Haukar unnu mikilvægan útisigur á ÍBV í Olísdeild kvenna í kvöld.
Liðin skiptust á að hafa frumkvæið fyrstu tíu mínúturnar en þá tóku Haukar forystu og héldu henni það sem eftir var. Undir lok hálfleiksins náðu gestirnir að keyra á ÍBV og var staðan 10-15 í hálfleik.
Eyjakonur náðu áhlaupi í upphafi seinni hálfleiks og jöfnuðu leikinn í 17-17. Það var nokkuð jafnt á með liðunum þar til síðustu tíu mínúturnar, þá gerðu Haukar annað áhlaup og tryggðu sér að lokum öruggan 23-29 sigur.
Maria Ines da Silva Pereira var frábær fyrir Hauka og skoraði 11 mörk. Ásta Björt Júlíusdóttir og Ester Óskarsdóttir skoruðu fimm mörk hvor fyrir ÍBV.
