Sóknarprestur í Narvik í Noregi, Lars Riberth, hefur beðið um að fá að bjóða kirkjugestum áfengt messuvín við altarisgöngu. Hann íhugar afsögn fái hann vilja sínum ekki framgengt.
Safnaðarráðið í Narvik hefur, eins og gert hefur verið víðast annars staðar í Noregi, ákveðið að messuvínið skuli vera óáfengt. Sóknarpresturinn segir messuvínið ekki geta táknað blóð Krists hafi verið átt við það. Hann tekur þó fram að hann viti ekki hvernig ferlið er þegar vín er gert óáfengt. Sé rotvarnarefni til dæmis sett út í vínið hafi verið átt við það.
Prestur hættir ef hann fær ekki áfengt messuvín
Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
