Áfengi Guðmundur Steingrímsson skrifar 28. janúar 2019 07:00 Setningar sem falla þegar fólk er að reyna að sannfæra sjálft sig um að það eigi ekki í vandræðum með áfengisneyslu sína eru oft spaugilegar, þótt nöturlegar séu þær einnig. Fátt er jafn afkáralegt og fólk í markvissri afneitun. Menn sem mæta blekölvaðir heim til sín og pissa í skóskápinn vakna ringlaðir daginn eftir og halda því fram að skápahurðin sé alltof nálægt klósetthurðinni, og sérstaklega sé erfitt að sjá muninn í myrkri. Náð er í verkfærakassann. Ég man eftir manni í veislu sem hló glaðhlakkalega að óförum sínum við áfengisneyslu kvöldið áður — þar sem hann hafði endað ofan í skurði, bókstaflega, og dáið — og reyndi að gera að því grín. Mér er í fersku minni andartakið þegar hann hvissaði í miðri sögunni upp fyrstu bjórdós kvöldsins, hlæjandi með roða í kinnum. Ör. En smá efi í augum. Síðar um kvöldið fannst hann liggjandi áfengisdauður inni á salerni með buxurnar á hælunum, búinn að gera upp á bak. Bókstaflega.Dularfullar orsakir Hann fór í meðferð og hefur lokið keppni. Aðrir halda áfram, gallharðir. Ótal leiðir er hægt að fara til að teygja raunveruleikann í átt að fullkominni sjálfsmynd, þar sem ekkert er að. Neysla mín er ekki málið. Það er eitthvað annað sem gengur hér á. Eitthvað dularfullt. Það má alltaf smella í yfirlýsingu. „Svo óheppilega vildi til við skipulagðan gleðskap í gærkvöldi að við hóflega drykkju áfengis sótti að mér svimi sem ég tengi við járnskort. Ég ákvað því um miðbik kvölds að leggja mig um stundarsakir á salernisgólfi gestgjafanna. Sökum þess að mér láðist að loka að mér er ekki ólíklegt að einhverjir veislugesta kunni að hafa borið mig augum. Einnig hef ég orðið þess áskynja að í aðdraganda svimans séu líkur á að hönd mín hafi lent í andliti annarra gesta með þeim afleiðingum að þeir hafi mögulega hlotið áverka. Því er einnig haldið fram að óvarleg orð hafi fallið af minni hálfu í garð sumra gesta, einkum kvenna, og að ég hafi rutt veisluföngum af borðum með ótæpilegum hávaða og á einhverjum tímapunkti berað kynfæri mín um stund. Hafi slíkt gerst, er mér ljúft að biðjast afsökunar verði þess óskað. Málinu er lokið af minni hálfu. Hyggst ég nú leita mér aðstoðar við umræddum járnskorti.” Reiði og undrun Það er óneitanlega til vitnis um það hversu viðsjárvert eitur áfengi er, að fólk getur til dæmis vaknað við gnauðandi vind og hádegisfréttir einhvers staðar í ókunnugu húsi uppi í Kjós á þriðjudegi eftir fimm daga fyllerí sem kannski hófst í útgáfuhófi ljóðabókar hjá vini á fimmtudagseftirmiðdegi, og samt hugsað að það eigi ekki beinlínis við áfengisvandamál að stríða. Ekki þannig. Þetta var tilfallandi. Snúið er vörn í sókn. Má ekki detta í það? Það gerðist hvort sem er ekkert merkilegt þessa fimm daga. Og hvað með það þótt það séu myndbönd af manni út um allt á Facebook að heilsa skólabörnum í strætó með nasistakveðju? Kann fólk ekki að taka gríni? Og hvaða rugl er það að reka mann upp úr sundlaug þótt maður brýni aðeins raustina við skemmtilegar rökræður um pólitík á sunnudagsmorgni? Má fólk ekki sýna tilfinningar lengur? Svo er hægt að vera undrandi. Ja, hérna. Ég skil bara ekkert hvað gerðist! Um leið og ég steig inn á barinn hætti ég að muna?… Hetjur Ég skal ekki segja. Í lífinu, og kannski einkum og sér í lagi þegar kemur að áfengisneyslu, verður hver og einn að bera ábyrgð á sjálfum sér. Það eru skilmálarnir, kjósi maður að drekka. Og þetta er hægara sagt en gert. Allt sitt líf jafnvel getur fólk strögglað við það að reyna að horfast í augu við eigin misnotkun á áfengi en það bara tekst alls ekki. Ótal vitnisburðir eru til um það hvernig enginn getur sigrað þessa baráttu nema maður sjálfur, með eigin vilja að vopni. Og ef fólk telur sig ekki eiga í vanda, nú þá það. Hitt veit ég. Mikið rosalega dáist ég að þeim manneskjum sem hafa náð að átta sig á hvað breyskleikinn getur verið djúpur og alltumlykjandi, og hvað hægt er að vera mikill asni stundum og hvað áfengi getur gert mann að miklum fávita. Fólk sem tekur stjórn á eigin lífi, tekur stjórn á neyslu sinni, viðurkennir galla sína, kennir ekki öðrum um og sýnir hugrekki gagnvart meinsemdum eigin hugarþels. Þetta fólk: Hinir einlægu og auðmjúku sigurvegarar í öllum þessum persónubundnu en oft langvarandi styrjöldum sálarlífsins. Það er sterkt fólk. Hetjur. Það er svo sterkt, að það ætti jafnvel erindi á þing. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Setningar sem falla þegar fólk er að reyna að sannfæra sjálft sig um að það eigi ekki í vandræðum með áfengisneyslu sína eru oft spaugilegar, þótt nöturlegar séu þær einnig. Fátt er jafn afkáralegt og fólk í markvissri afneitun. Menn sem mæta blekölvaðir heim til sín og pissa í skóskápinn vakna ringlaðir daginn eftir og halda því fram að skápahurðin sé alltof nálægt klósetthurðinni, og sérstaklega sé erfitt að sjá muninn í myrkri. Náð er í verkfærakassann. Ég man eftir manni í veislu sem hló glaðhlakkalega að óförum sínum við áfengisneyslu kvöldið áður — þar sem hann hafði endað ofan í skurði, bókstaflega, og dáið — og reyndi að gera að því grín. Mér er í fersku minni andartakið þegar hann hvissaði í miðri sögunni upp fyrstu bjórdós kvöldsins, hlæjandi með roða í kinnum. Ör. En smá efi í augum. Síðar um kvöldið fannst hann liggjandi áfengisdauður inni á salerni með buxurnar á hælunum, búinn að gera upp á bak. Bókstaflega.Dularfullar orsakir Hann fór í meðferð og hefur lokið keppni. Aðrir halda áfram, gallharðir. Ótal leiðir er hægt að fara til að teygja raunveruleikann í átt að fullkominni sjálfsmynd, þar sem ekkert er að. Neysla mín er ekki málið. Það er eitthvað annað sem gengur hér á. Eitthvað dularfullt. Það má alltaf smella í yfirlýsingu. „Svo óheppilega vildi til við skipulagðan gleðskap í gærkvöldi að við hóflega drykkju áfengis sótti að mér svimi sem ég tengi við járnskort. Ég ákvað því um miðbik kvölds að leggja mig um stundarsakir á salernisgólfi gestgjafanna. Sökum þess að mér láðist að loka að mér er ekki ólíklegt að einhverjir veislugesta kunni að hafa borið mig augum. Einnig hef ég orðið þess áskynja að í aðdraganda svimans séu líkur á að hönd mín hafi lent í andliti annarra gesta með þeim afleiðingum að þeir hafi mögulega hlotið áverka. Því er einnig haldið fram að óvarleg orð hafi fallið af minni hálfu í garð sumra gesta, einkum kvenna, og að ég hafi rutt veisluföngum af borðum með ótæpilegum hávaða og á einhverjum tímapunkti berað kynfæri mín um stund. Hafi slíkt gerst, er mér ljúft að biðjast afsökunar verði þess óskað. Málinu er lokið af minni hálfu. Hyggst ég nú leita mér aðstoðar við umræddum járnskorti.” Reiði og undrun Það er óneitanlega til vitnis um það hversu viðsjárvert eitur áfengi er, að fólk getur til dæmis vaknað við gnauðandi vind og hádegisfréttir einhvers staðar í ókunnugu húsi uppi í Kjós á þriðjudegi eftir fimm daga fyllerí sem kannski hófst í útgáfuhófi ljóðabókar hjá vini á fimmtudagseftirmiðdegi, og samt hugsað að það eigi ekki beinlínis við áfengisvandamál að stríða. Ekki þannig. Þetta var tilfallandi. Snúið er vörn í sókn. Má ekki detta í það? Það gerðist hvort sem er ekkert merkilegt þessa fimm daga. Og hvað með það þótt það séu myndbönd af manni út um allt á Facebook að heilsa skólabörnum í strætó með nasistakveðju? Kann fólk ekki að taka gríni? Og hvaða rugl er það að reka mann upp úr sundlaug þótt maður brýni aðeins raustina við skemmtilegar rökræður um pólitík á sunnudagsmorgni? Má fólk ekki sýna tilfinningar lengur? Svo er hægt að vera undrandi. Ja, hérna. Ég skil bara ekkert hvað gerðist! Um leið og ég steig inn á barinn hætti ég að muna?… Hetjur Ég skal ekki segja. Í lífinu, og kannski einkum og sér í lagi þegar kemur að áfengisneyslu, verður hver og einn að bera ábyrgð á sjálfum sér. Það eru skilmálarnir, kjósi maður að drekka. Og þetta er hægara sagt en gert. Allt sitt líf jafnvel getur fólk strögglað við það að reyna að horfast í augu við eigin misnotkun á áfengi en það bara tekst alls ekki. Ótal vitnisburðir eru til um það hvernig enginn getur sigrað þessa baráttu nema maður sjálfur, með eigin vilja að vopni. Og ef fólk telur sig ekki eiga í vanda, nú þá það. Hitt veit ég. Mikið rosalega dáist ég að þeim manneskjum sem hafa náð að átta sig á hvað breyskleikinn getur verið djúpur og alltumlykjandi, og hvað hægt er að vera mikill asni stundum og hvað áfengi getur gert mann að miklum fávita. Fólk sem tekur stjórn á eigin lífi, tekur stjórn á neyslu sinni, viðurkennir galla sína, kennir ekki öðrum um og sýnir hugrekki gagnvart meinsemdum eigin hugarþels. Þetta fólk: Hinir einlægu og auðmjúku sigurvegarar í öllum þessum persónubundnu en oft langvarandi styrjöldum sálarlífsins. Það er sterkt fólk. Hetjur. Það er svo sterkt, að það ætti jafnvel erindi á þing.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun