Vernd persónuupplýsinga – breytt heimsmynd Helga Þórisdóttir skrifar 28. janúar 2019 07:00 Alþjóðlegi persónuverndardagurinn er haldinn í 13. skipti í dag, mánudaginn 28. janúar 2019. Sá dagur hefur verið haldinn hátíðlegur með vísan til fyrsta alþjóðlega samningsins á sviði persónuverndar, Evrópuráðssamningsins, frá 28. janúar 1981. Til þess að mæta kröfum tæknibyltingarinnar hefur ný og uppfærð útgáfa af samningnum verið unnin og er hún nú í fullgildingarferli, en samningurinn var undirritaður fyrir Íslands hönd þann 21. nóvember síðastliðinn. Augu opnast fyrir afleiðingum af vinnslu persónuupplýsinga Hugsið ykkur hvaða áhrif olía hafði á heiminn áður fyrr. Það sama er að gerast með persónugreinanleg gögn í dag. Segja má að þessi samanburður í heimildarmyndinni Democracy, sem lýsir vegferð þess frumvarps sem varð að hinni nýju evrópsku persónuverndarlöggjöf, segi meira en mörg orð. Hvern hefði grunað fyrir nokkrum árum að öflugustu og verðmætustu fyrirtæki heims yrðu þau sem vinna með gögn um okkur – oft án þess að við vitum um það? Hvern hefði grunað að hægt væri að kortleggja nær öll okkar nettengdu samskipti, hvort sem er í einkalífinu eða í samskiptum við fyrirtæki, og á stundum einnig við hið opinbera og sveitarfélög? Og hvern hefði grunað að hægt væri með lítilli fyrirhöfn að komast inn á nettengd snjalltæki og fá þannig hljóð og mynd frá einkaheimilum, nú eða hringja í snjallúr barna – taka stjórn á þeim, hlera þau og koma skilaboðum til barna, án þess að foreldrar viti af? Eða að hægt væri að gera atlögu að innviðum samfélaga með þessum nettengdu tækjum og lama þannig starfsemi sjúkrahúsa og orkuvera, svo dæmi séu tekin? Og hvern hefði grunað að fyrirtæki myndu misnota persónuupplýsingar á samfélagsmiðlum með þeim hætti að uppi séu efasemdir um hvort kosningar verði einhvern tíma aftur frjálsar og lýðræðislegar – eins og Cambridge Analytica-hneykslið sýndi fram á? Þá vissu væntanlega fáir að hugsun þeirra sem hönnuðu Internetið snerist einungis um að koma vöru og þjónustu á framfæri. Í engu var hugað að persónuvernd notenda. Fögnum tækniframförum – en aðgát skal höfð Allir geta verið sammála um að almennt beri að fagna framþróun í vísindum og tækni en tækniframfarir undanfarinna ára með gríðargögn, gervigreind og sjálfvirka ákvörðunartöku véla fremsta í flokki hafa leitt af sér áleitnar spurningar um hvernig samfélagi við viljum lifa í. Útgangspunkturinn er að við eigum ekki að þurfa að deila öllum okkar persónuupplýsingum með öðrum til að eiga gott líf. Við eigum hins vegar rétt á að vita hver vinnur upplýsingar um okkur, hvenær og í hvaða tilgangi. Þetta eru raunveruleg réttindi sem ber að virða. Höfundur er forstjóri Persónuverndar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tækni Helga Þórisdóttir Mest lesið Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Alþjóðlegi persónuverndardagurinn er haldinn í 13. skipti í dag, mánudaginn 28. janúar 2019. Sá dagur hefur verið haldinn hátíðlegur með vísan til fyrsta alþjóðlega samningsins á sviði persónuverndar, Evrópuráðssamningsins, frá 28. janúar 1981. Til þess að mæta kröfum tæknibyltingarinnar hefur ný og uppfærð útgáfa af samningnum verið unnin og er hún nú í fullgildingarferli, en samningurinn var undirritaður fyrir Íslands hönd þann 21. nóvember síðastliðinn. Augu opnast fyrir afleiðingum af vinnslu persónuupplýsinga Hugsið ykkur hvaða áhrif olía hafði á heiminn áður fyrr. Það sama er að gerast með persónugreinanleg gögn í dag. Segja má að þessi samanburður í heimildarmyndinni Democracy, sem lýsir vegferð þess frumvarps sem varð að hinni nýju evrópsku persónuverndarlöggjöf, segi meira en mörg orð. Hvern hefði grunað fyrir nokkrum árum að öflugustu og verðmætustu fyrirtæki heims yrðu þau sem vinna með gögn um okkur – oft án þess að við vitum um það? Hvern hefði grunað að hægt væri að kortleggja nær öll okkar nettengdu samskipti, hvort sem er í einkalífinu eða í samskiptum við fyrirtæki, og á stundum einnig við hið opinbera og sveitarfélög? Og hvern hefði grunað að hægt væri með lítilli fyrirhöfn að komast inn á nettengd snjalltæki og fá þannig hljóð og mynd frá einkaheimilum, nú eða hringja í snjallúr barna – taka stjórn á þeim, hlera þau og koma skilaboðum til barna, án þess að foreldrar viti af? Eða að hægt væri að gera atlögu að innviðum samfélaga með þessum nettengdu tækjum og lama þannig starfsemi sjúkrahúsa og orkuvera, svo dæmi séu tekin? Og hvern hefði grunað að fyrirtæki myndu misnota persónuupplýsingar á samfélagsmiðlum með þeim hætti að uppi séu efasemdir um hvort kosningar verði einhvern tíma aftur frjálsar og lýðræðislegar – eins og Cambridge Analytica-hneykslið sýndi fram á? Þá vissu væntanlega fáir að hugsun þeirra sem hönnuðu Internetið snerist einungis um að koma vöru og þjónustu á framfæri. Í engu var hugað að persónuvernd notenda. Fögnum tækniframförum – en aðgát skal höfð Allir geta verið sammála um að almennt beri að fagna framþróun í vísindum og tækni en tækniframfarir undanfarinna ára með gríðargögn, gervigreind og sjálfvirka ákvörðunartöku véla fremsta í flokki hafa leitt af sér áleitnar spurningar um hvernig samfélagi við viljum lifa í. Útgangspunkturinn er að við eigum ekki að þurfa að deila öllum okkar persónuupplýsingum með öðrum til að eiga gott líf. Við eigum hins vegar rétt á að vita hver vinnur upplýsingar um okkur, hvenær og í hvaða tilgangi. Þetta eru raunveruleg réttindi sem ber að virða. Höfundur er forstjóri Persónuverndar
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun