Reiddu of hátt til höggs Ólöf Skaftadóttir skrifar 16. janúar 2019 07:00 Kapp borgarfulltrúa Miðflokksins og Flokks fólksins bar skynsemina ofurliði á borgarstjórnarfundi í gær. Þar lögðu þær Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir til að Braggamálinu yrði vísað til héraðssaksóknara til sakamálarannsóknar. Þetta báru þær á borð þó að skýrsla Innri endurskoðunar hafi ekki tilgreint ástæðu til að blanda lögregluyfirvöldum í málið, en það er úrræði, sem hún vitaskuld getur gripið til telji hún líklegt að borgarstjóri og embættismenn borgarinnar hafi gerst sek um refsivert athæfi. Braggamálið er hrópandi dæmi um hversu illa er farið með fé almennings. Málið er birtingarmynd stærri vanda. Skýrsla Innri endurskoðunar Reykjavíkur gefur stjórnsýslu borgarinnar falleinkunn. Haft er fyrir satt að um þessar mundir sé verið að gera fjórar sambærilegar skýrslur um lausatök í fjármálastjórn í borginni. Skapast hefur mynstur fjálglegrar ráðstöfunar almannafjár. Það er ólíðandi, og við því þarf að bregðast af festu. En til þess þarf enga sakamálarannsókn. Íþyngjandi úrræði á borð við rannsókn sakamáls á ekki að hafa í flimtingum eða nota til þess að slá ódýrar, pólitískar keilur. Það er ekkert grín að vera settur á sakamannabekk. Ákvarðanir um slíkt eiga einfaldlega ekki heima á vettvangi stjórnmálanna. Raunar eru pólitísk leikrit, líkt og það sem Vigdís og Kolbrún settu á svið í gær, til þess eins fallin að draga athyglina frá aðalatriðum málsins. Vissulega geta einstakir stjórnmálamenn kært mál ef þeir finna hjá sér hvöt til þess vegna grunsemda um að saknæmt athæfi hafi átt sér stað, en að leita eftir pólitískum meirihluta til að styðja slíka kæru er glórulaust og setur ömurlegt fordæmi. Ekki þarf að líta langt aftur í sögunni til þess að rifja upp að varhugavert er að halda réttarhöld yfir pólitískum andstæðingum. Menn þurfa ekki einu sinni að hafa sæmilegt skammtímaminni til að rifja upp að stjórnmálamenn sem gert hafa sig seka um slíkt hafa farið sneypuför, sem margir viðurkenna að þeir skammist sín fyrir. Í því ljósi verður að teljast furðulegt, að í hópi borgarfulltrúa Sjálfstæðismanna sé fólk sem léði máls á að sameinast um að leggja til sakamálarannsókn byggða á meirihlutasamþykkt. Það er algjört stílbrot. Þau létu þær stallsystur Vigdísi og Kolbrúnu afvegaleiða sig og léku fullkominn afleik í borgarstjórn. Þátttakendur í fíflaganginum reiddu of hátt til höggs og urðu sjálfum sér til minnkunar. Ráðast þarf í nauðsynlegar úrbætur svo að Braggamálið endurtaki sig ekki. Til þess þarf engan saksóknara. Að minnsta kosti ekki fyrr en þær Vigdís og Kolbrún hafa eitthvað fast í hendi um að sakamál sé á ferðinni í tengslum við framkvæmdir við Nauthólsveg 100. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Kapp borgarfulltrúa Miðflokksins og Flokks fólksins bar skynsemina ofurliði á borgarstjórnarfundi í gær. Þar lögðu þær Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir til að Braggamálinu yrði vísað til héraðssaksóknara til sakamálarannsóknar. Þetta báru þær á borð þó að skýrsla Innri endurskoðunar hafi ekki tilgreint ástæðu til að blanda lögregluyfirvöldum í málið, en það er úrræði, sem hún vitaskuld getur gripið til telji hún líklegt að borgarstjóri og embættismenn borgarinnar hafi gerst sek um refsivert athæfi. Braggamálið er hrópandi dæmi um hversu illa er farið með fé almennings. Málið er birtingarmynd stærri vanda. Skýrsla Innri endurskoðunar Reykjavíkur gefur stjórnsýslu borgarinnar falleinkunn. Haft er fyrir satt að um þessar mundir sé verið að gera fjórar sambærilegar skýrslur um lausatök í fjármálastjórn í borginni. Skapast hefur mynstur fjálglegrar ráðstöfunar almannafjár. Það er ólíðandi, og við því þarf að bregðast af festu. En til þess þarf enga sakamálarannsókn. Íþyngjandi úrræði á borð við rannsókn sakamáls á ekki að hafa í flimtingum eða nota til þess að slá ódýrar, pólitískar keilur. Það er ekkert grín að vera settur á sakamannabekk. Ákvarðanir um slíkt eiga einfaldlega ekki heima á vettvangi stjórnmálanna. Raunar eru pólitísk leikrit, líkt og það sem Vigdís og Kolbrún settu á svið í gær, til þess eins fallin að draga athyglina frá aðalatriðum málsins. Vissulega geta einstakir stjórnmálamenn kært mál ef þeir finna hjá sér hvöt til þess vegna grunsemda um að saknæmt athæfi hafi átt sér stað, en að leita eftir pólitískum meirihluta til að styðja slíka kæru er glórulaust og setur ömurlegt fordæmi. Ekki þarf að líta langt aftur í sögunni til þess að rifja upp að varhugavert er að halda réttarhöld yfir pólitískum andstæðingum. Menn þurfa ekki einu sinni að hafa sæmilegt skammtímaminni til að rifja upp að stjórnmálamenn sem gert hafa sig seka um slíkt hafa farið sneypuför, sem margir viðurkenna að þeir skammist sín fyrir. Í því ljósi verður að teljast furðulegt, að í hópi borgarfulltrúa Sjálfstæðismanna sé fólk sem léði máls á að sameinast um að leggja til sakamálarannsókn byggða á meirihlutasamþykkt. Það er algjört stílbrot. Þau létu þær stallsystur Vigdísi og Kolbrúnu afvegaleiða sig og léku fullkominn afleik í borgarstjórn. Þátttakendur í fíflaganginum reiddu of hátt til höggs og urðu sjálfum sér til minnkunar. Ráðast þarf í nauðsynlegar úrbætur svo að Braggamálið endurtaki sig ekki. Til þess þarf engan saksóknara. Að minnsta kosti ekki fyrr en þær Vigdís og Kolbrún hafa eitthvað fast í hendi um að sakamál sé á ferðinni í tengslum við framkvæmdir við Nauthólsveg 100.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar