Twitter breytti lífi hennar Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 10. janúar 2019 08:00 Ekki veitir af að breyta heiminum til hins betra, en það gengur óneitanlega hægt. Ýmsu má þó koma til leiðar ef margir leggja saman. Þetta sýndi sig í máli hinnar átján ára sádi-arabísku Rahaf Mohammed al-Qunun sem lokaði sig inni á hótelherbergi í Bangkok eftir að hafa flúið fjölskyldu sína sem hún sagði vilja sig feiga vegna þess að hún hafnaði íslam. Rahaf hafðist við í herbergi sínu matarlaus en ekki alveg varnarlaus. Hún hafði verið svipt vegabréfi sínu en var með símann sinn sem hún nýtti sér til að komast í samband við umheiminn. Á sólarhring eignaðist hún 45.000 fylgjendur, þeim fór stöðugt fjölgandi og netið fylltist af hvatningarorðum og stuðningsyfirlýsingum til hennar. Oft og tíðum má ergja sig yfir ást nútímamannsins á snjalltækjunum sínum sem yfirleitt eru límd við hann, en svo koma stundir þegar þessi sömu tæki eru notuð á svo áhrifaríkan hátt að ekki er annað mögulegt en að margblessa tilveru þeirra. Upptaka er til af embættismanni í sendiráði Sádi-Arabíu í Bangkok þar sem hann segir: „Það hefði verið betra ef síminn hennar hefði verið gerður upptækur í staðinn fyrir vegabréfið hennar. Twitter breytti öllu.“ Það var samfélagsmiðillinn sem kom unglingsstúlkunni í heimsfréttirnar og nú er hún í skjóli Sameinuðu þjóðanna. Rahaf hefur vakið athygli á skelfilegu meini sem öllum er kunnugt um, sem er hlutskipti kvenna í Sádi-Arabíu sem hafa ekki sjálfstæðan tilverurétt. Litið er á þær sem eign karla og þeim ráðstafað eins og hverjum öðrum hlut. Það þarf ofurkjark til að rísa upp gegn slíkri kúgun enda getur slík uppreisn auðveldlega kostað konur lífið. Rahaf flúði fjölskyldu sína sem hafði að hennar sögn beitt hana líkamlegu og andlegu ofbeldi. Hún segist vilja mennta sig, vinna og vera frjáls, nokkuð sem allar manneskjur ættu að hafa tækifæri til. Fullyrt er að Rahaf hafi fengið morðhótanir og að karlmenn í Sádi-Arabíu vilji að hún verði tekin af lífi og telji að þannig sé um leið auðvelt að koma þeim skilaboðum til sádi-arabískra kvenna að slík verði einnig örlög þeirra ákveði þær að fylgja fordæmi hennar. Samfélag þar sem fyrirlitning og hatur á konum er ríkjandi getur ekki talist siðað. Samt er ríkjandi undirlægjuháttur meðal þjóða heims gagnvart Sádi-Arabíu, þar ráða viðskiptahagsmunir. Von um breytingar á hroðalegu hlutskipti kvenna þar í landi kann að felast í þrýstingi frá almenningi. Þar geta snjalltækin nýst á besta mögulega hátt. Twitter breytti til dæmis öllu í lífi Rahaf. Umheimurinn styður hana og einmitt það hlýtur að skapa ákveðið máttleysi meðal sádi-arabískra ráðamanna. Smám saman tekst vonandi að draga úr þeim vígtennurnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Ekki veitir af að breyta heiminum til hins betra, en það gengur óneitanlega hægt. Ýmsu má þó koma til leiðar ef margir leggja saman. Þetta sýndi sig í máli hinnar átján ára sádi-arabísku Rahaf Mohammed al-Qunun sem lokaði sig inni á hótelherbergi í Bangkok eftir að hafa flúið fjölskyldu sína sem hún sagði vilja sig feiga vegna þess að hún hafnaði íslam. Rahaf hafðist við í herbergi sínu matarlaus en ekki alveg varnarlaus. Hún hafði verið svipt vegabréfi sínu en var með símann sinn sem hún nýtti sér til að komast í samband við umheiminn. Á sólarhring eignaðist hún 45.000 fylgjendur, þeim fór stöðugt fjölgandi og netið fylltist af hvatningarorðum og stuðningsyfirlýsingum til hennar. Oft og tíðum má ergja sig yfir ást nútímamannsins á snjalltækjunum sínum sem yfirleitt eru límd við hann, en svo koma stundir þegar þessi sömu tæki eru notuð á svo áhrifaríkan hátt að ekki er annað mögulegt en að margblessa tilveru þeirra. Upptaka er til af embættismanni í sendiráði Sádi-Arabíu í Bangkok þar sem hann segir: „Það hefði verið betra ef síminn hennar hefði verið gerður upptækur í staðinn fyrir vegabréfið hennar. Twitter breytti öllu.“ Það var samfélagsmiðillinn sem kom unglingsstúlkunni í heimsfréttirnar og nú er hún í skjóli Sameinuðu þjóðanna. Rahaf hefur vakið athygli á skelfilegu meini sem öllum er kunnugt um, sem er hlutskipti kvenna í Sádi-Arabíu sem hafa ekki sjálfstæðan tilverurétt. Litið er á þær sem eign karla og þeim ráðstafað eins og hverjum öðrum hlut. Það þarf ofurkjark til að rísa upp gegn slíkri kúgun enda getur slík uppreisn auðveldlega kostað konur lífið. Rahaf flúði fjölskyldu sína sem hafði að hennar sögn beitt hana líkamlegu og andlegu ofbeldi. Hún segist vilja mennta sig, vinna og vera frjáls, nokkuð sem allar manneskjur ættu að hafa tækifæri til. Fullyrt er að Rahaf hafi fengið morðhótanir og að karlmenn í Sádi-Arabíu vilji að hún verði tekin af lífi og telji að þannig sé um leið auðvelt að koma þeim skilaboðum til sádi-arabískra kvenna að slík verði einnig örlög þeirra ákveði þær að fylgja fordæmi hennar. Samfélag þar sem fyrirlitning og hatur á konum er ríkjandi getur ekki talist siðað. Samt er ríkjandi undirlægjuháttur meðal þjóða heims gagnvart Sádi-Arabíu, þar ráða viðskiptahagsmunir. Von um breytingar á hroðalegu hlutskipti kvenna þar í landi kann að felast í þrýstingi frá almenningi. Þar geta snjalltækin nýst á besta mögulega hátt. Twitter breytti til dæmis öllu í lífi Rahaf. Umheimurinn styður hana og einmitt það hlýtur að skapa ákveðið máttleysi meðal sádi-arabískra ráðamanna. Smám saman tekst vonandi að draga úr þeim vígtennurnar.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar