Telja ráðherra vera vanhæfan og lögin andstæð stjórnarskrá Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 16. janúar 2019 06:15 Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra mælti fyrir lagabreytingum vegna málsins 9. október. Þær voru samþykktar samdægurs. Fréttablaðið/Pjetur Fiskeldi Landeigendur, veiðirétthafar og náttúruverndarsamtök hafa stefnt íslenska ríkinu og laxeldisfyrirtækjunum Fjarðalaxi og Arctic Sea Farm og krefjast ógildingar á rekstrarleyfum sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra veitti þeim 5. nóvember síðastliðinn. Leyfin voru veitt á grundvelli lagasetningar sem samþykkt var á Alþingi í kjölfar þess að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi rekstrarleyfi fyrirtækjanna úr gildi síðastliðið haust. Héraðsdómur féllst á beiðni um að málið fái flýtimeðferð á mánudaginn. „Málsókn þessi lýtur að athöfn stjórnvalds og varðar stórfellda hagsmuni þeirra sem málið höfða. Fyrir liggur að starfsemi sú sem um ræðir kann í þessari mynd að valda verulegum og óafturkræfum skaða á vistkerfinu og það skiptir öllu máli að það njóti vafans. Þetta eru mikilsverðir og stjórnarskrárvarðir hagsmunir og niðurstaðan því sú að málið hljóti flýtimeðferð,“ segir Páll Rúnar M. Kristjánsson hæstaréttarlögmaður sem fer með málið af hálfu stefnenda. Páll segir málið bæði hafa almenna og sértæka þýðingu en í því reyni í fyrsta sinn á heimild sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að gefa út rekstrarleyfi til bráðabirgða á grundvelli lagabreytingar sem samþykkt var á Alþingi 9. október í haust. Í stefnu er meðal annars byggt á því að bráðabirgðaleyfin sem sjávarútvegsráðherra gaf út eftir lagabreytinguna hafi ekki uppfyllt lagaskilyrði og faglegt mat á skilyrðum til rekstrarleyfa hafi ekki farið fram áður en ráðherra gaf þau út. Einnig er á því byggt að ráðherra hafi verið vanhæfur við meðferð málsins enda hafi hann tekið eindregna afstöðu til málsins fyrirfram með því annars vegar að lýsa opinberlega afstöðu sinni til málsins og mæla fyrir lagabreytingum á Alþingi strax í kjölfarið sem veittu honum sjálfum heimild til að gefa út bráðabirgðaleyfi. Þá segir einnig að fyrirtækin hafi enn ekki uppfyllt þá skilmála sem settir voru fyrir bráðabirgðaleyfunum að þeim bæri þegar í stað að hefjast handa við að bæta úr þeim göllum sem úrskurðarnefndin taldi vera á málsmeðferð við útgáfu þeirra leyfa sem ógilt voru eða að öðrum kosti láti reyna á ógildingu úrskurðar nefndarinnar fyrir dómstólum. Það mál sem nú hefur verið höfðað verður þingfest 22. janúar. Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Fleiri fréttir Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Sjá meira
Fiskeldi Landeigendur, veiðirétthafar og náttúruverndarsamtök hafa stefnt íslenska ríkinu og laxeldisfyrirtækjunum Fjarðalaxi og Arctic Sea Farm og krefjast ógildingar á rekstrarleyfum sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra veitti þeim 5. nóvember síðastliðinn. Leyfin voru veitt á grundvelli lagasetningar sem samþykkt var á Alþingi í kjölfar þess að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi rekstrarleyfi fyrirtækjanna úr gildi síðastliðið haust. Héraðsdómur féllst á beiðni um að málið fái flýtimeðferð á mánudaginn. „Málsókn þessi lýtur að athöfn stjórnvalds og varðar stórfellda hagsmuni þeirra sem málið höfða. Fyrir liggur að starfsemi sú sem um ræðir kann í þessari mynd að valda verulegum og óafturkræfum skaða á vistkerfinu og það skiptir öllu máli að það njóti vafans. Þetta eru mikilsverðir og stjórnarskrárvarðir hagsmunir og niðurstaðan því sú að málið hljóti flýtimeðferð,“ segir Páll Rúnar M. Kristjánsson hæstaréttarlögmaður sem fer með málið af hálfu stefnenda. Páll segir málið bæði hafa almenna og sértæka þýðingu en í því reyni í fyrsta sinn á heimild sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að gefa út rekstrarleyfi til bráðabirgða á grundvelli lagabreytingar sem samþykkt var á Alþingi 9. október í haust. Í stefnu er meðal annars byggt á því að bráðabirgðaleyfin sem sjávarútvegsráðherra gaf út eftir lagabreytinguna hafi ekki uppfyllt lagaskilyrði og faglegt mat á skilyrðum til rekstrarleyfa hafi ekki farið fram áður en ráðherra gaf þau út. Einnig er á því byggt að ráðherra hafi verið vanhæfur við meðferð málsins enda hafi hann tekið eindregna afstöðu til málsins fyrirfram með því annars vegar að lýsa opinberlega afstöðu sinni til málsins og mæla fyrir lagabreytingum á Alþingi strax í kjölfarið sem veittu honum sjálfum heimild til að gefa út bráðabirgðaleyfi. Þá segir einnig að fyrirtækin hafi enn ekki uppfyllt þá skilmála sem settir voru fyrir bráðabirgðaleyfunum að þeim bæri þegar í stað að hefjast handa við að bæta úr þeim göllum sem úrskurðarnefndin taldi vera á málsmeðferð við útgáfu þeirra leyfa sem ógilt voru eða að öðrum kosti láti reyna á ógildingu úrskurðar nefndarinnar fyrir dómstólum. Það mál sem nú hefur verið höfðað verður þingfest 22. janúar.
Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Fleiri fréttir Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Sjá meira