Tónlistarhátíð gegn skammdegisþunglyndi Stefán Þór Hjartarson skrifar 15. janúar 2019 08:30 Stelpurnar í Cyber eru alltaf hressar og kátar, jafnvel þótt þær séu að fjalla um hrylling og skrifstofur. Það er gífurlega mikill janúar akkúrat núna og eins og allir vita eru janúar og febrúar leiðinlegustu mánuðir ársins; útgáfa á tónlist, bíómyndum og öðru afþreyingarefni liggur í dvala – janúar og febrúar eru kallaðir „dump months“ í kvikmyndaheiminum til dæmis því að þangað „dömpa“ framleiðslufyrirtækin slöppustu myndunum sínum. Blaðamenn sitja sveittir alla daga við að reyna að finna fréttir enda er þetta líka svokölluð gúrkutíð. Alvarlegra mál er svo að þetta plús veðurharkan og skammdegið hefur neikvæð áhrif á geðheilsu fólks. Red Bull á Íslandi veit þetta og efnir því til tónlistarhátíðar í byrjun febrúar á skemmtistaðnum Paloma – S.A.D. festival. Flóni, Alvia, Cyber, Elli Grill, Ragga Holm og fleiri munu þar gera sitt besta til að lækna fólk af skammdegisþunglyndinu. „Þarna verður í boði sérvalin tónlist gegn D-vítamínskorti og skammdegisþunglyndi,“ segir Einar Stefánsson, skipuleggjandi hátíðarinnar, en S.A.D. stendur fyrir „seasonal affective disorder“ eins og skammdegisþunglyndi kallast á ensku. „Allir þessir listamenn tækla sorgina í tónlistinni sinni, hver á sinn einstaka hátt, og því fannst okkur nauðsynlegt að fá þau til að spila á festivali á þessum erfiða tíma,“ segir Einar aðspurður hvernig þau hafi valið listamenn á festivalið. Flóni er einn fyrsti rapparinn á Íslandi til að gefa út tónlist í neo-emo rappstílnum sem hefur orðið nokkuð stór vestanhafs á síðustu árum og verið gerður vinsæll af röppurum eins og lil uzi vert og Juice WRLD. Alvia er svakalega litríkur tónlistarmaður, bæði bókstaflega litrík í útliti en gerir líka einstaklega hressandi músík sem kætir. Cyber hefur bæði kafað í hrylling með plötunni Horror en líka í litríka fantasíu um fyrirtækjarekstur á plötunni Bizness. Elli Grill hefur aldrei ekki verið brosandi og bara röddin í honum gæti komið manni í gott skap og Ragga Holm gerir drífandi „bangera“ sem ætti að rífa flesta upp. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Lifði með fjögur prósent sjón án greiningar Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Fleiri fréttir Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögur prósent sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Sjá meira
Það er gífurlega mikill janúar akkúrat núna og eins og allir vita eru janúar og febrúar leiðinlegustu mánuðir ársins; útgáfa á tónlist, bíómyndum og öðru afþreyingarefni liggur í dvala – janúar og febrúar eru kallaðir „dump months“ í kvikmyndaheiminum til dæmis því að þangað „dömpa“ framleiðslufyrirtækin slöppustu myndunum sínum. Blaðamenn sitja sveittir alla daga við að reyna að finna fréttir enda er þetta líka svokölluð gúrkutíð. Alvarlegra mál er svo að þetta plús veðurharkan og skammdegið hefur neikvæð áhrif á geðheilsu fólks. Red Bull á Íslandi veit þetta og efnir því til tónlistarhátíðar í byrjun febrúar á skemmtistaðnum Paloma – S.A.D. festival. Flóni, Alvia, Cyber, Elli Grill, Ragga Holm og fleiri munu þar gera sitt besta til að lækna fólk af skammdegisþunglyndinu. „Þarna verður í boði sérvalin tónlist gegn D-vítamínskorti og skammdegisþunglyndi,“ segir Einar Stefánsson, skipuleggjandi hátíðarinnar, en S.A.D. stendur fyrir „seasonal affective disorder“ eins og skammdegisþunglyndi kallast á ensku. „Allir þessir listamenn tækla sorgina í tónlistinni sinni, hver á sinn einstaka hátt, og því fannst okkur nauðsynlegt að fá þau til að spila á festivali á þessum erfiða tíma,“ segir Einar aðspurður hvernig þau hafi valið listamenn á festivalið. Flóni er einn fyrsti rapparinn á Íslandi til að gefa út tónlist í neo-emo rappstílnum sem hefur orðið nokkuð stór vestanhafs á síðustu árum og verið gerður vinsæll af röppurum eins og lil uzi vert og Juice WRLD. Alvia er svakalega litríkur tónlistarmaður, bæði bókstaflega litrík í útliti en gerir líka einstaklega hressandi músík sem kætir. Cyber hefur bæði kafað í hrylling með plötunni Horror en líka í litríka fantasíu um fyrirtækjarekstur á plötunni Bizness. Elli Grill hefur aldrei ekki verið brosandi og bara röddin í honum gæti komið manni í gott skap og Ragga Holm gerir drífandi „bangera“ sem ætti að rífa flesta upp.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Lifði með fjögur prósent sjón án greiningar Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Fleiri fréttir Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögur prósent sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Sjá meira