Næsti forseti Austur-Kongó sagður hafa stolið sigrinum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 11. janúar 2019 08:00 Felix Tshisekedi, næsti forseti Austur-Kongó að öllu óbreyttu, á fundi með stuðningsmönnum í gær. Nordicphotos/AFP Felix Tshisekedi, frambjóðandi stjórnarandstöðuflokksins UDPS, var í gær lýstur sigurvegari forsetakosninga í Austur-Kongó. Tshisekedi fékk 38,5 prósent atkvæða. Martin Fayulu, annar stjórnarandstæðingur, fékk 34,8 prósent og Emmanuel Shadary, sem Joseph Kabila forseti lýsti yfir stuðningi við, 23,8 prósent. Öfugt við undanfarnar kosningar voru niðurstöðurnar ekki sundurliðaðar. Það er ekki hægt að segja að þessar fyrstu forsetakosningar ríkisins án Kabila í rúma þrjá áratugi og fyrstu lýðræðislegu valdaskiptin í tæpa sex áratugi hafi gengið snurðulaust fyrir sig. Upphaflega gerðu Tshisekedi og sex aðrir stjórnarandstöðuleiðtogar samkomulag um að Fayulu skyldi verða eini frambjóðandi stjórnarandstöðunnar. Það stóðst ekki enda gekk Tshisekedi á bak orða sinna. Það dró svo til tíðinda í desember þegar landskjörstjórn lýsti því yfir að íbúar í Beni og Butembo, tveimur höfuðvígjum stjórnarandstöðunnar, fengju ekki að kjósa vegna ebólufaraldursins sem þar geisar. Búist var við því að íbúar myndu í miklum mæli styðja Fayulu og sagði framboð hans að um tilraun til kosningasvindls væri að ræða. Og ósigurinn í kosningunum er olía á eldinn. Fayulu sagði í gær að hinar kynntu niðurstöður væru ekki í neinu samræmi við raunveruleikann. „Kongóska þjóðin mun ekki leyfa þessu að viðgangast. Felix Tshisekedi fékk aldrei sjö milljónir atkvæða. Hvaðan komu þessi atkvæði?“ spurði Fayulu og bætti því við að landskjörstjórn og ríkisstjórnin hefðu hreinlega skáldað tölurnar. Samkvæmt BBC hafa stuðningsmenn Fayulus haldið því fram að Tshisekedi hafi gert samkomulag við Kabila um að deila völdum. Því hefur framboð sigurvegarans neitað. BBC sagði sömuleiðis að Tshisekedi væri sá andstöðuframbjóðandi sem er Kabila þóknanlegastur. Kaþólska kirkjan hafnar niðurstöðunum en hún stóð að 40.000 manna eftirliti. „Hinar kynntu niðurstöður samræmast ekki þeim gögnum sem við höfum undir höndum frá kjörstöðum og talningu,“ sagði í yfirlýsingu. Frakkar og Belgar hafa sömuleiðis tjáð efasemdir sínar um niðurstöðurnar. Samkvæmt Reuters hafa þrír erindrekar tekið undir með kaþólsku kirkjunni og sagt að gögnin sýni sigur Fayulus. Hvorki Shadary né Kabila gerðu athugasemdir við niðurstöður kosninganna. Fayulu getur kært niðurstöðuna til stjórnlagadómstóls. Afríka Austur-Kongó Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stjórnarandstöðuleiðtogi óvænt kosinn til embættis forseta í Kongó Frambjóðandi stjórnarandstöðunnar í forsetakosningunum í Lýðveldinu Kongó, Felix Tshisekedi, fór óvænt með sigur af hólmi í kosningunum, að því er kjörstjórn landsins greinir frá. 10. janúar 2019 10:24 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Fleiri fréttir Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Sjá meira
Felix Tshisekedi, frambjóðandi stjórnarandstöðuflokksins UDPS, var í gær lýstur sigurvegari forsetakosninga í Austur-Kongó. Tshisekedi fékk 38,5 prósent atkvæða. Martin Fayulu, annar stjórnarandstæðingur, fékk 34,8 prósent og Emmanuel Shadary, sem Joseph Kabila forseti lýsti yfir stuðningi við, 23,8 prósent. Öfugt við undanfarnar kosningar voru niðurstöðurnar ekki sundurliðaðar. Það er ekki hægt að segja að þessar fyrstu forsetakosningar ríkisins án Kabila í rúma þrjá áratugi og fyrstu lýðræðislegu valdaskiptin í tæpa sex áratugi hafi gengið snurðulaust fyrir sig. Upphaflega gerðu Tshisekedi og sex aðrir stjórnarandstöðuleiðtogar samkomulag um að Fayulu skyldi verða eini frambjóðandi stjórnarandstöðunnar. Það stóðst ekki enda gekk Tshisekedi á bak orða sinna. Það dró svo til tíðinda í desember þegar landskjörstjórn lýsti því yfir að íbúar í Beni og Butembo, tveimur höfuðvígjum stjórnarandstöðunnar, fengju ekki að kjósa vegna ebólufaraldursins sem þar geisar. Búist var við því að íbúar myndu í miklum mæli styðja Fayulu og sagði framboð hans að um tilraun til kosningasvindls væri að ræða. Og ósigurinn í kosningunum er olía á eldinn. Fayulu sagði í gær að hinar kynntu niðurstöður væru ekki í neinu samræmi við raunveruleikann. „Kongóska þjóðin mun ekki leyfa þessu að viðgangast. Felix Tshisekedi fékk aldrei sjö milljónir atkvæða. Hvaðan komu þessi atkvæði?“ spurði Fayulu og bætti því við að landskjörstjórn og ríkisstjórnin hefðu hreinlega skáldað tölurnar. Samkvæmt BBC hafa stuðningsmenn Fayulus haldið því fram að Tshisekedi hafi gert samkomulag við Kabila um að deila völdum. Því hefur framboð sigurvegarans neitað. BBC sagði sömuleiðis að Tshisekedi væri sá andstöðuframbjóðandi sem er Kabila þóknanlegastur. Kaþólska kirkjan hafnar niðurstöðunum en hún stóð að 40.000 manna eftirliti. „Hinar kynntu niðurstöður samræmast ekki þeim gögnum sem við höfum undir höndum frá kjörstöðum og talningu,“ sagði í yfirlýsingu. Frakkar og Belgar hafa sömuleiðis tjáð efasemdir sínar um niðurstöðurnar. Samkvæmt Reuters hafa þrír erindrekar tekið undir með kaþólsku kirkjunni og sagt að gögnin sýni sigur Fayulus. Hvorki Shadary né Kabila gerðu athugasemdir við niðurstöður kosninganna. Fayulu getur kært niðurstöðuna til stjórnlagadómstóls.
Afríka Austur-Kongó Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stjórnarandstöðuleiðtogi óvænt kosinn til embættis forseta í Kongó Frambjóðandi stjórnarandstöðunnar í forsetakosningunum í Lýðveldinu Kongó, Felix Tshisekedi, fór óvænt með sigur af hólmi í kosningunum, að því er kjörstjórn landsins greinir frá. 10. janúar 2019 10:24 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Fleiri fréttir Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Sjá meira
Stjórnarandstöðuleiðtogi óvænt kosinn til embættis forseta í Kongó Frambjóðandi stjórnarandstöðunnar í forsetakosningunum í Lýðveldinu Kongó, Felix Tshisekedi, fór óvænt með sigur af hólmi í kosningunum, að því er kjörstjórn landsins greinir frá. 10. janúar 2019 10:24