Mið- og vinstriflokkar sagðir hafa náð saman í Svíþjóð Atli Ísleifsson skrifar 11. janúar 2019 13:57 Stefan Löfven, formaður Jafnaðarmannaflokksins. EPA/HENRIK MONTGOMERY Jafnaðarmannaflokkurinn, Græningjar, Miðflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn í Svíþjóð eru sagðir hafa náð saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar í Svíþjóð. Lítur því út fyrir að Stefan Löfven, formaður Jafnaðarmanna og starfandi forsætisráðherra, muni áfram gegna forsætisráðherraembættinu. Samkomulagið verður til umræðu innan þingflokka flokkanna fjögurra í dag og um helgina. Þingforsetinn Andreas Norlén hyggst funda með flokksleiðtogum á mánudag og í kjölfar þess tilnefna nýjan forsætisráðherra sem þingið mun svo greiða atkvæði um. Takist þinginu ekki að samþykkja nýjan forsætisráðherra í fjórum tilraunum verður lögum samkvæmt að boða til nýrra kosninga. Næsta atkvæðagreiðsla, sú þriðja í röðinni, er fyrirhuguð miðvikudaginn næsta, 16. janúar.Langur aðdragandi Fjórir mánuðir eru nú liðnir frá þingkosningum í landinu og hafa stjórnarmyndunarviðræður í landinu aldrei tekið lengri tíma. Þingið hefur áður hafnað tillögu þingforsetans um að Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderaterna, og Löfven verði næsti forsætisráðherra. Löfven stýrði minnihlutastjórn Jafnaðarmanna og Græningja á síðasta kjörtímabili – stjórn sem Vinstriflokkurinn varði vantrausti. Sænskir fjölmiðlar greina frá því að samkomulag hafi nú náðst um að ný stjórn Löfven njóti stuðnings Miðflokksins og FrjálslyndraAnnie Lööf er formaður sænska Miðflokksins.Getty/MICHAEL CAMPANELLAEndalok bandalags borgaralegu flokkanna Verði þetta raunin markar það formlega endalok bandalags borgaralegu flokkanna fjögurra (Alliansen) – Moderaterna, Kristilegra demókrata, Miðflokksins og Frjálslyndra. Ástæða þess að ekkert hefur gengið að mynda nýja stjórn í Svíþjóð eru deilur flokkanna um hlutverk Svíþjóðardemókrata, sem hlutu um 18 prósent þingsæta. Flokkurinn rekur harða stefnu í innflytjendamálum og hafa vinstriflokkarnir, Miðflokkurinn og Frjálslyndir lagt mikla áherslu að koma í veg fyrir að flokkurinn komist í áhrifastöðu. Heimildarmaður Aftonbladet greinir frá því að Jafnaðarmenn hafi gengið að ýmsum kröfum Miðflokksins og Frjálslyndra til að tryggja myndun nýrrar stjórnar, meðal annars breytingar á sviði vinnumarkaðar, húsnæðismála og menntamála. Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Greiða næst atkvæði um nýjan forsætisráðherra 16. janúar Forseti sænska þingsins segir að ekki muni takast að ná samkomulagi um nýja ríkisstjórn fyrir jól líkt og vonir stóðu til. 19. desember 2018 11:34 Sænska þingið hafnaði Löfven Alger pattstaða er á sænska þinginu þar sem ekkert hefur gengið að ná saman um nýja stjórn sem njóti stuðnings meirihluta þingsins. 14. desember 2018 10:25 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Fleiri fréttir Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Sjá meira
Jafnaðarmannaflokkurinn, Græningjar, Miðflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn í Svíþjóð eru sagðir hafa náð saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar í Svíþjóð. Lítur því út fyrir að Stefan Löfven, formaður Jafnaðarmanna og starfandi forsætisráðherra, muni áfram gegna forsætisráðherraembættinu. Samkomulagið verður til umræðu innan þingflokka flokkanna fjögurra í dag og um helgina. Þingforsetinn Andreas Norlén hyggst funda með flokksleiðtogum á mánudag og í kjölfar þess tilnefna nýjan forsætisráðherra sem þingið mun svo greiða atkvæði um. Takist þinginu ekki að samþykkja nýjan forsætisráðherra í fjórum tilraunum verður lögum samkvæmt að boða til nýrra kosninga. Næsta atkvæðagreiðsla, sú þriðja í röðinni, er fyrirhuguð miðvikudaginn næsta, 16. janúar.Langur aðdragandi Fjórir mánuðir eru nú liðnir frá þingkosningum í landinu og hafa stjórnarmyndunarviðræður í landinu aldrei tekið lengri tíma. Þingið hefur áður hafnað tillögu þingforsetans um að Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderaterna, og Löfven verði næsti forsætisráðherra. Löfven stýrði minnihlutastjórn Jafnaðarmanna og Græningja á síðasta kjörtímabili – stjórn sem Vinstriflokkurinn varði vantrausti. Sænskir fjölmiðlar greina frá því að samkomulag hafi nú náðst um að ný stjórn Löfven njóti stuðnings Miðflokksins og FrjálslyndraAnnie Lööf er formaður sænska Miðflokksins.Getty/MICHAEL CAMPANELLAEndalok bandalags borgaralegu flokkanna Verði þetta raunin markar það formlega endalok bandalags borgaralegu flokkanna fjögurra (Alliansen) – Moderaterna, Kristilegra demókrata, Miðflokksins og Frjálslyndra. Ástæða þess að ekkert hefur gengið að mynda nýja stjórn í Svíþjóð eru deilur flokkanna um hlutverk Svíþjóðardemókrata, sem hlutu um 18 prósent þingsæta. Flokkurinn rekur harða stefnu í innflytjendamálum og hafa vinstriflokkarnir, Miðflokkurinn og Frjálslyndir lagt mikla áherslu að koma í veg fyrir að flokkurinn komist í áhrifastöðu. Heimildarmaður Aftonbladet greinir frá því að Jafnaðarmenn hafi gengið að ýmsum kröfum Miðflokksins og Frjálslyndra til að tryggja myndun nýrrar stjórnar, meðal annars breytingar á sviði vinnumarkaðar, húsnæðismála og menntamála.
Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Greiða næst atkvæði um nýjan forsætisráðherra 16. janúar Forseti sænska þingsins segir að ekki muni takast að ná samkomulagi um nýja ríkisstjórn fyrir jól líkt og vonir stóðu til. 19. desember 2018 11:34 Sænska þingið hafnaði Löfven Alger pattstaða er á sænska þinginu þar sem ekkert hefur gengið að ná saman um nýja stjórn sem njóti stuðnings meirihluta þingsins. 14. desember 2018 10:25 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Fleiri fréttir Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Sjá meira
Greiða næst atkvæði um nýjan forsætisráðherra 16. janúar Forseti sænska þingsins segir að ekki muni takast að ná samkomulagi um nýja ríkisstjórn fyrir jól líkt og vonir stóðu til. 19. desember 2018 11:34
Sænska þingið hafnaði Löfven Alger pattstaða er á sænska þinginu þar sem ekkert hefur gengið að ná saman um nýja stjórn sem njóti stuðnings meirihluta þingsins. 14. desember 2018 10:25