem fól í sér fjárveitinguna til landamæramúrsins sem Trump hefur krafist fékk færri atkvæði en frumvarp demókrata þrátt fyrir að Repúblikanaflokkur hans sé með meirihluta í öldungadeildinni. Skoðanakannanir benda til þess að bandarískur almenningur kenni Trump og repúblikönum mun frekar um lokunina en demókrötum, þrátt fyrir tilraunir Trump til að kenna þeim um. Lokunin nú er sú lengsta af þessu tagi. Í dag bárust svo fréttir af því að raskanir hefðu orðið á farþegaflugi í norðaustanverðu landinu vegna lokunarinnar. Fjöldi flugumferðastjóra sem hefur unnið launalaust síðasta mánuðinn hringdi sig þá inn veikan frekar en að mæta til vinnu. CNN-fréttastöðin hefur eftir embættismanni í Hvíta húsinu að flugraskanirnar hafi haft töluvert að segja um ákvörðun Trump um að láta undan tímabundið. Í yfirlýsingu sinni endurtók Trump fjölda misvísandi fullyrðinga um landamærin sem hann hefur áður haldið fram, þar á meðal að demókratar hefðu áður verið fylgjandi landamæramúr. Þá sagði hann ekki þörf á steinsteyptum múr yfir öll landamærin og hann hefði aldrei farið fram á slíkan múr. Múrinn yrði ekki miðaldamúr heldur gegnsær og úr stáli, útbúinn skynjurum og drónum. Fullyrti forsetinn enn og aftur að múrar virkuðu og vísaði til fordæmis Ísraelsmanna sem hafa girt Palestínumenn af inni á Vesturbakkanum. Sagðist hann telja að hægt væri að draga verulega úr glæpum og magni fíkniefna í umferð í Bandaríkjunum með því að reisa múr. Nauðsynlegt væri að reisa múr. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Leiðtogar demókrata og repúblikana á Bandaríkjaþingi og Donald Trump forseti hafa náð bráðabirgðasamkomulagi um að opna alríkisstofnanir sem hafa verið lokaðar í rúman mánuð tímabundið á meðan viðræður um fjármögnun landamæramúrs Trump verði haldið áfram. Trump flutti yfirlýsingu um lokun alríkisstofnana við Hvíta húsið nú í kvöld. Hægt er að horfa á það á vefsíðu Washington Post hér. Þar staðfesti Trump að hann myndi skrifa undir frumvarp um að rekstur alríkisstofnana yrði fjármagnaður í þrjár vikur, til 15. febrúar. Hann hefði beðið Mitch McConnell, leiðtoga repúblikana í öldungadeildinni, um að taka frumvarpið til atkvæða strax. Lofaði hann ríkisstarfsmönnum að greiða þeim laun aftur í tímann eins fljótt og hægt er og lofaði þá fyrir tryggð andspænis erfiðleikum. Sagðist Trump hafa fallist á málamiðlunina jafnvel þó að hann hefði öflugan valkost sem hann sagðist vonandi ekki þurfa að nota. Virtist hann þar vísa til heimildar til að lýsa yfir neyðarástandi á suðurlandamærunum sem forsetinn hefur ítrekað hótað að gera síðustu vikur. Málamiðlunin gæti þó orðið skammgóður vermir því Trump sagði nauðsynlegt að reisa múrinn. Samþykki þingið ekki fjárveitingu til múrsins fyrir 15. febrúar verði alríkisstofnunum annað hvort lokað aftur eða hann muni lýsa yfir neyðarástandi á landamærunum og hefja framkvæmdir án samþykkis þess. President Trump says the deal would reopen the government for three weeks, and he will make sure federal workers get back pay "very quickly or soon as possible" https://t.co/Geux68grqc pic.twitter.com/jjQClzUX6x— CNN Politics (@CNNPolitics) January 25, 2019 Röskun á flugi sögð hafa haft áhrif á afstöðu forsetansNew York Times segir að í samkomulaginu felist að fjármagn fyrir alríkisstofnanir sem hafa verið lokaðar frá 22. desember verði tryggt í þrjár vikur. Á þeim tíma fari viðræður fram um múrinn sem Trump vill reisa á suðurlandamærunum og hefur gert að skilyrði fyrir að samþykkja fjárveitingar til fjórðungs alríkisstofnanna. Engin fjárveiting til múrsins er í frumvarpinu. Þingið gæti því fljótt samþykkt útgjaldafrumvörp til að opna ríkisstofnanirnar aftur. Þá verður hægt að greiða um 800.000 ríkisstarfsmönnum laun sem hafa setið heima eða unnið launalaust í 35 daga. Tvö frumvörp sem lögð voru fram voru fram til að opna ríkisstofnanirnar voru felld í öldungadeildinni í gær. Frumvarp repúblikana sem fól í sér fjárveitinguna til landamæramúrsins sem Trump hefur krafist fékk færri atkvæði en frumvarp demókrata þrátt fyrir að Repúblikanaflokkur hans sé með meirihluta í öldungadeildinni. Skoðanakannanir benda til þess að bandarískur almenningur kenni Trump og repúblikönum mun frekar um lokunina en demókrötum, þrátt fyrir tilraunir Trump til að kenna þeim um. Lokunin nú er sú lengsta af þessu tagi. Í dag bárust svo fréttir af því að raskanir hefðu orðið á farþegaflugi í norðaustanverðu landinu vegna lokunarinnar. Fjöldi flugumferðastjóra sem hefur unnið launalaust síðasta mánuðinn hringdi sig þá inn veikan frekar en að mæta til vinnu. CNN-fréttastöðin hefur eftir embættismanni í Hvíta húsinu að flugraskanirnar hafi haft töluvert að segja um ákvörðun Trump um að láta undan tímabundið. Í yfirlýsingu sinni endurtók Trump fjölda misvísandi fullyrðinga um landamærin sem hann hefur áður haldið fram, þar á meðal að demókratar hefðu áður verið fylgjandi landamæramúr. Þá sagði hann ekki þörf á steinsteyptum múr yfir öll landamærin og hann hefði aldrei farið fram á slíkan múr. Múrinn yrði ekki miðaldamúr heldur gegnsær og úr stáli, útbúinn skynjurum og drónum. Fullyrti forsetinn enn og aftur að múrar virkuðu og vísaði til fordæmis Ísraelsmanna sem hafa girt Palestínumenn af inni á Vesturbakkanum. Sagðist hann telja að hægt væri að draga verulega úr glæpum og magni fíkniefna í umferð í Bandaríkjunum með því að reisa múr. Nauðsynlegt væri að reisa múr.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira