Þórhildur Sunna ýtir á eftir úrbótum í geðheilbrigðisþjónustu við fanga Heimir Már Pétursson skrifar 29. janúar 2019 21:00 Þingflokksformaður Pírata segir geðheilbrigðisþjónustu við fanga á Íslandi algerlega óviðunandi en ekkert hefði verið gert til að bæta úr því þrátt fyrir ábendingar bæði alþjóðlegra og innlendra stofnana. Heilbrigðisráðherra boðar breytingar en fyrsti samningur Sjúkratrygginga við heilbrigðisstofnanir vegna þessa sé á lokastigi. Í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag minnti Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata á að bann við pyntingum og annarri vanvirðandi eða ómannúðlegri meðferð væri algjört og án undantekninga í lýðræðisríkjum. Þetta væri hvergi mikilvægara en í fangelsum þar sem stjórnvöld hefðu svift fólk frelsi sínu. Evrópunefnd um varnir gegn pyntingum hefði um árabil skorað á íslensk stjórnvöld að bæta úr alvarlegum skorti á geðheilbrigðisþjónustu fyrir fanga. „Ríkisendurskoðun benti á þennan skort í skýrslu sinni árið 2010 og umboðsmaður Alþingis hefur ítrekað hvatt ráðuneyti hæstvirts ráðherra til að bæta geðheilbrigðisþjónustu fyrir fanga undanfarin ár án teljandi viðbragða eða úrbóta að hálfu ráðuneytisins. Dómsmálaráðuneytið hefur staðfest að núverandi fyrirkomulag tryggi ekki vernd fanga frá pyntingum og annarri vanvirðandi meðferð eða refsingu í fangelsum landsins,” sagði Sunna. Hún spurði heilbrigðisráðherra hvort hægt væri að una við þetta og hvenær mætti búast við úrbótum. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði þær ábendingar sem Sunna nefndi teknar alvarlega í heilbrigðisráðuneytinu. Samningur Sjúkratrygginga við heilsugæsluna í Árbæ um alhliða heilbrigðisþjónustu á dagtíma við fanga á Hólmsheiði væri á lokastigi. „Geðheilbrigðisþjónusta, það er að segja geðlæknir og geðhjúkrunarfræðingur, eru hluti samningsins. Það er sérstakur undirsamningur við geðsvið Landsspítalans. Þannig að þessi samningur er á lokastigi og síðan er hugmyndin að þetta módel verði fært yfir á önnur fangelsi í landinu í samvinnu við heilbrigðisstofnanir á svæðinu og geðdeildir viðkomandi sjúkrahúsa,” sagði Svandís Svavarsdóttir. Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Þingflokksformaður Pírata segir geðheilbrigðisþjónustu við fanga á Íslandi algerlega óviðunandi en ekkert hefði verið gert til að bæta úr því þrátt fyrir ábendingar bæði alþjóðlegra og innlendra stofnana. Heilbrigðisráðherra boðar breytingar en fyrsti samningur Sjúkratrygginga við heilbrigðisstofnanir vegna þessa sé á lokastigi. Í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag minnti Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata á að bann við pyntingum og annarri vanvirðandi eða ómannúðlegri meðferð væri algjört og án undantekninga í lýðræðisríkjum. Þetta væri hvergi mikilvægara en í fangelsum þar sem stjórnvöld hefðu svift fólk frelsi sínu. Evrópunefnd um varnir gegn pyntingum hefði um árabil skorað á íslensk stjórnvöld að bæta úr alvarlegum skorti á geðheilbrigðisþjónustu fyrir fanga. „Ríkisendurskoðun benti á þennan skort í skýrslu sinni árið 2010 og umboðsmaður Alþingis hefur ítrekað hvatt ráðuneyti hæstvirts ráðherra til að bæta geðheilbrigðisþjónustu fyrir fanga undanfarin ár án teljandi viðbragða eða úrbóta að hálfu ráðuneytisins. Dómsmálaráðuneytið hefur staðfest að núverandi fyrirkomulag tryggi ekki vernd fanga frá pyntingum og annarri vanvirðandi meðferð eða refsingu í fangelsum landsins,” sagði Sunna. Hún spurði heilbrigðisráðherra hvort hægt væri að una við þetta og hvenær mætti búast við úrbótum. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði þær ábendingar sem Sunna nefndi teknar alvarlega í heilbrigðisráðuneytinu. Samningur Sjúkratrygginga við heilsugæsluna í Árbæ um alhliða heilbrigðisþjónustu á dagtíma við fanga á Hólmsheiði væri á lokastigi. „Geðheilbrigðisþjónusta, það er að segja geðlæknir og geðhjúkrunarfræðingur, eru hluti samningsins. Það er sérstakur undirsamningur við geðsvið Landsspítalans. Þannig að þessi samningur er á lokastigi og síðan er hugmyndin að þetta módel verði fært yfir á önnur fangelsi í landinu í samvinnu við heilbrigðisstofnanir á svæðinu og geðdeildir viðkomandi sjúkrahúsa,” sagði Svandís Svavarsdóttir.
Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira