Trump sagður hafa falið heimildir um fundi með Pútín Kjartan Kjartansson skrifar 12. janúar 2019 23:53 Trump og Pútín hittust á G20-fundi í Hamborg árið 2017. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa lagt hald á minnispunkta sem túlkur sem sat einkafund hans með Vladímír Pútín Rússlandsforseta í sumar tók niður og lagt sig í lima við að fela heimildir um fundi þeirra, jafnvel fyrir meðlimum eigin ríkisstjórnar.Washington Post segir að Trump hafi skipað túlkinum sem sat fund hans og Pútín í Hamborg árið 2017 að ræða efni hans ekki við aðra embættismenn ríkisstjórnarinnar. Rex Tillerson, þáverandi utanríkisráðherra, sat þann fund einnig. Bandarískir embættismenn komust að skipunum Trump til túlksins þegar þeir óskuðu eftir frekari lýsingu á efni fundarins umfram það sem Tillerson hafði gefið út. Engin nákvæm gögn eru sögð til um fimm fundi sem Trump og Pútín hafa átt augliti til auglitis undanfarin tvö ár, hvorki opinber né leynileg. Það er sagt í hæsta máta óvenjulegt fyrir forseta, ekki síst í tilfelli Trump þar sem bandaríska leyniþjónustan telur að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 til að tryggja Trump sigur. Talsmaður Hvíta hússins hafnar frásögn blaðsins og segir Trump hafa reynt að bæta samskiptin við Rússland. Tillerson vildi ekki gefa upp hvað Trump og Pútín hefðu rætt á fundinum í Hamborg. Hann var rekinn úr starfi í mars í fyrra og hefur síðan sagt að Trump hafi reynt að gera ólöglega hluti í embætti.Ítrekað endurómað Pútín og rússnesk stjórnvöld Trump hefur ítrekað haldið fram skoðunum sem rússnesk stjórnvöld hafa velþóknun á. Hann hefur hafnað því að Rússar hafi hjálpað honum í kosningunum, hleypt NATO-samstarfinu og viðskiptasamböndum vestrænna ríkja upp, gefið í skyn að Rússar hafi átt rétt á að innlima Krímskaga og nú síðast að rétt hafi verið af Rússum að ráðast inn í Afganistan á 8. áratug síðustu aldar. Þegar Trump og Pútín funduðu í Helsinki í sumar áttu þeir langan fund þar sem aðeins þeir og túlkar þeirra voru viðstaddir. Yfirleitt hafa Bandaríkjaforseta haft ráðgjafa eða háttsetta embættismenn með sér á slíkum fundum. Frammistöðu Trump á blaðamannafundi með Pútín eftir fundinn var lýst sem skammarlegustu frammistöðu Bandaríkjaforseta í manna minnum. Þar virtist Trump taka sér stöðu með Pútín og gegn eigin leyniþjónustustofnunum um hvort að Rússar hefðu reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016.New York Times sagði frá því í gær að bandaríska alríkislögreglan FBI hafi haft áhyggjur af því að Trump ynni mögulega með eða fyrir rússnesk stjórnvöld að hún hafi sett af stað rannsókn eftir að forsetinn rak James Comey, þáverandi forstjóra FBI, vorið 2017. Daginn eftir að Trump rak Comey sagði forsetinn rússneska utanríkisráðherranum og sendiherranum frá viðkvæmum leyniþjónustuupplýsingum frá Ísraelum á fundi þeirra í Hvíta húsinu. Brottrekstur Comeys varð tilefnið að því að Robert Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi til að kanna meint samráð forsetaframboðs Trump við Rússa og hvort að forsetinn hefði reynt að hindra framgang réttvísinnar. Afganistan Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir FBI hóf rannsókn á Trump í kjölfar brottrekstrar James Comey Bandaríska alríkislögreglan FBI hóf frumkvæðisrannsókn á því árið 2017 hvort Donald Trump Bandaríkjaforseti hefði unnið með Rússum fyrir forsetakosningarnar 2016. 12. janúar 2019 07:32 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa lagt hald á minnispunkta sem túlkur sem sat einkafund hans með Vladímír Pútín Rússlandsforseta í sumar tók niður og lagt sig í lima við að fela heimildir um fundi þeirra, jafnvel fyrir meðlimum eigin ríkisstjórnar.Washington Post segir að Trump hafi skipað túlkinum sem sat fund hans og Pútín í Hamborg árið 2017 að ræða efni hans ekki við aðra embættismenn ríkisstjórnarinnar. Rex Tillerson, þáverandi utanríkisráðherra, sat þann fund einnig. Bandarískir embættismenn komust að skipunum Trump til túlksins þegar þeir óskuðu eftir frekari lýsingu á efni fundarins umfram það sem Tillerson hafði gefið út. Engin nákvæm gögn eru sögð til um fimm fundi sem Trump og Pútín hafa átt augliti til auglitis undanfarin tvö ár, hvorki opinber né leynileg. Það er sagt í hæsta máta óvenjulegt fyrir forseta, ekki síst í tilfelli Trump þar sem bandaríska leyniþjónustan telur að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 til að tryggja Trump sigur. Talsmaður Hvíta hússins hafnar frásögn blaðsins og segir Trump hafa reynt að bæta samskiptin við Rússland. Tillerson vildi ekki gefa upp hvað Trump og Pútín hefðu rætt á fundinum í Hamborg. Hann var rekinn úr starfi í mars í fyrra og hefur síðan sagt að Trump hafi reynt að gera ólöglega hluti í embætti.Ítrekað endurómað Pútín og rússnesk stjórnvöld Trump hefur ítrekað haldið fram skoðunum sem rússnesk stjórnvöld hafa velþóknun á. Hann hefur hafnað því að Rússar hafi hjálpað honum í kosningunum, hleypt NATO-samstarfinu og viðskiptasamböndum vestrænna ríkja upp, gefið í skyn að Rússar hafi átt rétt á að innlima Krímskaga og nú síðast að rétt hafi verið af Rússum að ráðast inn í Afganistan á 8. áratug síðustu aldar. Þegar Trump og Pútín funduðu í Helsinki í sumar áttu þeir langan fund þar sem aðeins þeir og túlkar þeirra voru viðstaddir. Yfirleitt hafa Bandaríkjaforseta haft ráðgjafa eða háttsetta embættismenn með sér á slíkum fundum. Frammistöðu Trump á blaðamannafundi með Pútín eftir fundinn var lýst sem skammarlegustu frammistöðu Bandaríkjaforseta í manna minnum. Þar virtist Trump taka sér stöðu með Pútín og gegn eigin leyniþjónustustofnunum um hvort að Rússar hefðu reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016.New York Times sagði frá því í gær að bandaríska alríkislögreglan FBI hafi haft áhyggjur af því að Trump ynni mögulega með eða fyrir rússnesk stjórnvöld að hún hafi sett af stað rannsókn eftir að forsetinn rak James Comey, þáverandi forstjóra FBI, vorið 2017. Daginn eftir að Trump rak Comey sagði forsetinn rússneska utanríkisráðherranum og sendiherranum frá viðkvæmum leyniþjónustuupplýsingum frá Ísraelum á fundi þeirra í Hvíta húsinu. Brottrekstur Comeys varð tilefnið að því að Robert Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi til að kanna meint samráð forsetaframboðs Trump við Rússa og hvort að forsetinn hefði reynt að hindra framgang réttvísinnar.
Afganistan Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir FBI hóf rannsókn á Trump í kjölfar brottrekstrar James Comey Bandaríska alríkislögreglan FBI hóf frumkvæðisrannsókn á því árið 2017 hvort Donald Trump Bandaríkjaforseti hefði unnið með Rússum fyrir forsetakosningarnar 2016. 12. janúar 2019 07:32 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira
FBI hóf rannsókn á Trump í kjölfar brottrekstrar James Comey Bandaríska alríkislögreglan FBI hóf frumkvæðisrannsókn á því árið 2017 hvort Donald Trump Bandaríkjaforseti hefði unnið með Rússum fyrir forsetakosningarnar 2016. 12. janúar 2019 07:32