Handtekinn í Bólivíu eftir nær fjörutíu ár á flótta Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. janúar 2019 23:15 Cesare Battisti. EPA/FERNANDO BIZERRA JR. Ítalinn og fyrrverandi uppreisnarmaðurinn Cesare Battisti var handsamaður í Bólivíu í gær og í kjölfarið framseldur til Ítalíu. Búist er við komu hans til Rómar síðdegis á morgun. Battisti hefur verið eftirlýstur í heimalandi sínu í nær fjörutíu ár fyrir morð sem hann er sakaður um að hafa framið á áttunda áratug síðustu aldar. Battisti slapp úr ítölsku fangelsi árið 1981 og flúði til Brasilíu þar sem hann bjó um árabil undir verndarvæng þáverandi forseta, Luiz Inácio Lula da Silva. Battisti var hins vegar ekki í náðinni hjá eftirmanni Lula, Michel Temer, sem felldi landvistarleyfi hans úr gildi í desember síðastliðnum. Í kjölfarið var handtökuskipun gefin út á hendur honum og fór hann því í felur.BBC greinir frá því að Battisti hafi verið handtekinn í bólivísku borginni Santa Cruz í gær. Samkvæmt ítölskum fjölmiðlum var hann einn á ferð, með sólgleraugu og gerviskegg. Hér að neðan má sjá myndband sem lögregla birti af Battisti en það er sagt tekið upp rétt áður en lögregla hafði hendur í hári hans.#CesareBattisti ripreso poco prima della catturaTeam di poliziotti #Criminalpol #Antiterrorismo e #Digos Milano con collaborazione intelligence italiana lo hanno pedinato fino all'arresto da parte dela polizia boliviana @INTERPOL_HQ pic.twitter.com/adBu9iRvX2— Polizia di Stato (@poliziadistato) January 13, 2019 Innanríkisráðherra Ítalíu, Matteo Salvini, staðfesti á Twitter-reikningi sínum í dag að Battisti væri kominn í hendur ítalskra yfirvalda og væri á leið með flugi til Ítalíu. Búist er við því að flugvélin með Battisti innanborðs lendi í Róm síðdegis á morgun, mánudag. Árið 1979 var Battisti dæmdur fyrir að vera meðlimur í hryðjuverkasamtökunum Proletari Armati per il Comunismo, PAC. Eftir flótta hans úr fangelsi árið 1981 var hann dæmdur fyrir morðin á tveimur ítölskum lögreglumönnum, aðild að þriðja morðinu og skipulagningu á því fjórða. Battisti hefur játað að hafa verið meðlimur í PAC en þvertekur fyrir að hafa verið viðriðinn morðin. Bólivía Ítalía Suður-Ameríka Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Sjá meira
Ítalinn og fyrrverandi uppreisnarmaðurinn Cesare Battisti var handsamaður í Bólivíu í gær og í kjölfarið framseldur til Ítalíu. Búist er við komu hans til Rómar síðdegis á morgun. Battisti hefur verið eftirlýstur í heimalandi sínu í nær fjörutíu ár fyrir morð sem hann er sakaður um að hafa framið á áttunda áratug síðustu aldar. Battisti slapp úr ítölsku fangelsi árið 1981 og flúði til Brasilíu þar sem hann bjó um árabil undir verndarvæng þáverandi forseta, Luiz Inácio Lula da Silva. Battisti var hins vegar ekki í náðinni hjá eftirmanni Lula, Michel Temer, sem felldi landvistarleyfi hans úr gildi í desember síðastliðnum. Í kjölfarið var handtökuskipun gefin út á hendur honum og fór hann því í felur.BBC greinir frá því að Battisti hafi verið handtekinn í bólivísku borginni Santa Cruz í gær. Samkvæmt ítölskum fjölmiðlum var hann einn á ferð, með sólgleraugu og gerviskegg. Hér að neðan má sjá myndband sem lögregla birti af Battisti en það er sagt tekið upp rétt áður en lögregla hafði hendur í hári hans.#CesareBattisti ripreso poco prima della catturaTeam di poliziotti #Criminalpol #Antiterrorismo e #Digos Milano con collaborazione intelligence italiana lo hanno pedinato fino all'arresto da parte dela polizia boliviana @INTERPOL_HQ pic.twitter.com/adBu9iRvX2— Polizia di Stato (@poliziadistato) January 13, 2019 Innanríkisráðherra Ítalíu, Matteo Salvini, staðfesti á Twitter-reikningi sínum í dag að Battisti væri kominn í hendur ítalskra yfirvalda og væri á leið með flugi til Ítalíu. Búist er við því að flugvélin með Battisti innanborðs lendi í Róm síðdegis á morgun, mánudag. Árið 1979 var Battisti dæmdur fyrir að vera meðlimur í hryðjuverkasamtökunum Proletari Armati per il Comunismo, PAC. Eftir flótta hans úr fangelsi árið 1981 var hann dæmdur fyrir morðin á tveimur ítölskum lögreglumönnum, aðild að þriðja morðinu og skipulagningu á því fjórða. Battisti hefur játað að hafa verið meðlimur í PAC en þvertekur fyrir að hafa verið viðriðinn morðin.
Bólivía Ítalía Suður-Ameríka Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Sjá meira