Filippus segist „fullur iðrunar“ vegna árekstursins í nýbirtu bréfi Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. janúar 2019 09:05 Filippus prins er mikill áhugamaður um bíla. Hann varð valdur að árekstri í síðustu viku. Getty/Max Mumby Flippus prins, hertogi af Edinborg, hefur beðið konu sem slasaðist í árekstri sem hann var valdur að afsökunar. Filippus skrifaði konunni bréf þar sem hann sagðist „miður sín“ vegna atviksisins en konan hafði áður lýst því yfir að hún væri óánægð með viðbrögð konungshjónanna í málinu. Fjölmiðlar greindu frá árekstrinum í síðustu viku en slysið varð þegar Filippus, sem er 97 ára, ók bíl sínum á KIA-bifreið nærri herragarði bresku konungsfjölskyldunnar í Sandringham í Norfolk á Bretlandseyjum þann 17. janúar síðastliðinn. Filippus slapp ómeiddur frá árekstrinum en farþegi hins bílsins, hin 46 ára gamla Emma Fairweather, úlnliðsbrotnaði.Sjá einnig: Drottningin sögð hafa óbeit á hraðakstri prinsins Fairweather hefur lýst yfir óánægju með Filippus og Elísabetu Bretadrottningu, eiginkonu hans, í kjölfar árekstursins. Skömmu eftir slysið tjáði hún breskum fjölmiðlum að hertoginn hafi ekki einu sinni beðið sig afsökunar. Þá hafi skilaboð sem Filippus og Elísabet sendu henni strax eftir slysið verið óskiljanleg auk þess sem þau hafi ekki óskað henni bata.Hertoginn fullur iðrunar Nú hefur hins vegar komið fram að Filippus sendi Fairweather bréf, skrifað fjórum dögum eftir slysið, þar sem hann biður hana afsökunar. Bréfið er birt í heild á vef breska götublaðsins Sunday Mirror en þar segist hertoginn „miður sín“ vegna slyssins. Þá kemur hann á framfæri óskum um „skjótan bata“ Fairweather og bætir við að hann sé „nokkuð sleginn“ eftir áreksturinn. „Mér hefur síðar verið tjáð að þú hafir handleggsbrotnað. Mér þykir mjög fyrir þessum meiðslum.“ Filippus gerir jafnframt frekari grein fyrir tildrögum slyssins en hann segir í bréfinu að hann hafi oft ekið umræddan veg og sé meðvitaður um umferðarþungann á svæðinu. „Með öðrum orðum, sólin var lágt á lofti yfir aðalveginum. Við venjuleg skilyrði hefði ég ekki átt í vandræðum með að sjá umferðina nálgast,“ skrifar hertoginn. „[…] og ég er fullur iðrunar yfir afleiðingunum.“ Segir bréfið einlægt Fairweather virðist hafa tekið konungshjónin í sátt og segist ánægð með bréfið, sérstaklega þar sem hann hafi ritað skírnarnafn sitt undir en ekki titilinn. Það hafi gefið bréfinu einlægan og persónulegan blæ. Þá hafi hertoginn loksins viðurkennt áfallið sem hún hafi orðið fyrir vegna slyssins. Bretar hafa fylgst náið með slysinu og eftirmálum þess síðustu daga. Hertoginn var einn í Landrover Freelander-bifreið sinni þegar hann ók inn á aðalveginn af beygjuakrein, með þeim afleiðingum að bifreið hans hafnaði á KIA-bifreiðinni með Fairweather innanborðs. Vinkona Fairweather ók bílnum og þá var níu mánaða sonur hennar í aftursætinu. Bretland England Kóngafólk Tengdar fréttir Fylgjast náið með ferðum prinsins: „Hefur ekki einu sinni beðist afsökunar“ Prinsinn myndaður einn í nýjum Land Rover og án sætisbeltis tveimur dögum eftir áreksturinn. 19. janúar 2019 23:45 Munu ekki veita Filippusi prins afslátt við rannsókn bílslyss Drottningamaðurinn slapp ómeiddur frá bílslysi á fimmtudaginn. 19. janúar 2019 19:21 Drottningin sögð hafa haft óbeit á hraðakstri prinsins Telur nokkuð víst að hún hafi beðið prinsinn um að hætta akstri eftir áreksturinn. 24. janúar 2019 10:05 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira
Flippus prins, hertogi af Edinborg, hefur beðið konu sem slasaðist í árekstri sem hann var valdur að afsökunar. Filippus skrifaði konunni bréf þar sem hann sagðist „miður sín“ vegna atviksisins en konan hafði áður lýst því yfir að hún væri óánægð með viðbrögð konungshjónanna í málinu. Fjölmiðlar greindu frá árekstrinum í síðustu viku en slysið varð þegar Filippus, sem er 97 ára, ók bíl sínum á KIA-bifreið nærri herragarði bresku konungsfjölskyldunnar í Sandringham í Norfolk á Bretlandseyjum þann 17. janúar síðastliðinn. Filippus slapp ómeiddur frá árekstrinum en farþegi hins bílsins, hin 46 ára gamla Emma Fairweather, úlnliðsbrotnaði.Sjá einnig: Drottningin sögð hafa óbeit á hraðakstri prinsins Fairweather hefur lýst yfir óánægju með Filippus og Elísabetu Bretadrottningu, eiginkonu hans, í kjölfar árekstursins. Skömmu eftir slysið tjáði hún breskum fjölmiðlum að hertoginn hafi ekki einu sinni beðið sig afsökunar. Þá hafi skilaboð sem Filippus og Elísabet sendu henni strax eftir slysið verið óskiljanleg auk þess sem þau hafi ekki óskað henni bata.Hertoginn fullur iðrunar Nú hefur hins vegar komið fram að Filippus sendi Fairweather bréf, skrifað fjórum dögum eftir slysið, þar sem hann biður hana afsökunar. Bréfið er birt í heild á vef breska götublaðsins Sunday Mirror en þar segist hertoginn „miður sín“ vegna slyssins. Þá kemur hann á framfæri óskum um „skjótan bata“ Fairweather og bætir við að hann sé „nokkuð sleginn“ eftir áreksturinn. „Mér hefur síðar verið tjáð að þú hafir handleggsbrotnað. Mér þykir mjög fyrir þessum meiðslum.“ Filippus gerir jafnframt frekari grein fyrir tildrögum slyssins en hann segir í bréfinu að hann hafi oft ekið umræddan veg og sé meðvitaður um umferðarþungann á svæðinu. „Með öðrum orðum, sólin var lágt á lofti yfir aðalveginum. Við venjuleg skilyrði hefði ég ekki átt í vandræðum með að sjá umferðina nálgast,“ skrifar hertoginn. „[…] og ég er fullur iðrunar yfir afleiðingunum.“ Segir bréfið einlægt Fairweather virðist hafa tekið konungshjónin í sátt og segist ánægð með bréfið, sérstaklega þar sem hann hafi ritað skírnarnafn sitt undir en ekki titilinn. Það hafi gefið bréfinu einlægan og persónulegan blæ. Þá hafi hertoginn loksins viðurkennt áfallið sem hún hafi orðið fyrir vegna slyssins. Bretar hafa fylgst náið með slysinu og eftirmálum þess síðustu daga. Hertoginn var einn í Landrover Freelander-bifreið sinni þegar hann ók inn á aðalveginn af beygjuakrein, með þeim afleiðingum að bifreið hans hafnaði á KIA-bifreiðinni með Fairweather innanborðs. Vinkona Fairweather ók bílnum og þá var níu mánaða sonur hennar í aftursætinu.
Bretland England Kóngafólk Tengdar fréttir Fylgjast náið með ferðum prinsins: „Hefur ekki einu sinni beðist afsökunar“ Prinsinn myndaður einn í nýjum Land Rover og án sætisbeltis tveimur dögum eftir áreksturinn. 19. janúar 2019 23:45 Munu ekki veita Filippusi prins afslátt við rannsókn bílslyss Drottningamaðurinn slapp ómeiddur frá bílslysi á fimmtudaginn. 19. janúar 2019 19:21 Drottningin sögð hafa haft óbeit á hraðakstri prinsins Telur nokkuð víst að hún hafi beðið prinsinn um að hætta akstri eftir áreksturinn. 24. janúar 2019 10:05 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira
Fylgjast náið með ferðum prinsins: „Hefur ekki einu sinni beðist afsökunar“ Prinsinn myndaður einn í nýjum Land Rover og án sætisbeltis tveimur dögum eftir áreksturinn. 19. janúar 2019 23:45
Munu ekki veita Filippusi prins afslátt við rannsókn bílslyss Drottningamaðurinn slapp ómeiddur frá bílslysi á fimmtudaginn. 19. janúar 2019 19:21
Drottningin sögð hafa haft óbeit á hraðakstri prinsins Telur nokkuð víst að hún hafi beðið prinsinn um að hætta akstri eftir áreksturinn. 24. janúar 2019 10:05