Bolsonaro gengst undir aðgerð Atli Ísleifsson skrifar 28. janúar 2019 10:59 Jair Bolsonaro mun gangast undir aðgerð á sjúkrahúsi í Sao Paulo. Twitter Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, mun gangast undir aðgerð í dag þar sem ristilstómi verður fjarlægður og þarmar hans tengdir saman á ný. Með aðgerðinni eru læknar að fylgja eftir aðgerð sem Bolsonaro gekkst undir eftir að hafa orðið fyrir stunguárás á götum úti í kosningabaráttunni í september. Forsetanum hefur verið ráðlagt af læknum að hvílast í tvo sólarhringa að lokinni aðgerð og mun varaforsetinn Hamilton Mourao þá vera starfandi forseti landsins. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá skrifstofu forsetans.Jair Bolsonaro og varaforsetinn Hamilton Mourao.GettyBrasilíumenn hafa síðustu daga þurft að glíma við afleiðingar alvarlegs slyss í ríkinu Minas Gerais þar sem stífla brast í járngrýtisnámu. Slysið var til þess að gríðarlagt magn aurs lagði yfir nálæg svæði. Staðfest er að 58 manns hið minnsta hafi farist og er mikils fjölda enn saknað. Það kemur því til kasta Mourao að bregðast við afleiðingar slyssins næstu klukkutímana. Bolsonaro vann sigur í forsetakosningunum í Brasilíu á síðasta ári og sór hann embættiseið á nýársdag. Hann skráði sig inn á sjúkrahús í Sao Paulo í gær og birti af því tilefni myndband á Twitter þar sem hann ræddi meðal annars slysið í Minas Gerais. Um forte abraço a todos e até breve! Deus no comando! pic.twitter.com/SegyTyNrol — Jair M. Bolsonaro (@jairbolsonaro) January 27, 2019Búist er við að aðgerðin taki um þrjár klukkustundir og að forsetinn þurfi að dvelja á sjúkrahúsinu í um tíu daga. Er búið að koma þar upp búnaði til að Bolsonaro geti sinn embættisskyldum á meðan hann jafnar sig að fullu. Að neðan má sjá myndband af stunguárásinni sem varð í Minas Gerais í september.#eleições2018 | O candidato Jair Bolsonaro sofreu um atentado agora em Juiz de Fora. Segundo seu filho, Flavio Bolsonaro, o candidato foi atingido por uma facada superficial, mas passa bem pic.twitter.com/5a9VM3Ap5X — EL PAÍS Brasil (@elpais_brasil) September 6, 2018 Brasilía Tengdar fréttir Óttast að margir hafi farist eftir að stífla brast í Brasilíu Talið er að margir hafi farist þegar stífla brast í suðaustur Brasilíu í dag nærri bænum Brumadinho 25. janúar 2019 21:26 Tala látinna í Brasilíu komin upp í 40 Viðbragðsaðilar telja líklegt að talan muni hækka hratt eftir því sem líður á björgunarstarf. 27. janúar 2019 10:06 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, mun gangast undir aðgerð í dag þar sem ristilstómi verður fjarlægður og þarmar hans tengdir saman á ný. Með aðgerðinni eru læknar að fylgja eftir aðgerð sem Bolsonaro gekkst undir eftir að hafa orðið fyrir stunguárás á götum úti í kosningabaráttunni í september. Forsetanum hefur verið ráðlagt af læknum að hvílast í tvo sólarhringa að lokinni aðgerð og mun varaforsetinn Hamilton Mourao þá vera starfandi forseti landsins. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá skrifstofu forsetans.Jair Bolsonaro og varaforsetinn Hamilton Mourao.GettyBrasilíumenn hafa síðustu daga þurft að glíma við afleiðingar alvarlegs slyss í ríkinu Minas Gerais þar sem stífla brast í járngrýtisnámu. Slysið var til þess að gríðarlagt magn aurs lagði yfir nálæg svæði. Staðfest er að 58 manns hið minnsta hafi farist og er mikils fjölda enn saknað. Það kemur því til kasta Mourao að bregðast við afleiðingar slyssins næstu klukkutímana. Bolsonaro vann sigur í forsetakosningunum í Brasilíu á síðasta ári og sór hann embættiseið á nýársdag. Hann skráði sig inn á sjúkrahús í Sao Paulo í gær og birti af því tilefni myndband á Twitter þar sem hann ræddi meðal annars slysið í Minas Gerais. Um forte abraço a todos e até breve! Deus no comando! pic.twitter.com/SegyTyNrol — Jair M. Bolsonaro (@jairbolsonaro) January 27, 2019Búist er við að aðgerðin taki um þrjár klukkustundir og að forsetinn þurfi að dvelja á sjúkrahúsinu í um tíu daga. Er búið að koma þar upp búnaði til að Bolsonaro geti sinn embættisskyldum á meðan hann jafnar sig að fullu. Að neðan má sjá myndband af stunguárásinni sem varð í Minas Gerais í september.#eleições2018 | O candidato Jair Bolsonaro sofreu um atentado agora em Juiz de Fora. Segundo seu filho, Flavio Bolsonaro, o candidato foi atingido por uma facada superficial, mas passa bem pic.twitter.com/5a9VM3Ap5X — EL PAÍS Brasil (@elpais_brasil) September 6, 2018
Brasilía Tengdar fréttir Óttast að margir hafi farist eftir að stífla brast í Brasilíu Talið er að margir hafi farist þegar stífla brast í suðaustur Brasilíu í dag nærri bænum Brumadinho 25. janúar 2019 21:26 Tala látinna í Brasilíu komin upp í 40 Viðbragðsaðilar telja líklegt að talan muni hækka hratt eftir því sem líður á björgunarstarf. 27. janúar 2019 10:06 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Óttast að margir hafi farist eftir að stífla brast í Brasilíu Talið er að margir hafi farist þegar stífla brast í suðaustur Brasilíu í dag nærri bænum Brumadinho 25. janúar 2019 21:26
Tala látinna í Brasilíu komin upp í 40 Viðbragðsaðilar telja líklegt að talan muni hækka hratt eftir því sem líður á björgunarstarf. 27. janúar 2019 10:06
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent