„Ein leiðindabeyglan“ frá með úrskurði Landsréttar Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. janúar 2019 10:19 Bára Halldórsdóttir, uppljóstrarinn á Klaustur Bar. Vísir/Arnar Bára Halldórsdóttir uppljóstrarinn á Klausturbar fagnar úrskurði Landsréttar í máli hóps þingmanna Miðflokksins gegn henni. Með niðurstöðunni sé „ein leiðindabeyglan“ frá. Bára kveðst nú bíða úrskurðar Persónuverndar í máli þingmannanna.Landsréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur er varðar fyrirhugaða málsókn fjögurra þingmanna Miðflokksins, þeirra Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Bergþórs Ólasonar, Gunnars Braga Sveinssonar og Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, gegn Báru. Ástæða málsóknarinnar er hljóðritun Báru á samskiptum þingmannanna á barnum Klaustri í nóvember síðastliðnum. Þingmennirnir fóru fram á að ráðist yrði í gagnaöflun og vitnaleiðslur fyrir héraðsdómi. Héraðsdómur hafnaði þeirri kröfu en úrskurðurinn var kærður til Landsréttar. Einnig hafa þingmennirnir leitað til Persónuverndar vegna upptökunnar.Boltinn hjá Persónuvernd Bára segir í samtali við Vísi að hún fagni því að enn einn áfanginn sé í höfn í málinu. „Þetta er bara fínt, þá er ég allavega búin að fá svar á þessu „leveli“. Þá getur maður farið að pæla í því hvað Persónuvernd finnst um málið. Þeir ætluðu að kíkja á þetta beint á eftir úrskurðinum,“ segir Bára. „Þetta er allt saman búið að vera rosalega hægt síðan héraðsdómur kvað upp úrskurðinn. En þetta er svona ein leiðindabeyglan farin til hliðar.“ Bára segist ekki viss hvað taki nú við en málið sé í höndum Miðflokksmanna og lögfræðings þeirra. Nú sé undir þeim komið hvort málinu verði skotið til Hæstaréttar. Aðspurð sagðist Bára ekkert hafa heyrt í þingmönnunum fjórum síðan málið hófst. „Þau hafa ekkert við mig að segja nema í gegnum lögfræðing og fjölmiðla.“ Reimar Pétursson lögmaður þingmanna Miðflokksins vildi ekki tjá sig um það hvort skjólstæðingar sínir hygðust skjóta úrskurði Landsréttar til Hæstaréttar. Þá vildi hann ekkert gefa upp um næstu skref málsins. Dómsmál Persónuvernd Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Bjarni úthrópaður af stuðningsmönnum Báru Bjarni Benediktsson fær það óþvegið fyrir að segjast orðinn leiður á Klaustur-málinu. 2. janúar 2019 13:17 Landsréttur staðfestir niðurstöðu Héraðsdóms í Klaustursmálinu Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í máli hóps þingmanna Miðflokksins gegn Báru Halldórsdóttur vegna Klaustursmálsins svokallaða. 16. janúar 2019 20:56 „Þar sátu litlir karlar sem hötuðust út í konur“ „Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason áttu aðeins eitt erindi á Klaustur Bar þetta kvöld og vissu mætavel hvað til stóð. Þeir voru að svíkja flokkinn sem kom þeim á þing,“ skrifar Inga Sæland, formaður Flokks fólksins í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. 17. janúar 2019 07:38 Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira
Bára Halldórsdóttir uppljóstrarinn á Klausturbar fagnar úrskurði Landsréttar í máli hóps þingmanna Miðflokksins gegn henni. Með niðurstöðunni sé „ein leiðindabeyglan“ frá. Bára kveðst nú bíða úrskurðar Persónuverndar í máli þingmannanna.Landsréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur er varðar fyrirhugaða málsókn fjögurra þingmanna Miðflokksins, þeirra Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Bergþórs Ólasonar, Gunnars Braga Sveinssonar og Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, gegn Báru. Ástæða málsóknarinnar er hljóðritun Báru á samskiptum þingmannanna á barnum Klaustri í nóvember síðastliðnum. Þingmennirnir fóru fram á að ráðist yrði í gagnaöflun og vitnaleiðslur fyrir héraðsdómi. Héraðsdómur hafnaði þeirri kröfu en úrskurðurinn var kærður til Landsréttar. Einnig hafa þingmennirnir leitað til Persónuverndar vegna upptökunnar.Boltinn hjá Persónuvernd Bára segir í samtali við Vísi að hún fagni því að enn einn áfanginn sé í höfn í málinu. „Þetta er bara fínt, þá er ég allavega búin að fá svar á þessu „leveli“. Þá getur maður farið að pæla í því hvað Persónuvernd finnst um málið. Þeir ætluðu að kíkja á þetta beint á eftir úrskurðinum,“ segir Bára. „Þetta er allt saman búið að vera rosalega hægt síðan héraðsdómur kvað upp úrskurðinn. En þetta er svona ein leiðindabeyglan farin til hliðar.“ Bára segist ekki viss hvað taki nú við en málið sé í höndum Miðflokksmanna og lögfræðings þeirra. Nú sé undir þeim komið hvort málinu verði skotið til Hæstaréttar. Aðspurð sagðist Bára ekkert hafa heyrt í þingmönnunum fjórum síðan málið hófst. „Þau hafa ekkert við mig að segja nema í gegnum lögfræðing og fjölmiðla.“ Reimar Pétursson lögmaður þingmanna Miðflokksins vildi ekki tjá sig um það hvort skjólstæðingar sínir hygðust skjóta úrskurði Landsréttar til Hæstaréttar. Þá vildi hann ekkert gefa upp um næstu skref málsins.
Dómsmál Persónuvernd Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Bjarni úthrópaður af stuðningsmönnum Báru Bjarni Benediktsson fær það óþvegið fyrir að segjast orðinn leiður á Klaustur-málinu. 2. janúar 2019 13:17 Landsréttur staðfestir niðurstöðu Héraðsdóms í Klaustursmálinu Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í máli hóps þingmanna Miðflokksins gegn Báru Halldórsdóttur vegna Klaustursmálsins svokallaða. 16. janúar 2019 20:56 „Þar sátu litlir karlar sem hötuðust út í konur“ „Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason áttu aðeins eitt erindi á Klaustur Bar þetta kvöld og vissu mætavel hvað til stóð. Þeir voru að svíkja flokkinn sem kom þeim á þing,“ skrifar Inga Sæland, formaður Flokks fólksins í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. 17. janúar 2019 07:38 Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira
Bjarni úthrópaður af stuðningsmönnum Báru Bjarni Benediktsson fær það óþvegið fyrir að segjast orðinn leiður á Klaustur-málinu. 2. janúar 2019 13:17
Landsréttur staðfestir niðurstöðu Héraðsdóms í Klaustursmálinu Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í máli hóps þingmanna Miðflokksins gegn Báru Halldórsdóttur vegna Klaustursmálsins svokallaða. 16. janúar 2019 20:56
„Þar sátu litlir karlar sem hötuðust út í konur“ „Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason áttu aðeins eitt erindi á Klaustur Bar þetta kvöld og vissu mætavel hvað til stóð. Þeir voru að svíkja flokkinn sem kom þeim á þing,“ skrifar Inga Sæland, formaður Flokks fólksins í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. 17. janúar 2019 07:38