Íslandsmeistarar Fram jöfnuðu Val að stigum á toppi Olísdeildar kvenna í handbolta í kvöld með sigri á nýliðum HK á heimavelli sínum í Safamýrinni.
Fram náði að byggja sér upp forskot snemma í fyrri hálfleik en nýliðarnir komu til baka og jöfnuðu leikinn. Í hálfleik var staðan 11-9 fyrir Fram.
Heimakonur fóru á 6-0 kafla snemma í seinni hálfleik og komu stöðunni í 20-13. Eftir það sá HK aldrei til sólar og lokatölur urðu 31-22.
Steinunn Björnsdóttir var markahæst í liði Fram með sex mörk, Þórey Rósa Stefánsdóttir skoraði 5. Elva Arinbjarnar var atkvæðamest í liði HK með 6 mörk.
