Demókratar afturkalla boð til Trump um stefnuræðu Kjartan Kjartansson skrifar 16. janúar 2019 16:23 Pelosi býður Trump að fresta stefnuræðu sinni eða senda hana inn skriflega. Vísir/EPA Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur dregið til baka boð sitt til Donalds Trump forseta um að hann flytji stefnuræðu í þinginu. Ástæðan er lokun alríkisstofnana sem hefur nú staðið yfir í tæpan mánuð. Í bréfi sem Pelosi sendi forsetanum kemur fram að lokun alríkisstofnana þýði að ekki sé hægt að tryggja nauðsynlegar öryggisráðstafanir í kringum árlega stefnuræðu sem til stóð að Trump flytti 29. janúar. Bauð Pelosi honum að fresta stefnuræðunni eða senda þinginu skrifaða ræðu í staðinn og vitnaði til fordæma um um það. Hluti bandarískra alríkisstofnana hefur verið lokaður frá því fyrir jól eftir að fjárveitingar til þeirra kláruðust. Trump hótaði að beita neitunarvaldi gegn frumvörpum sem demókratar og repúblikanar á þingi höfðu náð saman um og hefðu fjármagnað rekstur stofnananna áfram. Ástæðan var sú að í þeim var ekki gert ráð fyrir fjárveitingu til landamæramúrsins sem Trump vill reisa á landamærunum við Mexíkó. Pelosi bendir á að hvorki leyniþjónustan sem sér um öryggismál forsetans né heimavarnaráðuneytið hafi verið fjármagnað í 26 daga. Lykildeildir þar séu nú í lamasessi vegna útgjaldadeilu forsetans við þingið. Hvíta húsið hefur ekki svarað erindi þingforsetans. Löng hefð er fyrir því að Bandaríkjaforseti flytji stefnuræðu á Bandaríkjaþingi fyrir báðum deildum þingsins, hæstaréttardómurum og yfirmönnum hersins einu sinni á ári.Here's the letter (dated Sept. 2018) from DHS that Pelosi references when she says SOTU, along with other big events, is designated a "National Special Security Event." pic.twitter.com/NOlAGasxuU— Ashley Killough (@KilloughCNN) January 16, 2019 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump sagður hafa slegið í borðið og stormað út af fundi Donald Trump fundaði með leiðtogum Demókrata á Bandaríkjaþingi í kvöld. 9. janúar 2019 21:09 Demókratar taka við völdum í fulltrúadeildinni Nancy Pelosi tók í dag við fundarhamri fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og verður þannig ein af valdamestu konum Bandaríkjanna 3. janúar 2019 19:36 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Fleiri fréttir Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Sjá meira
Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur dregið til baka boð sitt til Donalds Trump forseta um að hann flytji stefnuræðu í þinginu. Ástæðan er lokun alríkisstofnana sem hefur nú staðið yfir í tæpan mánuð. Í bréfi sem Pelosi sendi forsetanum kemur fram að lokun alríkisstofnana þýði að ekki sé hægt að tryggja nauðsynlegar öryggisráðstafanir í kringum árlega stefnuræðu sem til stóð að Trump flytti 29. janúar. Bauð Pelosi honum að fresta stefnuræðunni eða senda þinginu skrifaða ræðu í staðinn og vitnaði til fordæma um um það. Hluti bandarískra alríkisstofnana hefur verið lokaður frá því fyrir jól eftir að fjárveitingar til þeirra kláruðust. Trump hótaði að beita neitunarvaldi gegn frumvörpum sem demókratar og repúblikanar á þingi höfðu náð saman um og hefðu fjármagnað rekstur stofnananna áfram. Ástæðan var sú að í þeim var ekki gert ráð fyrir fjárveitingu til landamæramúrsins sem Trump vill reisa á landamærunum við Mexíkó. Pelosi bendir á að hvorki leyniþjónustan sem sér um öryggismál forsetans né heimavarnaráðuneytið hafi verið fjármagnað í 26 daga. Lykildeildir þar séu nú í lamasessi vegna útgjaldadeilu forsetans við þingið. Hvíta húsið hefur ekki svarað erindi þingforsetans. Löng hefð er fyrir því að Bandaríkjaforseti flytji stefnuræðu á Bandaríkjaþingi fyrir báðum deildum þingsins, hæstaréttardómurum og yfirmönnum hersins einu sinni á ári.Here's the letter (dated Sept. 2018) from DHS that Pelosi references when she says SOTU, along with other big events, is designated a "National Special Security Event." pic.twitter.com/NOlAGasxuU— Ashley Killough (@KilloughCNN) January 16, 2019
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump sagður hafa slegið í borðið og stormað út af fundi Donald Trump fundaði með leiðtogum Demókrata á Bandaríkjaþingi í kvöld. 9. janúar 2019 21:09 Demókratar taka við völdum í fulltrúadeildinni Nancy Pelosi tók í dag við fundarhamri fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og verður þannig ein af valdamestu konum Bandaríkjanna 3. janúar 2019 19:36 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Fleiri fréttir Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Sjá meira
Trump sagður hafa slegið í borðið og stormað út af fundi Donald Trump fundaði með leiðtogum Demókrata á Bandaríkjaþingi í kvöld. 9. janúar 2019 21:09
Demókratar taka við völdum í fulltrúadeildinni Nancy Pelosi tók í dag við fundarhamri fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og verður þannig ein af valdamestu konum Bandaríkjanna 3. janúar 2019 19:36