Guðni og Geir mætast þann níunda febrúar og undanfarna daga og vikur hafa þeir verið í hinum ýmsu viðtölum áður en stóra stundir rennur upp eftir ellefu daga.
Guðni tók við formannsstólnum af Geir fyrir tveimur árum og hefur nú setið sem formaður í tvö ár en á meðal þess sem Guðni gerði var að tryggja Íslandi pláss í tölvuleikjunum FIFA og PES út árið 2020.
Það vakti mikla athygli er KSÍ, undir stjórn Geirs, hafnaði boði EA Sports um að hafa Ísland í FIFA 17. Ísland samþykkti boð PES en hafnaði boði FIFA og það fór ekki vel í landann.
Guðni segir á Twitter-síðu sinni í gær að þetta sé eitt þátturinn í því að auka verðmæti KSÍ á alþjóðlegum mælikvarða.
„Eitt af markmiðum KSÍ er auka sýnileika sambandsins og að gera KSÍ að verðmætara vörumerki á alþjóðlegum mælikvarða. Liður í þessu markaðsstarfi var að tryggja karlalandsliðinu okkar pláss í leikjum FIFA og PES út árið 2020,“ skrifaði Guðni á Twitter í gær.
Það verður fróðlegt að fylgjast með næstu tveimur vikum fyrir formannskjörið sem fer fram 9. febrúar eins og áður segir.
Eitt af markmiðum KSÍ er auka sýnileika sambandsins og að gera KSÍ að verðmætara vörumerki á alþjóðlegum mælikvarða. Liður í þessu markaðsstarfi var að tryggja karlalandsliðinu okkar pláss í leikjum FIFA og PES út árið 2020. pic.twitter.com/3xYUShhDkj
— Guðni Bergsson (@gudnibergs) January 28, 2019