Lokun bandarískra alríkisstofnana aldrei varað lengur Kjartan Kjartansson skrifar 12. janúar 2019 17:32 Þjóðgarðar eru á meðal þess hefur verið lokað vegna deilunnar um múrinn. Vísir/EPA Ekkert samkomulag er í sjónmáli sem gæti opnað þriðjung bandarískra alríkisstofnana sem hefur verið lokaður í þrjár vikur vegna kröfu Donalds Trump forseta um fjármagn fyrir landamæramúr. Aldrei fyrr hafa ríkisstofnanir verið lokaðar eins lengi og nú. Hundruð þúsunda ríkisstarfsmanna hafa setið heima eða unnið launalaust frá því á miðnætti á föstudag fyrir jól. Trump forseti hafði þá hótað að synja frumvörpum staðfestingar sem repúblikanar og demókratar á þingi höfðu náð saman um og hefðu fjármagnað rekstur stofnananna tímabundið áfram. Ástæðan var sú að í þeim var ekki að finna rúmlega fimm milljarða dollara framlag til múrsins sem forsetinn vill reisa á landamærunum að Mexíkó. Lokunin er nú á tuttugasta og öðrum degi. Fyrra metið var 21 dagur sem alríkisstofnanir lokuðu frá 1995 til 1996 í forsetatíð Bills Clinton, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ýmsir ríkisstarfsmenn, þar á meðal fangaverðir, flugvallarstarfsmenn og alríkislögreglumenn, hafa nú misst af fyrstu launagreiðslu ársins. Í fyrri lokunum af þessu tagi hafa starfsmenn fengið laun greidd aftur í tímann. Óljóst er þó hvað verður um verktaka sem sinna ýmsum verkefnum fyrir alríkisstjórnina. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump sagður hafa slegið í borðið og stormað út af fundi Donald Trump fundaði með leiðtogum Demókrata á Bandaríkjaþingi í kvöld. 9. janúar 2019 21:09 Dregur til baka hótanir um neyðarástand Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur dregið úr hótunum um að hann myndi lýsa yfir neyðarástandi og þannig tryggja fjárveitingu til þess að reisa víðfrægan múr sem honum var tíðrætt um í kosningabaráttu sinni. 11. janúar 2019 23:19 Fallegi múrinn sem varð að girðingu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekaði í gærkvöldi þá hótun sína að lýsa yfir neyðarástandi á suðurlandamærum Bandaríkjanna. 11. janúar 2019 12:00 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Sjá meira
Ekkert samkomulag er í sjónmáli sem gæti opnað þriðjung bandarískra alríkisstofnana sem hefur verið lokaður í þrjár vikur vegna kröfu Donalds Trump forseta um fjármagn fyrir landamæramúr. Aldrei fyrr hafa ríkisstofnanir verið lokaðar eins lengi og nú. Hundruð þúsunda ríkisstarfsmanna hafa setið heima eða unnið launalaust frá því á miðnætti á föstudag fyrir jól. Trump forseti hafði þá hótað að synja frumvörpum staðfestingar sem repúblikanar og demókratar á þingi höfðu náð saman um og hefðu fjármagnað rekstur stofnananna tímabundið áfram. Ástæðan var sú að í þeim var ekki að finna rúmlega fimm milljarða dollara framlag til múrsins sem forsetinn vill reisa á landamærunum að Mexíkó. Lokunin er nú á tuttugasta og öðrum degi. Fyrra metið var 21 dagur sem alríkisstofnanir lokuðu frá 1995 til 1996 í forsetatíð Bills Clinton, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ýmsir ríkisstarfsmenn, þar á meðal fangaverðir, flugvallarstarfsmenn og alríkislögreglumenn, hafa nú misst af fyrstu launagreiðslu ársins. Í fyrri lokunum af þessu tagi hafa starfsmenn fengið laun greidd aftur í tímann. Óljóst er þó hvað verður um verktaka sem sinna ýmsum verkefnum fyrir alríkisstjórnina.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump sagður hafa slegið í borðið og stormað út af fundi Donald Trump fundaði með leiðtogum Demókrata á Bandaríkjaþingi í kvöld. 9. janúar 2019 21:09 Dregur til baka hótanir um neyðarástand Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur dregið úr hótunum um að hann myndi lýsa yfir neyðarástandi og þannig tryggja fjárveitingu til þess að reisa víðfrægan múr sem honum var tíðrætt um í kosningabaráttu sinni. 11. janúar 2019 23:19 Fallegi múrinn sem varð að girðingu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekaði í gærkvöldi þá hótun sína að lýsa yfir neyðarástandi á suðurlandamærum Bandaríkjanna. 11. janúar 2019 12:00 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Sjá meira
Trump sagður hafa slegið í borðið og stormað út af fundi Donald Trump fundaði með leiðtogum Demókrata á Bandaríkjaþingi í kvöld. 9. janúar 2019 21:09
Dregur til baka hótanir um neyðarástand Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur dregið úr hótunum um að hann myndi lýsa yfir neyðarástandi og þannig tryggja fjárveitingu til þess að reisa víðfrægan múr sem honum var tíðrætt um í kosningabaráttu sinni. 11. janúar 2019 23:19
Fallegi múrinn sem varð að girðingu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekaði í gærkvöldi þá hótun sína að lýsa yfir neyðarástandi á suðurlandamærum Bandaríkjanna. 11. janúar 2019 12:00