Vel tekið í áform ráðherra um styrki til að fjölga í kennaranámi Sigurður Mikael Jónsson skrifar 15. janúar 2019 06:15 Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ. Fréttablaðið/Eyþór „Háskóli Íslands fagnar áformum mennta- og menningarmálaráðherra um að veita kennaranemum sérstaka styrki úr LÍN til að auka aðsókn í kennaranám og bæta starfsaðstæður kennara,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra vinnur að frumvarpi sem meðal annars mun þýða að starfsnám kennara á fimmta ári verði launað og að LÍN greiði sértæka styrki til kennaranema. Jón Atli segir að án aðgerða blasi við mikill skortur á næstu áratugum. „Ástandið er sérstaklega alvarlegt í leik- og grunnskólum landsins,“ segir rektor og bætir við að allir verði að leggjast á eitt til að gera starfið eftirsóknarvert. Ein leið sem komi til greina sé fjárhagslegur stuðningur við kennaranema. Bindur rektor miklar vonir við að slíkir hvatar, samfara styrkingu kennaranámsins, muni skila árangri. Slíkt hafi gefist vel erlendis. Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, er sömuleiðis jákvæður. Bregðast verði við hruni í aðsókn í kennaranám eftir að það var lengt í fimm ár. „Sú þróun er fordæmalaus en kennaranemum hefur fækkað um hvorki meira né minna en 75 prósent frá 2002,“ segir Skúli. Róttækar og jafnvel óvenjulegar aðgerðir þurfi því til að snúa henni við. Sérstakir styrkir til kennaranema í gegnum LÍN séu af þeim toga. Hann kveðst styðja sömuleiðis hugmyndir um launað starfsnám. Bendir Skúli þó á að mjög stór hluti kennaranema vinni við kennslu með námi. 70 prósent grunnskólakennaranema og 90 prósent leikskólakennaranema. „Þessi tillaga mun því kannski ekki skipta sköpum varðandi aðsókn að náminu en ég geri mér þó vonir um að hún muni hafa þau jákvæðu áhrif að draga úr brotthvarfi úr námi sem verið hefur vandamál.“ Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Kennarasambandið tekur vel í norskar hugmyndir um niðurfellingu námslána Varaformaður Kennarasambands Íslands fagnar hugmyndum menntamálaráðherra um að kennaranemar fái námslán niðurfelld að hluta líkt og tíðkast í Noregi. 14. janúar 2019 13:30 Boðar sérstaka styrki til kennaranema Menntamálaráðherra vinnur að frumvarpi til þess að veita kennaranemum sértæka styrki úr LÍN. 14. janúar 2019 06:15 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Fleiri fréttir Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Sjá meira
„Háskóli Íslands fagnar áformum mennta- og menningarmálaráðherra um að veita kennaranemum sérstaka styrki úr LÍN til að auka aðsókn í kennaranám og bæta starfsaðstæður kennara,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra vinnur að frumvarpi sem meðal annars mun þýða að starfsnám kennara á fimmta ári verði launað og að LÍN greiði sértæka styrki til kennaranema. Jón Atli segir að án aðgerða blasi við mikill skortur á næstu áratugum. „Ástandið er sérstaklega alvarlegt í leik- og grunnskólum landsins,“ segir rektor og bætir við að allir verði að leggjast á eitt til að gera starfið eftirsóknarvert. Ein leið sem komi til greina sé fjárhagslegur stuðningur við kennaranema. Bindur rektor miklar vonir við að slíkir hvatar, samfara styrkingu kennaranámsins, muni skila árangri. Slíkt hafi gefist vel erlendis. Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, er sömuleiðis jákvæður. Bregðast verði við hruni í aðsókn í kennaranám eftir að það var lengt í fimm ár. „Sú þróun er fordæmalaus en kennaranemum hefur fækkað um hvorki meira né minna en 75 prósent frá 2002,“ segir Skúli. Róttækar og jafnvel óvenjulegar aðgerðir þurfi því til að snúa henni við. Sérstakir styrkir til kennaranema í gegnum LÍN séu af þeim toga. Hann kveðst styðja sömuleiðis hugmyndir um launað starfsnám. Bendir Skúli þó á að mjög stór hluti kennaranema vinni við kennslu með námi. 70 prósent grunnskólakennaranema og 90 prósent leikskólakennaranema. „Þessi tillaga mun því kannski ekki skipta sköpum varðandi aðsókn að náminu en ég geri mér þó vonir um að hún muni hafa þau jákvæðu áhrif að draga úr brotthvarfi úr námi sem verið hefur vandamál.“
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Kennarasambandið tekur vel í norskar hugmyndir um niðurfellingu námslána Varaformaður Kennarasambands Íslands fagnar hugmyndum menntamálaráðherra um að kennaranemar fái námslán niðurfelld að hluta líkt og tíðkast í Noregi. 14. janúar 2019 13:30 Boðar sérstaka styrki til kennaranema Menntamálaráðherra vinnur að frumvarpi til þess að veita kennaranemum sértæka styrki úr LÍN. 14. janúar 2019 06:15 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Fleiri fréttir Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Sjá meira
Kennarasambandið tekur vel í norskar hugmyndir um niðurfellingu námslána Varaformaður Kennarasambands Íslands fagnar hugmyndum menntamálaráðherra um að kennaranemar fái námslán niðurfelld að hluta líkt og tíðkast í Noregi. 14. janúar 2019 13:30
Boðar sérstaka styrki til kennaranema Menntamálaráðherra vinnur að frumvarpi til þess að veita kennaranemum sértæka styrki úr LÍN. 14. janúar 2019 06:15