Leita að konu sem er til í að ala barn í bíómynd Þórarinn Þórarinsson skrifar 10. janúar 2019 06:00 Vigfús Þormar Gunnarsson hefur komið víða við í leikaravali og er nýbúinn að stofna fyrirtækið Doorway Casting ásamt eiginkonu sinni, Kristínu Leu Sigríðardóttur. Echo er flóknasta og stærsta verkefni hans hingað til. Fréttablaðið/Stefán Vigfús Þormar leitar að barnshafandi konu sem er tilbúin til þess að leyfa kvikmyndatöku á fæðingunni fyrir atriði í næstu bíómynd leikstjórans Rúnars Rúnarssonar. Þrjár hafa þegar þurft að hætta við vegna vandamála á meðgöngunni.Tökur á Echo, þriðju kvikmynd leikstjórans Rúnars Rúnarssonar, eru langt komnar. Hann hefur áður vakið athygli víða um lönd með hinum margrómuðu og verðlaunuðu bíómyndum Eldfjalli og Þröstum, að ógleymdri stuttmyndinni Síðasti bærinn sem var tilnefnd til Óskarsverðlaunanna. Fjöldi persóna kemur við sögu í Echo sem gerist á aðventunni og síðustu dögum ársins 2018. Hver persóna birtist aðeins í einu atriði og í einu þeirra fæðir kona um þrítugt barn með hjálp ljósmóður, að viðstöddum karlmanni á meðan flugeldar springa með látum í bakgrunninum.Rúnar Rúnarsson, leikstjóri Echo.Fréttablaðið/StefánVigfús Þormar Gunnarsson sér um leikaravalið í Echo og hann leitar nú logandi ljósi að barnshafandi konu á síðustu dögum meðgöngunnar sem er tilbúin til þess að leyfa Rúnari að kvikmynda fæðinguna fyrir senuna. Ætlunin er að taka senuna upp í janúar þannig að tíminn er naumur en þrjár tilvonandi mæður hafa þegar þurft að hætta við vegna óvæntra erfiðleika á meðgöngunni. „Myndin er samsett úr fjölmörgum sjálfstæðum sögum og grípur niður í alls konar hversdagslegar en einnig mjög merkilegar aðstæður í lífi persónanna,“ segir Vigfús við Fréttablaðið. „Þessi sena hverfist um það kraftaverk sem barnsfæðing er. Myndavélin hreyfist aldrei þannig að þetta verður skotið á mjög viðeigandi og snyrtilegan hátt, ef svo má segja.“ Hugmyndin sé sú að ekki eigi að fanga fæðinguna í nærmynd heldur miklu frekar augnablikið sem móðirin fær nýfætt barnið í fangið. Vigfús segist vera kominn í kapphlaup við klukkuna þar sem þrjár konur hafi nú þegar þurft að hætta við vegna erfiðleika á meðgöngunni. „Við viljum ekki taka neina áhættu og erum því að leita að móður og barni þar sem allt er eins og það á að vera og búist við eðlilegri fæðingu. Þetta verður auðvitað alltaf ákveðið rask en við viljum halda því í algeru lágmarki.“ Vigfús hefur komið að leikaravali í kvikmyndir á borð við Lof mér að falla, Víti í Vestmannaeyjum og Undir trénu, sjónvarpsþættina um Stellu Blómkvist og nú síðast áramótaskaupið. Hann segir þetta verkefni þó vera það umfangsmesta sem hann hafi tekið að sér. „Það er búið að vera heilmikið verkefni að finna fólk í þetta vegna þess að Rúnar vill ekki fræga eða þekkta leikara,“ segir hann og bætir við að aldursbilið sem hann hefur þurft að dekka nái frá einu augnabliki til 95 ára þar sem hann er í raun að leita að barni sem mun draga andann í fyrsta sinn í myndinni. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Fleiri fréttir Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Vigfús Þormar leitar að barnshafandi konu sem er tilbúin til þess að leyfa kvikmyndatöku á fæðingunni fyrir atriði í næstu bíómynd leikstjórans Rúnars Rúnarssonar. Þrjár hafa þegar þurft að hætta við vegna vandamála á meðgöngunni.Tökur á Echo, þriðju kvikmynd leikstjórans Rúnars Rúnarssonar, eru langt komnar. Hann hefur áður vakið athygli víða um lönd með hinum margrómuðu og verðlaunuðu bíómyndum Eldfjalli og Þröstum, að ógleymdri stuttmyndinni Síðasti bærinn sem var tilnefnd til Óskarsverðlaunanna. Fjöldi persóna kemur við sögu í Echo sem gerist á aðventunni og síðustu dögum ársins 2018. Hver persóna birtist aðeins í einu atriði og í einu þeirra fæðir kona um þrítugt barn með hjálp ljósmóður, að viðstöddum karlmanni á meðan flugeldar springa með látum í bakgrunninum.Rúnar Rúnarsson, leikstjóri Echo.Fréttablaðið/StefánVigfús Þormar Gunnarsson sér um leikaravalið í Echo og hann leitar nú logandi ljósi að barnshafandi konu á síðustu dögum meðgöngunnar sem er tilbúin til þess að leyfa Rúnari að kvikmynda fæðinguna fyrir senuna. Ætlunin er að taka senuna upp í janúar þannig að tíminn er naumur en þrjár tilvonandi mæður hafa þegar þurft að hætta við vegna óvæntra erfiðleika á meðgöngunni. „Myndin er samsett úr fjölmörgum sjálfstæðum sögum og grípur niður í alls konar hversdagslegar en einnig mjög merkilegar aðstæður í lífi persónanna,“ segir Vigfús við Fréttablaðið. „Þessi sena hverfist um það kraftaverk sem barnsfæðing er. Myndavélin hreyfist aldrei þannig að þetta verður skotið á mjög viðeigandi og snyrtilegan hátt, ef svo má segja.“ Hugmyndin sé sú að ekki eigi að fanga fæðinguna í nærmynd heldur miklu frekar augnablikið sem móðirin fær nýfætt barnið í fangið. Vigfús segist vera kominn í kapphlaup við klukkuna þar sem þrjár konur hafi nú þegar þurft að hætta við vegna erfiðleika á meðgöngunni. „Við viljum ekki taka neina áhættu og erum því að leita að móður og barni þar sem allt er eins og það á að vera og búist við eðlilegri fæðingu. Þetta verður auðvitað alltaf ákveðið rask en við viljum halda því í algeru lágmarki.“ Vigfús hefur komið að leikaravali í kvikmyndir á borð við Lof mér að falla, Víti í Vestmannaeyjum og Undir trénu, sjónvarpsþættina um Stellu Blómkvist og nú síðast áramótaskaupið. Hann segir þetta verkefni þó vera það umfangsmesta sem hann hafi tekið að sér. „Það er búið að vera heilmikið verkefni að finna fólk í þetta vegna þess að Rúnar vill ekki fræga eða þekkta leikara,“ segir hann og bætir við að aldursbilið sem hann hefur þurft að dekka nái frá einu augnabliki til 95 ára þar sem hann er í raun að leita að barni sem mun draga andann í fyrsta sinn í myndinni.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Fleiri fréttir Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira