Sex hundruð Skagamenn tóku þorrablótið með stæl Stefán Árni Pálsson skrifar 28. janúar 2019 15:30 Sex hundruð manns mættu í íþróttahúsið við Vesturgötu á Akranesi. myndir/gunnhildur lind Þorrinn var blótaður á laugardagskvöld á Akranesi er Skagamenn komu saman og skemmtu sér frábærlega. Skagadömurnar Sigrún Ósk Kristjánsdóttir og Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir slógu í gegn sem veislustjórar og sköpuðu ógleymanlega stemmningu sem hélst langt fram eftir nóttu. Ríflega 600 manns voru á staðnum. Matur var framreiddur af veitingahúsinu Gamla kaupfélagið og var mikil ánægja með hann. Skagamaður ársins sem valin af Akraneskaupstað var að þessu sinni Bjarni Þór Bjarnason listamaður. Bjarni Þór er listamaður í fremstu röð og hefur gefið ótalmörk listaverk til ýmissa góðgerðar- og samfélagsmála í marga áratugi. Galleríið hans Bjarna Þórs setur jafnframt skemmtilegan svip á miðbæ Akraness. Árgangur ´78 sá um annáll síðasta árs fyrir Akranes sem er nokkurskonar Skagaskaup liðins árs. Fengu þar margir Skagamenn að finna fyrir beittu gríni. Halli Melló stjórnaði fjöldasöng ásamt því að vera með stórkostlegt tónlistaratriði og mætti einnig leiklistarklúbbur FVA með kraftmikið lag en þau frumsýna söngleikinn „Rokk aldarinnar“ um miðjan mars. Bogomil Font flutti stórfenglegt tónlistaratriði og stútfyllti dansgólfið og í kjölfarið fylgdi Hreimur Örn Heimisson og nutu þeir stuðnings hljómsveitarinnar Made In Sveitin sem sáu um ballið fram eftir nóttu. Þorrablót Skagamanna er haldið af árgangi ´71 á Akranesi en allur hagnaður blótsins rennur til Björgunarsveitarinnar og íþróttafélaga en golf, knattspyrna, sundi, fimleikar og íþróttafélag fatlaðra fá greitt í samræmi við vinnuframlag þeirra á blótinu. Ljósmyndir Þorrablótsins voru teknar af Skagafréttum en myndir má sjá í myndaalbúminu hér fyrir neðan. Akranes Þorrablót Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Ég er femínisti“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fleiri fréttir „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Sjá meira
Þorrinn var blótaður á laugardagskvöld á Akranesi er Skagamenn komu saman og skemmtu sér frábærlega. Skagadömurnar Sigrún Ósk Kristjánsdóttir og Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir slógu í gegn sem veislustjórar og sköpuðu ógleymanlega stemmningu sem hélst langt fram eftir nóttu. Ríflega 600 manns voru á staðnum. Matur var framreiddur af veitingahúsinu Gamla kaupfélagið og var mikil ánægja með hann. Skagamaður ársins sem valin af Akraneskaupstað var að þessu sinni Bjarni Þór Bjarnason listamaður. Bjarni Þór er listamaður í fremstu röð og hefur gefið ótalmörk listaverk til ýmissa góðgerðar- og samfélagsmála í marga áratugi. Galleríið hans Bjarna Þórs setur jafnframt skemmtilegan svip á miðbæ Akraness. Árgangur ´78 sá um annáll síðasta árs fyrir Akranes sem er nokkurskonar Skagaskaup liðins árs. Fengu þar margir Skagamenn að finna fyrir beittu gríni. Halli Melló stjórnaði fjöldasöng ásamt því að vera með stórkostlegt tónlistaratriði og mætti einnig leiklistarklúbbur FVA með kraftmikið lag en þau frumsýna söngleikinn „Rokk aldarinnar“ um miðjan mars. Bogomil Font flutti stórfenglegt tónlistaratriði og stútfyllti dansgólfið og í kjölfarið fylgdi Hreimur Örn Heimisson og nutu þeir stuðnings hljómsveitarinnar Made In Sveitin sem sáu um ballið fram eftir nóttu. Þorrablót Skagamanna er haldið af árgangi ´71 á Akranesi en allur hagnaður blótsins rennur til Björgunarsveitarinnar og íþróttafélaga en golf, knattspyrna, sundi, fimleikar og íþróttafélag fatlaðra fá greitt í samræmi við vinnuframlag þeirra á blótinu. Ljósmyndir Þorrablótsins voru teknar af Skagafréttum en myndir má sjá í myndaalbúminu hér fyrir neðan.
Akranes Þorrablót Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Ég er femínisti“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fleiri fréttir „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“