Trump tilbúinn til að loka alríkisstofnunum á nýjan leik Samúel Karl Ólason skrifar 27. janúar 2019 23:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er tilbúinn til að loka þriðjungi alríkisstofnanna Bandaríkjanna á nýjan leik í febrúar, náist ekki samningur sem honum þykir ásættanlegur um byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Einungis tveir dagar eru liðnir frá því að Trump lýsti því yfir að stofnanirnar yrðu opnaðar á nýjan leik eftir og er um að ræða lengstu slíku lokun í sögu Bandaríkjanna. Verði ekki samið er útlit fyrir að stofnununum verði lokað aftur þann 15. febrúar. Trump vill 5,7 milljarða dala til að byggja múrinn en Demókratar, sem stjórna fulltrúadeild Bandaríkjaþings, segja það glapræði, sóun á peningum og eina markmið Trump sé að standa við vanhugsað kosningaloforð. Þeir hafa hingað til eingöngu verið tilbúnir til að auka fjárútlát til aukins eftirlits á landamærunum svo lengi sem ekki eina dalur fari í að reisa múr.Sjá einnig: Fallegi múrinn sem varð að girðingu Þegar Mick Mulvaney, starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, var spurður í dag hvort Trump væri tilbúinn til að loka stofnunum á nýjan leik sagði hann svo vera. „Hann vill ekki stöðva rekstur ríkisstjórnarinnar, höfum það á hreinu. Hann vill ekki lýsa yfir neyðarástandi,“ sagði Mulvaney. Hann bætti þó við að Trump væri staðráðinn í að „vernda þjóðina“ og það myndi hann gera hvort sem það færi í gegnum þingið eða ekki. Með því að lýsa yfir neyðarástandi gæti Trump byggt múrinn með neyðarsjóðum bandaríska hersins. Við eðlilegar kringumstæður væru þeir sjóðir notaðir vegna hamfara, byggingar varnarvirkja og innviða. Slíkri yfirlýsingu yrði þó án efa mætt með lögsóknum og löngu ferli í dómstólum.Vill snúa Demókrötum Trump hefur ítrekað haldið því fram að neyðarástand sé á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Í síðasta mánuði sagði hann 35 milljónir manna hafa farið ólöglega yfir landamærin og þau búi nú í Bandaríkjunum. Í dag sagði hann 25,7 milljónir, en AP fréttaveitan segir ekki ljóst hvaðan forsetinn fékk þær tölur. Starfsmannastjóri Trump veit það ekki heldur.Báðar tölurnar eru hærri en áætlanir hans eigin ríkisstjórnar og annarra sérfræðinga. Heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna gaf út í í síðasta mánuði að á milli ellefu til 22 milljónir ólöglegra innflytjenda byggju í Bandaríkjunum. Pew Research Center áætlar að þeir hafi verið um 10,7 milljónir 2016 og áætlun þeirra hefur ekki verið lægri í áratug. Þá tísti Trump í dag og sagði ólöglega innflytjendur hafa kostað Bandaríkin nærri því 19 milljarða dala það sem af er þessu ári. Hann sagði þó ekki hvaðan sú tala væri fengin.Sjá einnig: Trump-liðar reiðir út í forsetann: Donald Trump sagður hafa lúffað og vera gunga Mulvaney lagði í dag mikla áherslu á að Trump hefði ekki „tapað“ neinu með því að opna áðurnefndar stofnanir án þess að fá neitt til byggingar múrsins. Samningaviðræður stæðu enn yfir. „Að endingu verður hann dæmdur eftir því hvernig þetta ferli endar. Ekki eftir því hvað gerðist í þessari viku,“ sagði hann á Fox News.Hann sagði Trump hafa séð tækifæri í því að fá þingmenn Demókrataflokksins með sér í lið. Fá þá til að snúast gegn leiðtogum flokksins og greiða atkvæði með fjárveitingu til múrsins. Meðlimir ríkisstjórnar Trump hafa þó reynt það ítrekað, án árangurs. á undanförnum mánuði, eins og Politico bendir á. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er tilbúinn til að loka þriðjungi alríkisstofnanna Bandaríkjanna á nýjan leik í febrúar, náist ekki samningur sem honum þykir ásættanlegur um byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Einungis tveir dagar eru liðnir frá því að Trump lýsti því yfir að stofnanirnar yrðu opnaðar á nýjan leik eftir og er um að ræða lengstu slíku lokun í sögu Bandaríkjanna. Verði ekki samið er útlit fyrir að stofnununum verði lokað aftur þann 15. febrúar. Trump vill 5,7 milljarða dala til að byggja múrinn en Demókratar, sem stjórna fulltrúadeild Bandaríkjaþings, segja það glapræði, sóun á peningum og eina markmið Trump sé að standa við vanhugsað kosningaloforð. Þeir hafa hingað til eingöngu verið tilbúnir til að auka fjárútlát til aukins eftirlits á landamærunum svo lengi sem ekki eina dalur fari í að reisa múr.Sjá einnig: Fallegi múrinn sem varð að girðingu Þegar Mick Mulvaney, starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, var spurður í dag hvort Trump væri tilbúinn til að loka stofnunum á nýjan leik sagði hann svo vera. „Hann vill ekki stöðva rekstur ríkisstjórnarinnar, höfum það á hreinu. Hann vill ekki lýsa yfir neyðarástandi,“ sagði Mulvaney. Hann bætti þó við að Trump væri staðráðinn í að „vernda þjóðina“ og það myndi hann gera hvort sem það færi í gegnum þingið eða ekki. Með því að lýsa yfir neyðarástandi gæti Trump byggt múrinn með neyðarsjóðum bandaríska hersins. Við eðlilegar kringumstæður væru þeir sjóðir notaðir vegna hamfara, byggingar varnarvirkja og innviða. Slíkri yfirlýsingu yrði þó án efa mætt með lögsóknum og löngu ferli í dómstólum.Vill snúa Demókrötum Trump hefur ítrekað haldið því fram að neyðarástand sé á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Í síðasta mánuði sagði hann 35 milljónir manna hafa farið ólöglega yfir landamærin og þau búi nú í Bandaríkjunum. Í dag sagði hann 25,7 milljónir, en AP fréttaveitan segir ekki ljóst hvaðan forsetinn fékk þær tölur. Starfsmannastjóri Trump veit það ekki heldur.Báðar tölurnar eru hærri en áætlanir hans eigin ríkisstjórnar og annarra sérfræðinga. Heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna gaf út í í síðasta mánuði að á milli ellefu til 22 milljónir ólöglegra innflytjenda byggju í Bandaríkjunum. Pew Research Center áætlar að þeir hafi verið um 10,7 milljónir 2016 og áætlun þeirra hefur ekki verið lægri í áratug. Þá tísti Trump í dag og sagði ólöglega innflytjendur hafa kostað Bandaríkin nærri því 19 milljarða dala það sem af er þessu ári. Hann sagði þó ekki hvaðan sú tala væri fengin.Sjá einnig: Trump-liðar reiðir út í forsetann: Donald Trump sagður hafa lúffað og vera gunga Mulvaney lagði í dag mikla áherslu á að Trump hefði ekki „tapað“ neinu með því að opna áðurnefndar stofnanir án þess að fá neitt til byggingar múrsins. Samningaviðræður stæðu enn yfir. „Að endingu verður hann dæmdur eftir því hvernig þetta ferli endar. Ekki eftir því hvað gerðist í þessari viku,“ sagði hann á Fox News.Hann sagði Trump hafa séð tækifæri í því að fá þingmenn Demókrataflokksins með sér í lið. Fá þá til að snúast gegn leiðtogum flokksins og greiða atkvæði með fjárveitingu til múrsins. Meðlimir ríkisstjórnar Trump hafa þó reynt það ítrekað, án árangurs. á undanförnum mánuði, eins og Politico bendir á.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Sjá meira