Leita Katalónskumælandi Íslendinga Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 13. janúar 2019 22:30 Hópur katalónskra kvikmyndagerðarmanna hafa ferðast víða um land til að hafa upp á Íslendingum sem hafa af einhverjum ástæðum lagt á sig að læra katalónsku. Þáttastjórnandinn segir margt svipa til hjá Katalóníubúum og Íslendingum. Þar sé tungumálið engin undantekning enda hornsteinn í sjálfsmynd beggja þjóða. Þættirnir heita Katalonski og eru sýndir á katalónsku sjónvarpsstöðinni TV3. Þáttastjórnandinn er Halldór Már Stefánsson, tónlistarmaður, en hann hefur búið í Katalóníu í 25 ár og talar reipirennandi katalónsku. Þáttaröðin hefur verið endurnýjuð fyrir aðra seríu og hefst fyrsti þáttur á Íslandi. Undanfarna daga hefur teymið haft upp á katalónskumælandi Íslendingum. „Við höfum farið til Sikileyjar, Berlínar, Japans, Ástralíu,“ segir Halldór Már. „Við reynum svona yfirleitt að hafa svona fimm viðmælendur í þættinum og við höfum fundið fimm hér á Íslandi. Það eru nú ekki margir Íslendingar sem tala katalónsku.“Sjálfstæðisdraumar Katalóníu hafa ekki fengið að rætast en tungumálið er hornsteinn í sjálfsmynd íbúanna.EPA/Alejandro GarciaKatalónska málið hefur áður átt undir högg að sækja en það var bannað í skólum og hjá hinu opinbera á Frankótímabilinu á Spáni, allt til ársins 1975. Halldór segir mikilvægt að vernda tungumálið þar sem það sé hornsteinn í sjálfsmynd þjóðarinnar. Hann segir að þessu leiti séu Katalóníubúar og Íslendingar svipaðir en báðum þjóðum þykir það forvitnilegt ef fólk utan landsteinanna hafi áhuga á málinu. „Það er meira að segja fólk sem hefur aldrei komið til Katalóníu sem talar katalónsku,“ segir hann. „Þetta finnst Katalónum vera mjög merkilegt og ég gæti trúað því að Íslendingum þætti það jafn merkilegt að heyra af fjölda fólks um allan heims sem tala íslensku og eru ekki íslensk.“ Undanfarið hefur fjöldi Katalóníubúa barist fyrir sjálfstæði héraðsins frá Spáni og sjálfstæðisbaráttan mikið í fréttum. Oriol Gispert leikstjóri þáttanna segir katalónska tungumálið þjóðinni mikilvægt í því að viðhalda sterkri sjálfsmynd. „Tungumál er svo sterkt fyrirbæri,“ segir hann. „Við eigum ekki okkar eigið ríki en við eigum okkar menningu og tungumál. Við viljum varðveita tungumálið og við erum mjög stolt af því að vita að margir utan Katalóníu vilji læra málið. Það er mjög fallegt.“ Spánn Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Sjá meira
Hópur katalónskra kvikmyndagerðarmanna hafa ferðast víða um land til að hafa upp á Íslendingum sem hafa af einhverjum ástæðum lagt á sig að læra katalónsku. Þáttastjórnandinn segir margt svipa til hjá Katalóníubúum og Íslendingum. Þar sé tungumálið engin undantekning enda hornsteinn í sjálfsmynd beggja þjóða. Þættirnir heita Katalonski og eru sýndir á katalónsku sjónvarpsstöðinni TV3. Þáttastjórnandinn er Halldór Már Stefánsson, tónlistarmaður, en hann hefur búið í Katalóníu í 25 ár og talar reipirennandi katalónsku. Þáttaröðin hefur verið endurnýjuð fyrir aðra seríu og hefst fyrsti þáttur á Íslandi. Undanfarna daga hefur teymið haft upp á katalónskumælandi Íslendingum. „Við höfum farið til Sikileyjar, Berlínar, Japans, Ástralíu,“ segir Halldór Már. „Við reynum svona yfirleitt að hafa svona fimm viðmælendur í þættinum og við höfum fundið fimm hér á Íslandi. Það eru nú ekki margir Íslendingar sem tala katalónsku.“Sjálfstæðisdraumar Katalóníu hafa ekki fengið að rætast en tungumálið er hornsteinn í sjálfsmynd íbúanna.EPA/Alejandro GarciaKatalónska málið hefur áður átt undir högg að sækja en það var bannað í skólum og hjá hinu opinbera á Frankótímabilinu á Spáni, allt til ársins 1975. Halldór segir mikilvægt að vernda tungumálið þar sem það sé hornsteinn í sjálfsmynd þjóðarinnar. Hann segir að þessu leiti séu Katalóníubúar og Íslendingar svipaðir en báðum þjóðum þykir það forvitnilegt ef fólk utan landsteinanna hafi áhuga á málinu. „Það er meira að segja fólk sem hefur aldrei komið til Katalóníu sem talar katalónsku,“ segir hann. „Þetta finnst Katalónum vera mjög merkilegt og ég gæti trúað því að Íslendingum þætti það jafn merkilegt að heyra af fjölda fólks um allan heims sem tala íslensku og eru ekki íslensk.“ Undanfarið hefur fjöldi Katalóníubúa barist fyrir sjálfstæði héraðsins frá Spáni og sjálfstæðisbaráttan mikið í fréttum. Oriol Gispert leikstjóri þáttanna segir katalónska tungumálið þjóðinni mikilvægt í því að viðhalda sterkri sjálfsmynd. „Tungumál er svo sterkt fyrirbæri,“ segir hann. „Við eigum ekki okkar eigið ríki en við eigum okkar menningu og tungumál. Við viljum varðveita tungumálið og við erum mjög stolt af því að vita að margir utan Katalóníu vilji læra málið. Það er mjög fallegt.“
Spánn Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Sjá meira