Útilokar ekki að vinna með saksóknara Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 28. janúar 2019 06:00 Roger Stone á föstudaginn. Vísir/Getty Roger Stone, samstarfsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta til margra ára, sagði í gær að hann myndi svara öllum spurningum Roberts Mueller, sérstaks saksóknara, sem rannsakar tengsl forsetaframboðs Trumps við rússnesk yfirvöld, af hreinskilni. Stone útilokaði ekki að vera samvinnufús og aðstoða Mueller við að svipta hulunni af hinum meintu samskiptum við stjórnvöld í Moskvu. „Ef það var einhver glæpur framinn af fólki sem starfaði fyrir framboðið [...] þá mun ég sannarlega vitna um það af heilindum,“ sagði Stone í viðtali á sjónvarpsstöðinni ABC í gær. Stone, sem er 66 ára, var handtekinn á föstudaginn fyrir helgi og er meðal annars gefið að sök að hafa hindrað framgang réttvísinnar og reynt að hafa áhrif á framburð vitna í tengslum við rannsókn Muellers. Í ákærunni kemur hvergi fram að Stone sé grunaður um að hafa haft bein samskipti við rússnesk yfirvöld. Hins vegar kemur þar fram að Stone hafi rætt við háttsetta stjórnendur í teymi Trumps um WikiLeaks og gögn frá uppljóstrunarsamtökunum sem voru sögð skaðleg fyrir framboðs Hillarys Clinton, mótframbjóðanda Trumps. Í viðtalinu sagði Stone að það hefði aldrei komið til tals milli hans og Trumps að hann yrði náðaður ef allt færi á versta veg og sagði þá aldrei hafa rætt um WikiLeaks eða stofnanda samtakanna, Julian Assange. Stone segist vera saklaus af ásökunum Muellers og hyggst sanna sakleysi sitt fyrir dómstólum. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Náinn bandamaður Trump handtekinn Roger Stone, náinn bandamaður og ráðgjafi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur verið handtekinn í Flórída vegna Rússarannsóknar Robert Mueller. 25. janúar 2019 11:36 SNL gerir stólpagrín að Trump og hinum nýhandtekna Stone Roger Stone var handtekinn í vikunni í tengslum við Rússarannsókn Roberts Mueller. 27. janúar 2019 14:15 Ráðgjafi Trump segist ekki ætla að vitna gegn honum Roger Stone var sleppt gegn tryggingu eftir að hann var handtekinn í morgun. Hann er sakaður um að hafa logið um samskipti við Wikileaks og Trump-framboðið. 25. janúar 2019 23:30 Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira
Roger Stone, samstarfsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta til margra ára, sagði í gær að hann myndi svara öllum spurningum Roberts Mueller, sérstaks saksóknara, sem rannsakar tengsl forsetaframboðs Trumps við rússnesk yfirvöld, af hreinskilni. Stone útilokaði ekki að vera samvinnufús og aðstoða Mueller við að svipta hulunni af hinum meintu samskiptum við stjórnvöld í Moskvu. „Ef það var einhver glæpur framinn af fólki sem starfaði fyrir framboðið [...] þá mun ég sannarlega vitna um það af heilindum,“ sagði Stone í viðtali á sjónvarpsstöðinni ABC í gær. Stone, sem er 66 ára, var handtekinn á föstudaginn fyrir helgi og er meðal annars gefið að sök að hafa hindrað framgang réttvísinnar og reynt að hafa áhrif á framburð vitna í tengslum við rannsókn Muellers. Í ákærunni kemur hvergi fram að Stone sé grunaður um að hafa haft bein samskipti við rússnesk yfirvöld. Hins vegar kemur þar fram að Stone hafi rætt við háttsetta stjórnendur í teymi Trumps um WikiLeaks og gögn frá uppljóstrunarsamtökunum sem voru sögð skaðleg fyrir framboðs Hillarys Clinton, mótframbjóðanda Trumps. Í viðtalinu sagði Stone að það hefði aldrei komið til tals milli hans og Trumps að hann yrði náðaður ef allt færi á versta veg og sagði þá aldrei hafa rætt um WikiLeaks eða stofnanda samtakanna, Julian Assange. Stone segist vera saklaus af ásökunum Muellers og hyggst sanna sakleysi sitt fyrir dómstólum.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Náinn bandamaður Trump handtekinn Roger Stone, náinn bandamaður og ráðgjafi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur verið handtekinn í Flórída vegna Rússarannsóknar Robert Mueller. 25. janúar 2019 11:36 SNL gerir stólpagrín að Trump og hinum nýhandtekna Stone Roger Stone var handtekinn í vikunni í tengslum við Rússarannsókn Roberts Mueller. 27. janúar 2019 14:15 Ráðgjafi Trump segist ekki ætla að vitna gegn honum Roger Stone var sleppt gegn tryggingu eftir að hann var handtekinn í morgun. Hann er sakaður um að hafa logið um samskipti við Wikileaks og Trump-framboðið. 25. janúar 2019 23:30 Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira
Náinn bandamaður Trump handtekinn Roger Stone, náinn bandamaður og ráðgjafi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur verið handtekinn í Flórída vegna Rússarannsóknar Robert Mueller. 25. janúar 2019 11:36
SNL gerir stólpagrín að Trump og hinum nýhandtekna Stone Roger Stone var handtekinn í vikunni í tengslum við Rússarannsókn Roberts Mueller. 27. janúar 2019 14:15
Ráðgjafi Trump segist ekki ætla að vitna gegn honum Roger Stone var sleppt gegn tryggingu eftir að hann var handtekinn í morgun. Hann er sakaður um að hafa logið um samskipti við Wikileaks og Trump-framboðið. 25. janúar 2019 23:30